Borgarstjórinn... er hann dónakall og perri ?

 

Jón segist í viðtali við Mbl sjónvarp ekki sjá eftir ummælunum, þau hafi verið slitin úr samhengi auk þess sem hann sé og verði alltaf óviðeigandi.

Það datt einhverjum í hug að Jón Gnarr myndi biðjast afsökunar á ummælum sínum. Það er öðru nær, hann forherðist eins og sjá má á textanum hér að ofan og eru höfð eftir borgarstjóranum svokallaða.

Reykjavík er höfuðborgin mín og ég vil vera stoltur af henni. Mér finnst ekkert gaman að í höfuðborginni minni sé borgarstjóri sem segist vera óviðeigandi og lætur hafa eftir sér ummæli í erlendum fjölmiðlum sem benda til þess að hann sé perri...nema þessi ummæli séu bara grín. En hver veit það þegar þessi svokallaði borgarstjóri lætur gamminn geysa ?

Ég spyr því enn og aftur..ætlar Samfylkingin í Reykjavík að halda þessum manni í borgarstjórastól þegar reikna má með einhverri leiðindauppákomu nánast vikulega ?

Þeir mega ekki gleyma því að þetta er höfuðborgin okkar allra og borgarstjórinn á því skyldur við fleiri en Reykvíkinga. Það er því góðlátleg bón mín og vafalaust fleiri að borgarstjórinn okkar allra hagi sér við hæfi og hætti að láta eins og fífl..svo ekki sé talað um annað og verra.


mbl.is „Ég er og verð óviðeigandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

- hvað? - viltu að hann hagi sér eins og ráðherrar og þingmenn?

Vilborg Eggertsdóttir, 9.9.2010 kl. 16:47

2 identicon

Hann var kosinn!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!?????????????????????????????????????????????? Ekki satt?

Agla (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 16:49

3 Smámynd: Páll Ingi Pálsson

Ég kaus Jón og vil hafa hann eins og hann er, hann er því að uppfylla skyldur sínur gagnvart kjósenda sínum.

Merkilegt hvað miðaldra pólitískir moggabloggskarlmenn hafa á móti Jóni sem persónu. Afhverju má borgarstjóri ekki vera stundum óviðeigandi? Ég er orðinn hundleiður á að steríótýpa stjórnmálamenn sem einhverja yfirstétt sem skal uppfylla einhver hegðunarskilyrði sem hentar miðaldra hægri"jafnaðar" karlmönnum og feminískum komúnistum.

Stjórnmálamenn eru fulltrúar almennings og eiga fullan rétt á að haga sér eins og hinn almenni borgari, ef þér líkar illa við þá kýstu bara einhvern sem uppfyllir nægilega snobbaða hegðun fyrir þig.

Páll Ingi Pálsson, 9.9.2010 kl. 16:55

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Á meðan Jóhanna Sigurðardóttir situr í skjóli Samfylkingarinnar, ættu menn ekki að hafa stórar áhyggjur af setu Jóns Gnarr í Reykjavík.  Hann kemur þó til dyranna eins og hann er klæddur, - ennþá.  Loforðin eru fá og efndir litlar, en Samfylkingin hefur það öðruvísi, - lofa miklu en efna lítið.

Benedikt V. Warén, 9.9.2010 kl. 16:58

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Við verðum víst að fyrirgefa honum..eða hvað...honum er ekki sjálfrátt samkvæmt þessum línum hér að neðan og birtust á pressan.is. Reyndar var hann ekki kosinn bogarstjóri eins og hann segir heldur situr hann sem slíkur í skjóli og atkvæðum Samfylkingarinnar.

____________________ 

Ég er ekki að segja að þetta sé eitthvað sem ég geri, alls ekki. Svo er ég með Tourette.* Það skiptir einhverju máli, er það ekki?

*) Tourette heilkenni stafar af boðefnamisflæði í miðtaugakerfi heilans. Sýnileg einkenni eru ýmiss konar ósjálfráðar hreyfingar og ósjálfráð hljóð, þ.e.a.s. margskonar „kækir“. [Heimild: doktor.is]

Jón Gnarr viðurkennir að hann segi og geri af og til hluti sem þykja óviðeigandi.

Óviðeigandi kannski sem borgarstjóri í Reykjavík en ég er með Tourette, með athyglisbrest, og ég get ekki breytt því ég. Ég er sá sem ég er. Þess vegna var ég kosinn sem borgarstjóri af einhverjum ástæðum.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.9.2010 kl. 17:39

6 identicon

Fyrirgefiið, 

Hvað með háttvirtan fjármálaráðherra?  eru hans orð til eftirbreytni á Alþingi´ hvað sagði hann um Þór Sari þingmann og Davíð Oddson á sínum tíma?  Þetta Alþingi okkar Íslendinga  er og hefur oft í gegnum tíðina verið notað sem  uppistand grínara, vísnasöngvara ofl ofl.  Hvar úr glerhúsinu eigum við að byrja.   Mannsal, vændi og klám eru viðurstyggileg mál oft á tíðum og mikið rétt:auðvitað hefði Jóni Gnarr átt að vera kannski ljóst að manneskja í hans stöðu grínist ekki með svoleiðis mál en ég á frekar von á að hann læri af þessu en það er meira en oft verður sagt um ýmsa aðra ráðamenn sem virðast misstíga sig ítrekað í orðum..... og virðast komast upp með það ( Steingrímur, Össur, Árni Johnsen og nú síðast Þórunn ráðherra!)  

Guðrún (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 20:37

7 Smámynd: Benedikta E

Páll Ingi - Borgarstjórnarfundum er útvarpað á þriðjudögum -beint á 99,8 - Ég skora á þig að fylgjast með hvað fer fram á þessum fundum.

Svo er líka hægt að fara á pallana í Ráðhúsinu þegar borgarstjórnar fundir standa yfir og fylgjast með - sjá og heyra.

Þá geturðu metið hvað þú færð fyrir atkvæðið þitt.

Benedikta E, 9.9.2010 kl. 22:31

8 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Jón Gnarr á að vera hann sjálfur í gegnum þykkt og þunnt. Það vissu allir sem hann kusu hvernig hann er og vonandi verður. Óútreiknanlegur en góðviljaður. Þetta er pönkari og á að fá að vera það í friði fyrir okkur smáborgurunum.

Maður getur spurt sig reyndar að hvort maður sem er þvílík spegilmynd af sjálfsímynd þorra þjóðarinnar og hefur sérhæft sig í að soga til sín alla okkar meinlegust lesti og bresti þá er það varla honum að kenna að okkur líkar ekki það sem við sjáum. Hann er Breiðholtið í 101 einsog Björk er það á heimsvísu. Hann er og verður óviðeigandi. Meira að segja Breiðhyltingum finnst hann óviðeigandi. Mín afstaða sem Akureyrings að uppeldi finnst hann frábær og um leið brothættur. Ég vil ganga varlega í kringum Jón Gnarr. Ber virðingu fyrir honum.

Gísli Ingvarsson, 10.9.2010 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband