Hvar voru 7.000 almennir gestir ?

Helga Vala Helga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar, vék úr sal í mót­mæla­skyni þegar Pia Kjærs­ga­ard, for­seti danska þjóðþings­ins, ávarpaði gesti hátíðar­kvöld­verðar á Hót­el Sögu í fyrra­dag.

Það hefur farið fram mikil umræða vegna fáeinna þingmanna sem ekki mættu og eins sem tók sér fundarhlé.

En enginn, hvorki þingforseti eða fjölmiðlar hafa velt því fyrir sér hvar þeir 7.000 almennu gestir sem löggæslan og þeir sem skipulagðu þessa hátíð gerðu ráð fyrir.

Persónulega finnst mér það meiri tíðindi en að nánast enginn mætti til að berja þessa samkomu augum, fáeinir ferðamenn og 100 til 200 sem kíktu við.

Þegar hátíðaruppákomur hafa verið á Þingvöllum mæta mörg þúsund til að fyljast með.

Af hverju nánast enginn núna ? Enginn veltir því fyrir sér.

Að vísu var tíminn vandlega valinn til að gera almenningu illkleyft að mæta.

Vinnudagur, sumarleyfistími, snobbuð dagskrá, kannski ?

En forseti Alþingis og ræðumaður dagsins hafa kosið að horfa til þessara fáeinu þingmanna sem féllu ekki að smekk og vilja þeirra.

Engin umræða um þá staðreynd að þjóðin mætti ekki til leiks.

Af hverju ?


mbl.is Brá sér einnig frá í kvöldverðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það hefur hugsanlega eitthvað að segja að yfirleitt er miklu meira um að vera á hátíðarsamkomum á Þingvöllum. Á lýðveldishátíðinni var fullt af alls konar uppákomum, sölutjöldum og guð veit hvað. Sama var á kristnitökuhátíðinni.

En þetta var bara einn fundur. Búið. Og hver nennir að keyra austur á Þingvöll til að horfa á einhvern þingfund? Ef menn hafa gert ráð fyrir 7.000 manns þarna eru þeir ekki mjög góðir í að gera áætlanir. Það er bara mjög eðlilegt að fáir hafi mætt þarna. Það var ekki eftir neinu að sækjast.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.7.2018 kl. 11:30

2 identicon

Það er allt í lagi að setja út á skoðanir stjórnmálamanna í innflytjendamálum - en ekki undir þessum kringumstæðum- Helga Vala er fullkomlega siðlaus og veruleikafyrt manneskja, þjóðinni og sér og sýnum til háborinnar skammar. Hún virðist ekki fylgjast með því hvað er að gerast í kratasamfélögunum í nágrannalöndunum hvað varðar innflytjendavandamálin, enda hentar það ekki hennar peningagræðgi og siðleysi við að hjálpa óvinum lýðræðisins að festa rætur á Íslandi.
Hún er það siðlaus að hún hefur ekki vit á því að biðja þjóðina afsökunar á sínu heimska frumhlaupi. 
Gaman að geta þess í framhjáhlaupi að sænskir kratar eru búnir að setja á stofn kúrs fyrir múslima um það hvernig fólk hefur sex. Hópnauðganir múslíma í landinu hefur gengið fram af fólki og kratar eru hræddir um atkvæðamissir í næstu kosningum. Kratar í Svíþjóð eru nákvæmlega jafn veruleikafyrtir og hér á Íslandi.
Að vísu hafa þeir hert landamæraeftirlit til að hefta þennan múslimalýð, því þeir óttast fylgistap í næstu kosningum.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 20.7.2018 kl. 16:36

3 identicon

Við erum svo léleg í að mótmæla, svona almennt, að það kemur ekki á óvart að landsfeður móðgist svolítið þegar svona uppákoma verður. En mér fannst þetta hraustlega gert. Ekki er íslenska þjóðin móðguð eftir hraustleg mótmæli Jóns Sigurðssonar og þingheims þegar þeir mótmæltu Trampe greifa forðum daga. Og í kjölfarið hefði átt að skapast góð mótmælahefð hérlendis - en nei því miður. Þessi hefð er enn á bernskuskeiði. Við og við sjáum við góð tilþrif þó. Nú voru það þingmenn nokkrir sem mótmæltu. Frakkar brosa út í annað þegar þeir sjá íslensk mótmæli. En þetta er allt að koma hjá okkur. Og gvuðanna bænum ekki vera móðgaður, herra forseti Alþingis. Alger óþarfi. 

jon (IP-tala skráð) 20.7.2018 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 812347

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband