Nánast ekkert nýtt í skipulagsmálakafla L - lista.

Ég skannaði kosningastefnumál L lista mér til fróðleiks en það hafði ég ekki gert fram að þessu. Ég verð að segja að þar er ekki mikið um nýmæli eða að örli á einhverri stefnubreytingu þegar á heildina er litið. Það á greinilega að keyra á stefnu fyrri meirihluta og ljúka málum sem flest eru langt komin.

Ekkert er pælst í skipulagsmálum bæjarins til lengri tíma og eina málið sem er nýtt á þessum lista er hugmynd um ylströnd í Sílabás, á milli Becrómalverksmiðjunnar í Krossanesi og Skophreinsistöðvarinnar væntanlegu í Sandgerðisbót. Það er ljóst að þörf er á að minnihlutinn í bæjarstjórn og nefndum verður að leggja fram aukna hugmyndavinnu í þessum málaflokki því hinn hreini meirihluti L -lista virðist ekki leggja þar mikið til.

Svona lítur þetta út ... svart er kosningastefnuskrá L - lista en rautt eru upplýsingar mínar á stöðu mála og punktar til fróðleiks.

 Skipulagsmál.

Leiðir:

  • Öflug uppbygging miðbæjarins án síkis
  • Deiliskipulag í samræmi við aðalskipulag, verðlaunatillögu frá 2005 og íbúaþing 2004 liggur fyrir í athugasemdaferli. Síki eða ekki síki er útfærslupæling og er eðlilegt að sleppa sem slíku liggi til þess vilji. L - listinn gengur því að vinnu síðustu ára vísri og ekkert í þessum punkti er nýtt í stöðunni.
  • Dalsbrautin verði lögð, þannig að góð tenging verði við Naustahverfi. Hún verði lögð í lokuðum stokk þar sem þurfa þykir til að tryggja umferðaröryggi
  • Fyrir liggur ný niðurstaða um að Dalsbrautar sé ekki þörf í bili, þó lagt til að hún verið lögð. Fráfarandi skipulagsnefnd var með á hugmyndastigi tengingu í Dalsbrautarstæði þar sem gert væri ráð fyrir rólegri 30 km götu enda ekki þörf á öðru. Umferð verður aldrei mikil á væntalegri Dalsbraut samkvæmt spám færustu sérfræðinga.  Stokkur kostar meira en milljón á metran þannig að ef þessi hugmynd um stokk á þessu svæði ætti að ganga eftir mundi hann kosta yfir hálfan milljarð eða sem nemur þremur síkjum í Miðbænum svo eitthvað sé dregið fram til samanburðar. Slíkt væri skelfileg sóun á fjármunum bæjarsjóðs og íbúa bæjarins.
  • Aðstoða og hvetja til endurgerðar gamalla bygginga og bæjarhluta í gömlum heildrænum stíl
  • Gott mál og nú er unnið að heildardeiliskipulagi Innbæjar með verndun í huga. Gott ef L listinn vildi halda því máli áfram.
  • Hin sögufræga Torfunesbryggja fái þann sess í miðbænum sem hún á skilið
  • Glæsileg úfærsla á endurbyggðri Torfunefsbryggju er í miðbæjartillögunni sem er á lokastigi.
  • Deiliskipulag Oddeyrar neðan Hjalteyrargötu verði klárað
  • Ekkert deiliskipulag er í vinnslu neðan Hjalteyrargötu. Ég stýrði vinnuhópi sem lagði fram tillögur um málsmeðferð á Tanganum og vonandi stendur L - listinn við að halda þeirri vinnu áfram. Næsta skref er eimitt að hefja slíka vinnu.
  • Ylströnd við Sílabás
  • Nokkir tugir metra eru í útrás væntanlegrar hreinsistöðvar fyrir skolp í Sandgerðisbót að Sílabási. Hætt er við að heilbrigðisyfirvöld vildu skoða þessa hugmynd áður en hún gæti orðið að veruleika
  • Göngu- og hjólastígar innan bæjarlandsins frá Kjarnaskógi að Krossanesborgum
  • Skipulag stíga liggur fyrir. Göngustígar eru komnir að Krossanesborgum utan stuttur spölur við Hörgárbraut hjá Sjónarhól. Þarf þarf að leysa mál vegna einkalóðar sem sker leiðina. Nauðsynlegt er að klára stíg að Kjarnaskógi samkvæmt stígaskipulagi sem lokið var við á síðasta kjörtímabili.
  • Nýtt deiliskipulag fyrir Hlíðarfjall og Glerárdal
  • Deiliskipulag fyrir Hlíðarfjall á lokastigi. Verið að vinna gróðurkort fyrir Glerárdal sem fyrsta skerf í deiliskipulagningu dalsins. Vinna við þetta heldur vonandi áfram.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband