Jæja...ætli ég þurfi að rukka SP eða senda þeir mér illa fengið fé ?

 

Á bílnum mínum hvíldi lítið gengistryggt lán þegar ég keypti hann. Það er nú uppgreitt.

Síðan í hruni hef ég greitt tugi þúsunda umfram vegna gengistryggingarinnar.

Nú er málið. Mun SP fjármögnun skila mér þessu ólöglega teknu greiðslum eða þarf ég að sækja þær sjálfur.

Einhver ???


mbl.is Gengistryggingin dæmd óheimil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, þessi viðbjóðslega ríkisstjórn "velferðar og jöfnuðar" mun setja lög til verndar fjármögnunarfyrirtækjunum, hún hefur gert allt til verndar þeim hingað til á meðan venjulegt fólk blæðir og hún mun gera þetta áfram.

Gummi (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 16:25

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eins og þú veist.. þá er Hæstiréttur æðsta vald hvað sem öllum ríkisstjórnum líður. Þetta er ólöglegt og það er endanleg niðurstaða.

Jón Ingi Cæsarsson, 16.6.2010 kl. 16:32

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hér sérð þú einn af glæpum Samfylkingarinnar. Hluti þjóðarinnar hefur verið með gengislán, og Samfylkingarsnúðarir hér á netinu hafa haldið uppi vörnum. Jón fáðu þér hauspoka og haltu þig innandyra. Glæpur ykkar er mikill.

Sigurður Þorsteinsson, 16.6.2010 kl. 16:39

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Sigurður, umrædd lög og umrædd framkvæmd var gerð í tíð ríkisstjórnar sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins. Farðu og skammaðu þá.

Annars óska ég íslendingum að vera komnir í hrun 2. Gangi öllum vel með það.

Jón Frímann Jónsson, 16.6.2010 kl. 16:47

5 Smámynd: Hermann

Er ekki yfirlögfræðingur SP giftur einhverri ráðherranum í okkar ríkisstjórn, mun hún ekki vernda sinn mann ?

Hermann, 16.6.2010 kl. 16:48

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigurður.. þetta er ótrúlega kjánalegt blogg... gullfiskaminnið er ekki fyndið.

Jón Ingi Cæsarsson, 16.6.2010 kl. 16:49

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Væri ekki ráð að þú skammist þín fyrir að reyna að falsa staðreyndir með vísvitandi ósannindum ?

Jón Ingi Cæsarsson, 16.6.2010 kl. 16:51

8 identicon

Til hamingu íslenskur almenningur.Hvað segir HEILÖG Jóhanna nú.

Gunnlaugur Hafstein Gíslason (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 16:53

9 Smámynd: Maelstrom

Ég myndi giska á að þetta séu tapaðir peningar hjá þér.   SP og Lýsing lýsa líklega yfir gjaldþroti strax í kjölfar þessa dóms.  Þeir sem ennþá skulda háar fjárhæðir hjá þessum fyrirtækjum geta uppreiknað sín lán og skulda þá eitthvað minna.

Þeir sem hafa greitt svo mikið af lánunum að þeir eigi nú kröfu á fyrirtækin þurfa að lýsa þeirri kröfu í þrotabúin og fá líklega lítið sem ekkert upp í þá kröfu.

Maelstrom, 16.6.2010 kl. 16:54

10 Smámynd: Sævar Einarsson

Hvað er verið að blanda pólitík í þetta ? halló ? öll ljós kveikt og eigandinn læstur úti ?

Sævar Einarsson, 16.6.2010 kl. 17:16

11 identicon

Sæl veriði...

 Ef þið lesið yfir dóm Hæstaréttar varðandi SP-Fjármögnun, þá sé ég ekki betur en að SP hafi unnið þetta mál. Umræddi lántakandi þarf að borga fjárhæð lánsins og málskostnað að upphæð 400.000.kr. SP virðist hafa geta sýnt fram á það að erlend lán var tekið til þess að lána lántakanda. Ef þetta er rétt þá sýnir það að fréttamenn séu ekki að lesa alla söguna. Annars skildi ég dóminn þannig en ég gæti hafa miskilið.

Bjarni (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 17:55

12 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Bjarni, þú ert að lesa dómsorð Héraðsdóms sem kemur á eftir dómsorði Hæstaréttar.

Munið bara öll að við endurreikning lánanna skal reikna dráttarvexti á ofgreiddar afborganir lánanna. Það eru verulegar fjárhæðir yfir nokkurra ára tímabil.

Erlingur Alfreð Jónsson, 16.6.2010 kl. 19:08

13 identicon

Hvað ert þú að væla Jón Frímann??

Hver borgar þína reikninga  ??

Settu þig í spor fjölskyldufólks, fólks sem vinnur fyrir sínu, fólk sem upplifir áratuga sparnað sinn horfinn, fólk sem sér fram á gistingu hjá ættingjum eða á götunni.

Það eru ekki allir sem nálgast miðjan aldur, þinn aldur Jón, sem búa barnlausir í leiguherbergi, grenjandi yfir getuleysi skuldsettra fjölskyldna !

Í dag upplifðu Íslendingar réttlæti, ekkert annað !!!

Ef þú ert ósáttur við það þá ertu tæpari en ég hef talið þig vera hingað til.

runar (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 19:12

14 Smámynd: Sævar Einarsson

Rúnar, ekki láta tröllið Jón Frímann Jónsson trolla í þér. Hann hefur örugglega aldrei þurft að dýfa hendinni í kalt vatn, er örugglega í fríu húsnæði hjá ma og pa og sér lífið í gegnum pappkassa. Ég hef unnið baki brotnu frá 10 ára aldri, verið í sveit, á sjó, unnið við að smíða, steypa, helluleggja og svo mæti lengi telja, fólk eins og Jón Frímann Jónsson ætti bara að hundskast til ESB lands og lifa á sósíalnum, við höfum ekkert að gera með svona pakk.

Sævar Einarsson, 16.6.2010 kl. 23:54

15 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég ætla rétt að vona að menn virði niðurstöðu Hæstaréttar. Hins vegar ráðlegg eg öllum að lesa ágætt viðtal við Eyvind Gunnarsson. Það gæti lyft þessari umræðu á örlitið hærra plan.

Jón Halldór Guðmundsson, 17.6.2010 kl. 00:51

16 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Það liggur í loftinu að ríkisstjórnin mun setja bráðabirgðalög til varnar fjármálafyrirtækjum svo þú færð ekki krónu til baka Jón Ingi.

Þú veist væntanlega jafn vel að þessi ríkisstjórn slær fyrst og fremst skjaldborg um fjármagnseigendur.  Til dæmis þessi Greiðsluaðlögun sem kynnt var sem aðgerðir fyrir heimilin eru miðuð út frá hagsmunum lánafyrirtækja.

Jón Kristófer Arnarson, 17.6.2010 kl. 10:34

17 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jón Kristófer.. ég held að þú ættir að taka tvær bjarsýnispillur.. þú veist eins vel og ég að ekkert stjórnvald gengi fram með þeim hætti að gelda eða ógilda dóm Hæstaréttar í þessari stöðu. Slíkt mundi einfaldlega leiða til uppreisnar í landinu enda væri slík aðgerð siðlaus og heimskuleg. En hvort þessi fjármögnunarfyrirtæki lýsi sig gjaldþrota er önnur saga og væri auðvelda leið þeirra út úr þessu. og þá fáum við ekki krónu.

Jón Ingi Cæsarsson, 17.6.2010 kl. 10:53

18 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Mér sýnist þú hafa gengið óvarlega um bjartsýnispilluboxið Jón minn.  Af hverju í ósöpunum ætti ríkisstjórnin að fara að snúa við blaðinu nú og fara að standa með fólkinu í landinu gegn lánadrottnum?

Jón Kristófer Arnarson, 17.6.2010 kl. 11:07

19 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já af hverju ættum við að treysta ríkisstjórn óréttlætis og aumingjaskapar! Stöndum vörð um lýðræðið!

Sigurður Haraldsson, 17.6.2010 kl. 12:08

20 Smámynd: Vendetta

Mín vegna má Lýsing fara svo rækilega á hausinn, að það stendur ekki upp aftur. Við hjónin þurftum að gera nauðungarsamning og töpuðum á því hátt á annað hundrað þúsund til að sleppa við að borga hálfa aðra milljón fyrir bíl sem ekki lengur var í okkar eigu. Þannig að við töpuðum líka á því en fáum ekkert tilbaka.

Og ég trúi því að bezti vinur lánafyrirtækjanna, Gylfi Magnússon, muni láta breyta öllum útistandandi ólöglegum gengistryggðum lánum í verðtryggð lán í ísl. kr. skv. lögum þannig að höfuðstóllinn mun hækka verulega í öllum tilfellum miðað við þann upphaflega. Þannig að allir lántakendur munu tapa meira eða minna eftir aðstæðum.

Vendetta, 17.6.2010 kl. 17:10

21 Smámynd: Arnar Bergur Guðjónsson

Ég trúi ríkisstjórninni vel til þess að passa upp á fjármögnunarfyrirtækinn.
setja einhvers konar bráðabirðalög...

Ég ætla þá að lýsa yfir stríði við ríkisstjórnina ef verður, og ég ætla ekkert að vera berja potta og pönnur!

Arnar Bergur Guðjónsson, 18.6.2010 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband