16.9.2010 | 13:08
Aumingjaleg afgreiðsla skipulagsnefndar.
"Skipulagsnefnd Akureyrar samþykkti í dag, að falla frá auglýstri tillögu að deiliskipulagi fyrir svonefndan Drottningarbrautarreit. Nefndin samþykkti jafnframt að láta vinna heilstæða tillögu að deiliskipulagi fyrir reit sem afmarkast af Kaupvangsstræti Hafnarstræti Drottningarbraut - Austurbrú."
Skipulagsnefnd Akureyrar gerði ekkert annað en snúa klukkunni aftur um nokkur ár. Það liggur fyrir nánast fullmótuð tillaga um þennan reit en í vor ákvað skipulagsnefnd að setja þá vinnu á hold vegna hrunsins og þess að fyrirtækið sem hafði fengið vilyrði fyrir uppbyggingu þar fyrir mörgum árum varð gjaldþrota.
Syðsti hluti þessa reits sunnan og austan við Umferðarmiðstöðina truflar lítið þau áform og ljóst er miðað við efnahagsástand og horfur verður ekkert gert þarna næstu árin.
Að taka að dagskrá deiliskipulag sem auglýst var hefur tvennt í för með sér. Fyrirtæki sem sótti um lausa lóð á þessum stað í góðri trú er gefið á kjaftinn. Þarna hefur verið skilgreind lóð fyrir atvinnustarfssemi frá 1982. Bensínstöðin umdeilda er bensíntankar BSO bílastöðvar sem átti að fá þarna reit rétt við Umferðamiðstöðina en þeir þurfa að hverfa á braut með hús og starfssemi þegar Miðbæjarskipulagið fer að virka. Núverandi bæjaryfirvöld hafa engin svör til þessara fyrirtækja...aðeins slegið á hendurnar á þeim með dónaskap.
Ég hef eiginlega furðað mig á umræðunni sem við höfum boðið áhugasömum fyrirtækjum upp á. Allt of margir hafa talað niðrandi um kjúklingabita, svo ekki sé talað um ameríska kjúklingabita..það er eitthvað sem er of ófínt fyrir suma snobbaða menningarvita. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að hafa á orði að slík starfssemi eigi aðeins heima í iðnaðar eða úthverfum. Sorglegir fordómar. Bensínstöðvar eru líka af hinu illa.
En skipulagsyfirvöldum er hreinlega bannað að taka samkeppnishamlandi ákvarðanir svo þessi umræða er út í hött að ætlast til að stjórna slíku í gegnum skipulag.
Rúmlega 1.800 einstaklingar skrifuðu undir lista gegn þessum deiliskipulagi, mest í gegnum netundirskriftir. Gögnin sem þar voru notuð við kynningu voru röng og villandi og ég rak mig á fjölda fólks sem stóð í þeirri meiningu að þetta ætti við svæðið neðan við Samkomuhúsið. Ekki undarlegt þvi þessar teikningar sem birtar voru hreinlega lugu staðreyndum þegar byggingarrreitur fyrir hús norðan bensíntankanna tveggja var merktu sem BENSÍNSTÖÐ. Það voru 11.000 kosningabærir Akureyringar sem ekki skrifuðu undir þessa lista...en L-listinn heyrir bara í þeim sem hæst hafa, hinn þögli meirihluti á ekki rétt hjá populistunum í Lista fólksins.
Afgreiðsla skipulagsnefndar var hvorki fugl né fiskur og er ekkert annað en flótti frá því að taka afstöðu og taka ákvörðun...lofar ekki góðu fyrir framhaldið. Varaformaður nefndarinnar er líklega búinn að gleyma að hann átti fullan þátt í að leggja til að auglýsa þessa tillögu sem nú er blásin af, sem nefndarmaður á vegum L-lista á síðasta kjörtímabili.
Fallið frá tillögu um Drottningarbrautarreit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flóttamannalistinn L listinn flýr frá enn einu málinu með skömm.. Ef maður hafnar tillögum á maður að hafa svör fyrir þá spyrja um framhaldið...en kannski vilja menn viðhalda doða og framtaksleysi með að þvælast fyrir sem flestum málum af því þau standa ekki upp á geð lítils minnihluta.
Jón Ingi Cæsarsson, 16.9.2010 kl. 13:16
Viðhorfin sem lýsa sér í pistlinum hjá þér sýna glögglega hvers vegna þú skíttapaðir síðustu kosningum, svo að lengi verður í minnum haft.
Það var hins vegar fróðlegt að fá að vita að þú áttir þessa arfavitlausu hugmynd.
L-listinn stendur hins vegar undir að vera listi fólksins. Sýndu að þeir hafa tilfinningu fyrir sögu og ímynd bæjarins.
Og hlustuðu á fólkið...
Kjúklingur (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 17:48
Kjúklingur... var ekki í framboði..þannig að ekkert tap hjá mér ;-) Þessi lóð hefur verið þarna í 30 ár og lítil hugmynd að benda viðkomandi á það.
Jón Ingi Cæsarsson, 16.9.2010 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.