Skipulagsnefnd og L-listi til skammar.

 

Ég bloggaði um þetta mál fyrr í dag.

http://joningic.blog.is/blog/joningic/entry/1095679/

Ég hafði frumkvæði að því að benda Helga á lóð sem lengi hafði verið ónotuð við hlið Umferðarmiðstöðarinnar alveg syðst á Drottningarbrautarreit. Þar hafði þessi lóð verið ónotuð frá 1982 þegar hún var skilgreind þar í skipulagi. Lengst af var hún notuð sem rútubílageymsla fyrir SBA og heldur óhrjáleg.

Þess skal getið að þessi lóð varð til við uppfyllingu þegar Drottningarbrautin var lögð á uppfyllingu nokkra tugi metra frá landi. Svæðið á milli Drottningarbrautarinnar og bakhliða húsanna við Hafnarstræti hefur þjónað sem malbikað bílastæði síðan þá.

Norðan þessar lóðar var skilgreind önnur sem ætluð var að leysa það þegar BSO væri gert að víkja úr miðbænum vegna skipulags og með með áttu að flytjast eldsneytistankar sem fylgja þeirri starfssemi.

Nú hefur umræðan þróast með ótrúlegum hætti þar sem bensínstöðvar og kjúklingabitar væru ósamboðin Akureyri og Akureyringum og slíka starfssemi bæri að fela eins og óhreinu börnin hennar Evu. Hallærisleg og forpokuð umræða.

Nú hefur L-listinn blásið af þessa tillögu og sýnir með því fádæma hugleysi og hugmyndafátækt. Eftir stendur að þeir eru þar með að svíkja þessi fyrirtæki þar sem ekkert nothæft kemur frá þeim um úrlausn þeirra mála.

Akureyri fær með þessu áframhaldi á sig þann stimpil að þar búi þröngsýn og gamaldags bæjaryfirvöld sem hlaupa í felur ef taka þarf umdeildar ákvarðanir.  Í skipulagsmálum eru sjaldan allir sammála og ef bæjaryfirvöld ætla að hlaupa frá öllum ákvörðunum sem ekki er sátt um og þóknast þeim sem hæst hafa hverju sinni eru það ónýt stjórnvöld.

L- listanum hefur tekist á ótrúlega skömmum tíma að gera þrenn stórmistök. Það er að ákveða hjúkrunarheimili á Vestursíðusvæði og slátra þar með bestu hugsanlegu staðsetningu fyrir leikskóla hverfisins til framtíðar og bestu íbúðasvæðum fyrir fjölskyldufólk næst Síðuskóla. Síðan tókst þeim með miklum ósóma að færa Akureyri í aftasta sæti með að slátra flokkun úrgangs við heimahús og að lokum sína þeir okkur þá hlið að þeir eru populistar af guðs náð með að hlaupa blint eftir þeim sem hæst hafa þó svo allir viti og sjái að það eru ekki nema rúmlega 10% íbúa.

Með þessu sýna þeir okkur að þeir eru ekki menn til að takast á við erfið verkefni og það er erfitt að stjórna sveitarfélagi svo vel fari. Þeir sína fyrirtækjum sem hingað vilja koma dónaskap og skilja þau eftir í lausu lofti með hentistefnu og hugleysi.


mbl.is Tíu ár frá fyrstu umsókn KFC á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta er bara einsog flest annað þarna fyrir norðan.. frekar óskipulagt og handahófskennt

Óskar Þorkelsson, 17.9.2010 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband