30.11.2010 | 16:41
Einsleitur hópur þekktra einstaklinga af höfuðborgarsvæðinu.
Landskjörstjórn hefur tilkynnt hvaða 25 einstaklingar voru kjörnir á stjórnlagaþing. Alls greiddi 83.531 atkvæði eða 35,9%, ógild atkvæði voru 1196 eða 1,4%. Ekki kom til þess, að beita þyrfti lagaákvæðum til að jafna kynjahlutfall kjörinna fulltrúa.
Hér sjáum við svart á hvítu hvaða úrreið landsbyggðin fengi ef landið væri eitt kjördæmi. Sýnist í fljótu bragði að hér séu þrír af landsbyggðinni.
Annars er þetta einsleitur hópur einstaklinga sem hafa verið í sviðsljósinu af ýmsum ástæðum og hinn almenni frambjóðandi sem hafði aðeins það eitt að bjóða að vera venjulegur íslendingur átti ekki nokkurn séns.
Niðurstaðan er því hnotskurn.. einsleitur hópur þekktra einstaklinga af höfuðborgarsvæðinu... með örfáum undantekningum.
25 kjörin á stjórnlagaþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr, heyr ...
Karl Gauti Hjaltason, 30.11.2010 kl. 16:46
Ég held nú að flestiir hafi kosið á öðrum forsendum en um hvort um höfuðborgar- eða landsbyggðarfólk sé að ræða.
Púkinn, 30.11.2010 kl. 16:53
hvað kemur búseta þessu við ?
Óskar Þorkelsson, 30.11.2010 kl. 16:58
Engan veginn hægt að bera saman epli og appelsínur, félagi. Ljóst var strax af kosningaþátttöku hvernig þingfulltrúar skiptust. Þitt hlutverk verður að þroska kosningavitund Akureyringa. kv gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 17:02
Óskar, ekki annað en það, að þetta sýnir hvað er í vændum ef landið verður gert að einu kjördæmi. Reykjavík ræður allri röðun á lista. Rödd landsbyggðarinnar verður kæfð. Þaðan koma peningarnir til að reka borgina að stórum hluta, hvort sem okkur landsbyggðarmönnum líkar það betur eða verr. Veit að þér er það mjög þóknanlegt, enda löngu fúinn land.
Benedikt V. Warén, 30.11.2010 kl. 17:11
Sama hvað verður sagt eða reynt..niðurstaðan eru 25 einstaklingar sem eru þekktir vegna þess að þeir hafa verið áberandi í fjölmiðlum... og ef mönnum finnst í lagi að þeir komi af Lækjartorgi og næsta nágrenni þá er það þeirra skoðun.
Jón Ingi Cæsarsson, 30.11.2010 kl. 17:12
Voðalega er þetta fáranleg umræða fullorðins fólks. Ég er Reykvíkingur en meirihluti þeirra sem ég kaus var fólk af landsbyggðinni.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 18:30
Ég kaus einstaklinga, mér er nákvæmlega sama hvar þeir búa. Ég telst vera landsbyggðarmaður. Og að segja að rödd landsbyggðarinnar verði kæfð?. Ef landið verður að einu kjördæmi þá raða flokkar líklega á lista?.. Eða hvað. Verður þá þess ekki gætt að jafnræði ríki?. Eða eigum við bara að dæma þetta allt ómögulegt og ömurlegt í fánýtri neikvæðni?.
Reynir Stefánsson (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.