Þeir sem ekki tóku þátt .. vilja ekki borga.

 

 Um 43% Íslendinga eru andvígir almennri skuldaniðurfellingu, en þriðjungur er fylgjandi því að lífeyrissjóðir taki þátt í niðurfellingu húsnæðisskulda þó það leiði til þess að lífeyrisgreiðslur kunni að skerðast. Þetta er niðurstaða úr könnun Miðlunar ehf. um lífeyrismál sem birt er á vefsíðu Landssamtaka lífeyrissjóða.

Kemur ekki á óvart. Eðlilegt að þeir sem ekki lentu í vanda vegna fjárfestinga hafi á því fyrirvara að taka þátt í að greiða fyrir aðra í gegnum skattana sína.
Flöt skuldaniðurfelling er dautt mál. Í reynd væri það afar ósanngjörn leið að sækja fé til þeirra sem hvergi fjárfestu og tóku ekki þátt í fjárfestingum og þennslu áranna fram til 2008.
Einhvernveginn hafa sumir stjórnmálamenn ástundað þann málflutning að láta sem flöt skuldaniðurfelling væri svona barbabrella þar sem skuldirnar hyrfu eins og dögg fyrir sólu.
En auðvitað er það ekki þannig...þessar greiðslur væru sóttar í gegnum skatta landsmanna næstu árin og þar liggur óréttlæti þess að fara í þetta flatt burtséð frá sögu og aðdraganda.
Þetta verður að nálgast handvirkt fyrir hvern og einn og hjálpa þeim sem hægt er að hjálpa, en láta þá eiga sig sem ekki þurfa á því að halda.


mbl.is 43% á móti almennri skuldaniðurfellingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Hárrétt athugað. Ég greiddi í tuttugu ár í lífeyrissjóð en bý nú erlendis og kem líklega til með að gera það framvegis. Nú þegar hefur minn væntanlegi lífeyrir rýrnað um kannske 40-50% vegna falls krónunar og ég er lítt hrifin af því að lífeyrissjóðirnir séu rýrðir enn frekar með því að nota þá sem viðlagasjóði til þess að bjarga skuldugum Íslendingum og fyrirtækjum (sbr. Framtakssjóðs-hneykslið).

Jón Bragi Sigurðsson, 30.11.2010 kl. 13:36

2 identicon

Gott að lífeyrissjóðirnir hugsi um hag skjólstæðinga sinna áður en í fjárfestingar er farið.

Verst að sama hugsun skuli ekki hafa verið iðkuð <2008.

Í gamla daga virtist hagur eigenda sjóðanna ekki vera eins þýðingamikill í augum og verkum þeirra sem sjóðunum stýra/stýrðu !

Kannski að ókeypis laxveiði eða ferðalög CEO sjóðanna hafi í raun stýrt fjárfestingunum frekar en umhyggja þeirra gagnvart hag félaga sinna ?? Kannski að tap sjóðanna sé að finna þar.

Samt það eitt að minnihluti aðspurðra hafi svarað neitandi gagnvart jafn leiðandi spurningu og: ert þú til í að tapa lífeyrisgreiðslum þínum ef sjóðirnir afskrifa hluta lánasafna sinna..

En þú sem "jafnaðarmaður", líkt og aðrir "jafnaðarmenn", átt eflaust erfitt með að greina rauða þráðinn í þessari niðurstöðu og túlkar útkomuna líkt og "jafnaðarmenn" ætíð gera...sumir eru nefnilega jafnari en aðrir.

Þið hafið verið vegnir og léttvægir fundnir, skömm ykkar er stór.. mjög stór !!

runar (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 812346

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband