Persónuníð og lygi í boði L-listans ?

 

Auglýsing í N4 dagskránni vakti athygli mína. Þar fer náungi sem kallar sig Hjörleif Hallgríms mikinn og fullyrðir feitt.

Að ýmis tilgreind mál hafi kostað Akureyri milljónatugi og nefnir td Svefn og heilsu málið ásamt fleirum.

Eins og flestir nema Hjörleifur Hallgríms vita kostuð þessu mál Akureyrarbæ enga milljónatugi. Slíkt er einfaldlega vitleysa og þekkingarleysi að hans hálfu og honum væri í lófa lagið að fá það sundurliðað í krónum og aurum hvað þau mál kostuðu bæinn, flest þeirra ekki krónu. Hvort þetta er síðan þekkingarleysi eða hrein lygi veit ég ekki.

Síðan ræðst hann persónulega að skipulagsstjóra, embættismanni bæjarins ber á engan hátt ábyrgð þá sem umræddur Hjörleifur fullyrðir með beinum hætti. Slíkt athæfi varðar við lög og mun örugglega flokkast undir persónuleg níð gagnvart embættismanni sveitarfélagsins. Það á ekki að láta ósvarað og eðlilegt að greinarhöfundur svari til saka með það. Þetta er einfaldlega rakalaus þvættingur.

Síðan vísar umræddur Hjörleifur kjósendum á L-listann. Það er því eðlilegt að maður spyrji ??

Er umrætt persónuníð, hálfsannleikur og lygi sem kemur fram í grein (auglýsingu) Hjörleifs í boði     L-listans ?.

Það væri nýtt að framboð á Akureyri fari út í slíkt skítkast, ef svo er, og má sjá í umræddri N4 dagskrá sem hlytur að bera ábyrgð á umræddri auglýsingu sem þar birtist.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Jón, hef áður sagt það hér að skipulagsmálin eru ekkert grín, og ekki fyrir hvern sem er að koma nálægt þeim.  Kannski þú upplýsir okkur hin um sannleikann í þessu lygamáli sem þú nefnir svo.

Hvað er annars að frétta meira úr pólitíkninni, er Samfylkingin á Akureyri sofnuð, þarf etv. Reykjavíkurliðið víðar að vekja en í þar ?

Ágúst J. (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 18:21

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ef einhver er með aðdróttanir ert það þú Jón Ingi. Það fer ekkert á milli mála hvenær fólk skrifar í nafni L-listans enda kvittar það fyrir sem slíkt. Það verður bara að leyfa hverjum einstaklingi að eiga sínar greinar skuldlaust enda hver ábyrgur fyrir sínu. Ég ætla ekki að gerast svo djarfur að segja að Samfylkingin sé með vafasamar ályktanir þó ég þykist vita að þú aðhyllist þann félagsskap.

Víðir Benediktsson, 19.5.2010 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 818103

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband