L-listinn brást Akureyri og Akureyringum.

 

Bæjarstjórn Akureyrar hefur ákveðið að gera breytingar á sorphirðu í bæjarfélaginu. Sett verða tvö sorpílát við hvert hús, annað fyrir óflokkað sorp og hitt fyrir lífrænan eldhúshluta.  Íbúum er síðan gert að fara með endurvinnanlega hluta á grenndarstöðvar.

Með þessari ákvörðun dró L-listinn til baka ákvörðun sem hefði sett Akureyri í fremstu röð sveitarfélaga. Víða hafa úrgangsmál verið tekin þeim tökum að tunna fyrir endurvinnanlegt er staðsett við heimahús til að tryggja hámarksflokkun og til að veita bæjarbúum bestu þjónustu. Þeir sem vilja hafa möguleika að flokka heima verða því að kaupa þá viðbótarþjónustu af fyrirtækinu þannig að þau heimili sitja uppi með ígildi tvöfalds sorphirðugjalds. Þessi gjörningur L- listans eru því bein atlaga að heimilum bæjarins varðandi þjónustu og kostnað.

Nú hefur L-listinn eyðilagt þessi áform með að gengisfella ákvörðun fyrri meirihluta, í bastarð sem mun litlu skila þegar horft er til heildarárangurs. Auk þessa er tunna sú sem boðið verður uppá með litlu íláti fyrir lífrænt og tekur sá dallur góðan hluta af þessari einu tunnu, sem L-listinn vill kalla tvær. Rúm fyrir heimilisúrgang án flokkunar er því verulega minni en var í gamla kerfinu því lífræni dallurinn tekur verulegt pláss af tunnunni. Síðan eru íbúar sendir út á gámavöll með restina eða þurfa að kaupa viðbótartunnu af sama fyrirtæki og hirðir fyrir 15.000 krónur á ári.

Þessi gjörningur lista fólksins sýnir furðulega skammsýni og ótrúlegt skilningleysi á verkefninu til framtíðar séð.  Það er áhyggjuefni að fólk sem kjörið er til starfa fyrir bæjarfélag skuli ekki skilja málið þrátt fyrir að allir sem þekkingu hafa á þessum málum hafi lagt í það mikla vinnu að útskýra þessi mál fyrir L- lista fólksins.

Hvað veldur síðan þessum gjörningi er umhugsunarefni og ég hef fyrir því nokkur rök að þarna gangi Oddur og félagar erinda þess fyrirtækis sem bauð í verkið og treysti sér síðan ekki til að uppfylla kröfur um flokkun og frágang endurvinnanlegs úrgangs. L- listi fólksins hefur því valið þá leið að hygla öðrum í stað þess að veita Akureyringum og Akureyri þá bestu og fullkomnustu þjónustu sem í boði er í þessum málaflokki.

L- listinn hefur gjaldfellt Akureyri í umhverfismálum og hefur eyðilagt vinnu fyrri meirihluta í þessum málaflokki og Framsóknarflokkurinn hljópst frá fyrri stefnu og sveik fyrri stefnu þar sem hann studdi eindregið áform fyrri meirihluta á fyrra kjörtímabili.

http://www.facebook.com/#!/pages/Eg-vil-frekar-endurvinnslutunnu-en-grenndargama/102311466495370?ref=ts

Fésbók um málið...endilega mæta og láta í ljós skoðanir.

 


mbl.is Breytingar á sorphirðu á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Mafían er ávallt í sorphirðubransanum og því er gleðilegt að Akureyri skuli áfram vilja vera á sínum stað. Marcosfjölskyldan sér til þess. Mér þætti sniðugt  ef skuldagraf færi líka upp við Ráðhúsið nú þegar skuldakóngur er orðin bæjarstjóri þannig að bæjarbúar sæju skuldirnar aukast í rauntíma. Áfram Akureyringar, þið eigið leikinn.

Einar Guðjónsson, 10.9.2010 kl. 12:48

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Nú er að sjá hvort L-listinn á Akureyri bregst svo mikið að hann fái sömu alsherjarraskellinguna og Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin fengu í kosningunum í vor, en sú flenging mun vera sú mesta sem sést hefur á Íslandi frá landnámstíð.

Jóhannes Ragnarsson, 10.9.2010 kl. 13:04

3 identicon

Jón,

Þú segir að í boði sé að "...kaupa viðbótartunnu af sama fyrirtæki og hirðir fyrir 15.000 krónur á ári."

Ég er með endurvinnslutunnu frá fyrirtæki sem heitir Íslenska Gámafélagið, þjónustuaðili fyrir það félag á Akureyri heitir Gámafélag Norðurlands. Gjaldið er 950 kr á mánuði (sem gera 11.400 kr á ári, nánari upplýsingar á www.gamur.is). Þetta er ekki sami aðili og ákveðið hefur verið um að semja við um sorphirðuna hérna í bænum sem er Gámaþjónustua Norðurlands.

Værir þú til í að deila með okkur hversu miklu munaði á verði leiðar B og leiðar A? Er það rétt sem ég heyrði að það séu 300 kr. á mánuði per íbúð (og innheimtist með sorphirðugjaldi)? Það væri eðlilegt að nefna það í þessari umræðu svo við sem ekki þekkjum til upphæðanna getum tekið upplýsta afstöðu til ákvarðana fyrri og núverandi meirihluta.

Ég vil taka það fram að ég er almennt sammála þér um að Akureyringar eiga að sjá sóma sinn í því að sýna metnað í flokkun og umhverfisvænni meðferð sorps, en ekki á hvaða verði sem er.

Það væri svo mjög gaman að heyra meira um þessar ásakanir þínar um að Oddur gangi erinda verktakans, ég hef alltaf svolítið gaman að svona sögum.

Jens Gíslason (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 13:54

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jóhannes...það fengu allir flokkar á Akureyri rassskell hvort sem var meiri eða minnihluti. Sjálfstæðisflokkur tapaði þremur og fengu einn..það minnsta frá upphafi vega. Samfylking fór niður í einn eins og var 2002-2006. Framsókn er með einn..og minnsta fylgi frá upphafi og VG tapaði öðrum sínu fulltrúa og fóru í einn eins og var 2002-2006.  L-listinn er leiddur af manni sem nánast var rekinn úr Framsóknarflokknum og Listinn ekki ósvipaður gömlu Framsókn í útliti og áherslum...bara svo ég fræði þið aðeins

Jón Ingi Cæsarsson, 10.9.2010 kl. 13:57

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þakka þér Jens.. ég reikna með að þú sért að upplýsa um verð ekki með virðisaukaskatti ? ég var með tunnu frá Gámaþjónustu Norðurlands og hún kostaði það sem þú nefnir + vaskur...Heildargjald í 12 mánuði um 15.000 á ári.

Ég er hér með afrit af bréfi sem skrifað var til formanns Framkvæmdaráðs ( Odds ) og þar er þess nánast krafist að hann ógildi ákvörðun fyrri bæjarstjórnar og Oddur tekur þann pól að leggjast flatur fyrir því bréfi frekar en hlusta á verkfræðistofuna Eflu sem reiknað þetta út og setti upp áætlanir sem sýndu svart á hvítu að þegar allt er tekið inni í myndina..urðun..flutningur..og fleira í átta ár skilar þessi A leið ódýrari niðurstöðu sem helgast af því að kostaður við urðun og akstur er milljónatugum lægri vegna minna magns sem helgast af því að flokkun við heimahús skilar miklu betri árangri en þegar fólk er skikkað á gámastöðvar með sinn úrgang.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.9.2010 kl. 14:08

6 identicon

Nei ég held að þetta verð sé með vsk. En ég sé að þetta er rétt hjá þér að tunnan kostar 1250 kr. með vsk hjá Gámaþjónustunni.

Þetta er auðvitað grafalvarlegur skandall ef verið er að velja bæði dýrari leið og minni þjónustu! Heldurðu að Gámaþjónustan hefði fallið frá tilboði sínu í leið A? Manstu hvað munaði miklu á næstlægsta boði í leið A? Var einhver tilboðstrygging?

Jens (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 14:20

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Nei ég man það ekki en auðvelt að fá þær upplýsingar hjá Akureyrarbæ. Þetta mál var búið að afgreiða og ganga frá en L-listinn ógilti þá afgreiðslu.  Meira að segja Framsóknarflokkurinn studdi það þá en kaus að taka enga afstöðu núna.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.9.2010 kl. 14:34

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Afgreiðsla bæjarráðs frá 20 maí 2010 

8.          Sorpmál - útboð 2010
2010020076
2. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 17. maí 2010:
2. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 6. maí 2010:
Í ljósi nýrra upplýsinga vísar bæjarráð málinu aftur til framkvæmdaráðs. Lagt fram minnisblað frá Eflu hf dags 9. maí 2010 um mat á Leið A og Leið B í sorphirðu í Akureyrarkaupstað fyrir lægsta tilboð. Matið er tvíþætt, annars vegar er um að ræða mat á kostnaði tilboða og hins vegar um mat á umhverfislegum ávinningi mismunandi leiða.
Gunnar Svavarsson frá Verkfræðistofunni Eflu hf var í símasambandi við fundinn og fór yfir minnisblað vegna kostnaðar. Sveinn Hannesson og Elías Guðmundsson frá Gámaþjónustu Norðurlands ehf voru í símasambandi við fundinn og kynntu þeir sín sjónarmið.
Framkvæmdaráð þakkar Gunnari, Sveini og Elíasi fyrir þeirra upplýsingar.
Framkvæmdaráð staðfestir fyrri ákvörðun sína um samþykki á þriggja íláta leið Gámaþjónustu Norðurlands ehf.
Deildarstjóri framkvæmdadeildar, Helgi Már Pálsson, sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meiri hluti bæjarráðs samþykkir að ganga til samninga við Gámaþjónustu Norðurlands ehf á á grundvelli tilboðsins á leið A.
Deildarstjóra framkvæmdadeildar og bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla.
Víðir Benediktsson greiddi atkvæði gegn afgreiðslunni.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.9.2010 kl. 14:37

9 Smámynd: Páll Jóhannesson

Varðandi gjaldið - þegar ég sagði upp mínum samningi við Gámaþjónustu norðurlands í ágúst sl. greiddi ég tæplega 1.200 kr. pr. mánuð.

Páll Jóhannesson, 10.9.2010 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 818076

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband