Þvílíkt og annað eins. Til háborinnar skammar.

 

Maður sem lenti í vinnuslysi fær aðeins um þriðjung þeirra bóta sem honum voru ætlaðar. Tryggingarfyrirtækið tekur afganginn og segir ástæðuna fyrir því þá að fyrirtækið sem maðurinn vann hjá hafi verið í vanskilum við tryggingafyrirtækið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Ég veit að Sjóvá lagfærir þetta strax. Að vísu hefðu þeir ekki gert það nema af því þetta verður opinbert enda hafa þeir haft langan tíma til að láta þetta fórnarlamb slyss hafa það sem því ber. En það hafa þeir ekki gert.

Ég er eiginlega gáttaður á þessari fráleitu reglu að fórnarlamb slyss sé látið greiða upp vanskil þriðja aðila og vinnuveitanda. Ég er líka gáttaður á að tryggingarfélagið mitt beiti sér með þessum hætti....sorglegt.

Ég man ekki eftir að hafa séð þá nefna þetta í öllum fallegu auglýsingunum um hversu frábærir þeir eru...


mbl.is Fær ekki bætur að fullu vegna vanskila atvinnurekanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á starfsmaðurinn að borga skuldir fyrirtækis sem hann vinnur hjá??? þvílíkt bull.Það þarf ekki merkilegan lögfræðing til að reka þetta ofan í kokið á sjóvá.Starfsmaðurinn getur aldrei verið ábyrgur nema að hann hafi skrifað undir sem ábyrgðarmaður

Casado (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 19:35

2 identicon

það er nú vitað mál að tryggingarfélögin ganga eins langt og þau geta í því að þurfa ekki að greiða bætur til tjónþola, en þetta er einum of langt gengið, sérstaklega þegar sama fyrirtæki fékk ríkisstyrk vegna þjófnaðar eigandanna á tryggingarbótasjóð fyrirtækisins. Ætla mætti að hægt væri að fara í vasa þeirra eiganda og láta þá skila stolnu fjármununum, en sennilega er lögreglan vanmáttug gegn slíkum þjófnaði eða fyrrverandi eigendur eru of miklir tengiliðir við stjórnmálaflokkana og eru þannig sjálfkrafa stikkfrí við lögsóknir. Manni finnst stjórnmálatengsl æði oft fría menn frá lögum þessa lands, sérstaklega ef um stórþjófnað er að ræða.

Sigurgeir Árnason. (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 21:12

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

þetta er ekkert merkilegt. Nóg að vita að þetta er íslenskt tryggingarfélag og það er alveg nóg sönnun fyrir að svona er alveg eðlilegt...

Óskar Arnórsson, 2.1.2011 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband