Hugleysi stjórnmálamanna á Íslandi.

„Þegar langreyðaveiðarn­ar byrjuðu aft­ur fund­um við strax fyr­ir mik­illi and­stöðu er­lend­is. Við höf­um aldrei, öll þessu átján ár sem ég hef rekið mitt fyr­ir­tæki, fengið jafn­mik­il viðbrögð og út af þess­ari veiði. Fólk er bara reitt og seg­ir að það eigi ekk­ert að veiða blend­ings­hval frek­ar en steypireyði. Það er ekk­ert leyfi fyr­ir því held­ur.“

_____________________

Það er stórmerkilegt hvernig einn maður getur stjórnað stjórnmálamönnum á Íslandi.

Hvalur hf og Kristján Loftsson hafa hreðjatak á íslenskum stjórnmálamönnum.

Þeir láta það viðgangast að verja hagsmuni Hvals hf í drep, þrátt fyrir að það gangi þvert á stærri og miklu meiri hagsmuni þjóðarinnar.

Þeir láta það viðgangast að Hreinn Loftsson og Hvalur hf rústi áliti Íslands erlendis, og þrátt fyrir að allir viti að kjötið fari í besta falli í hundafóður í Japan ef það er þá á annað borð unnið.

Stjórnmálamenn á Íslandi sýna af sér einstakt hugleysi að stöðva ekki þessar tilgangslausu veiðar.

Hvaða tök eru það sem þessi innvígði sjálfstæðismaður hefur á stjórnmálamennina. Þeir eru skíthræddir við hann og þora ekki að aðhafast.

Nú reynir á stóru orðin hjá VG, en ef til fáránlegt að vonast til þess að þar gerist nokkuð.

Sjálfstæðisflokkurinn og KL ráða för.

 

 


mbl.is Afbóka ferðir vegna blendingshvalsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar voru 7.000 almennir gestir ?

Helga Vala Helga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar, vék úr sal í mót­mæla­skyni þegar Pia Kjærs­ga­ard, for­seti danska þjóðþings­ins, ávarpaði gesti hátíðar­kvöld­verðar á Hót­el Sögu í fyrra­dag.

Það hefur farið fram mikil umræða vegna fáeinna þingmanna sem ekki mættu og eins sem tók sér fundarhlé.

En enginn, hvorki þingforseti eða fjölmiðlar hafa velt því fyrir sér hvar þeir 7.000 almennu gestir sem löggæslan og þeir sem skipulagðu þessa hátíð gerðu ráð fyrir.

Persónulega finnst mér það meiri tíðindi en að nánast enginn mætti til að berja þessa samkomu augum, fáeinir ferðamenn og 100 til 200 sem kíktu við.

Þegar hátíðaruppákomur hafa verið á Þingvöllum mæta mörg þúsund til að fyljast með.

Af hverju nánast enginn núna ? Enginn veltir því fyrir sér.

Að vísu var tíminn vandlega valinn til að gera almenningu illkleyft að mæta.

Vinnudagur, sumarleyfistími, snobbuð dagskrá, kannski ?

En forseti Alþingis og ræðumaður dagsins hafa kosið að horfa til þessara fáeinu þingmanna sem féllu ekki að smekk og vilja þeirra.

Engin umræða um þá staðreynd að þjóðin mætti ekki til leiks.

Af hverju ?


mbl.is Brá sér einnig frá í kvöldverðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. júlí 2018

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband