Færsluflokkur: Bloggar
21.8.2015 | 13:16
DV - fjölmiðillinn sem hvarf.
Nú er nokkuð um liðið síðan Bingi keypti DV og breytti því úr öflugum og umdeildum fjölmiðli í eitthvað annað.
En hvernig hefur til tekist og breyttist eitthvað ?
Fjölmiðillinn DV er eitthvað allt annað en gamla DV.
Hann er ekki umdeildur.
Hann hefur ekki umdeilda og öfluga blaðamenn.
Fjölmiðillinn DV er ekki að gera það sama og áður.
Hann er ekki í rannsóknarfjölmiðill, hann hefur ekki frumkvæði og fáir vitna í hann.
Af sem áður var, þegar DV var umdeildasti fjölmiðill landsins og var á stöðugri vakt.
Fjallaði um stór mál og blaðamennirnir þeirra fengu verðlaun fyrir frumkvæði og öfluga fjölmiðlun.
DV mun ekki fé nein verðlaun eða vera öflugur fjölmiðill.
Hann mun heldur ekki vera skammaður fyrir óábyrg vinnubrögð.
Fálkinn í fjölmiðaheiminum er orðinn meinlaus spörfugl sem syngur vorsöngva á grein.
Hann er ekki að gera neitt annað.
Svona fer þegar pólitíkusar kaupa fjölmiðil til að þagga niður í honum.
Hvað DV varðar þá tókst það fullkomlega.
Svona mun fara fyrir öllum landmálablöðunum sem Bingi keypti.
Þau verða spörfuglar á grein, ef þau vakna á annað borð.
Sem betur er er fullt af góðum vefmiðlum sem hafa tekið við kyndlinum þar sem Bingi slökkti á honum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.8.2015 | 11:47
Þreyttasta ríkisstjórn síðari tíma.
Engin ríkisstjórn síðastliðinn áratug hið minnsta hefur tekið sér jafnlangt hlé milli ríkisstjórnarfunda yfir sumartímann og núverandi ríkisstjórn gerði í sumar. Þá liðu rúmar fimm vikur milli funda. Formaður Samfylkingarinnar hefur kallað þetta lengsta sumarfrí ríkisstjórnar í Íslandssögunni. Aðstoðarmaður forsætisráðherra segir helstu skýringuna þá að ráðherrar hafi ekki óskað eftir fundum
_______________
Þreyttasta ríkisstjórn síðari tíma.
Leyfið þreyttum að sofa, latur lítið hey, latur maður lá í skut, latur var hann þegar hann sat, latur fékk oft lítinn hlut, en latur gat þó étið mat.
Það er fjölbreytt flóra íslenskunar þegar kemur að málsháttum um leti.
En kannski var ríkisstjórnin ekkert löt, það bara bað enginn um fund þannig að það hefur verið lítið að gera.
Samt var nú ríkisstjórnin tekin í bólinu hvað varðaði mótaðgerðir Rússlands enda voru ráðherrar nokkuð misvísandi þegar kallað var eftir viðbrögðum.
Forsætisráðherra er ekki mikill verkstjóri og honum leiðist ekki að vera ekki í vinnunni.
Reyndar virðist sem hann sé ennþá í sumarleyfi því ekkert hefur heyrst frá honum síðustu vikur og heyrist ekki enn.
Þó eru stór og feit mál í umræðunni.
Kannski er hann sinna bústörfum á jörð sinni fyrir austan, kannski er ekkert gsm samband þar ?
Ekki það að ég gráti það.
En eftir situr.
Þreyttasta ríkisstjórn síðustu áratuga eða bara ekkert að gera.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2015 | 16:19
Gullgrafaraæðið - endist það ?
Það er skollið á gullgrafaraæði á Íslandi
Þetta er það nýjasta.
Nýlega opnaði 80 herbergja hótel á Siglufirði, 1.300 manna kaupstað úti á landi.
Svona fréttir eru að verða daglegt brauð, gistiheimili hér, hótel þar.
Þetta er eins þegar refa - og minkabú risu við annan hvern sveitarbæ á Íslandi
Allir ætluð að græða á því.
Núna ætla allir að græða á ferðamönnum, og verðlagningin er þannig að það á að gerast hratt.
Mest óttast maður að þessi bóla springi í andlitið á okkur og um allt land verði auð hótel eins og fór með minka - refabúin.
Það þarf ekki mikið að gerast í gengismálum þannig að Ísland verði of dýrt og ferðamenn leiti annað. Slíkt hefur gerst.
Satt að segja má víða sjá hrikalegt okur á vörum og þjónustu.
Ljótasti bletturinn á þessari sögu er síðan sterkur orðrómur um gríðarlega svarta starfssemi þannig að minna komi í samfélagslega sjóði en efni standa til.
Vonandi springur gullæðið ekki í andlit landans, annað eins hefur hent okkur hér á klakanum, það hefur allt of oft gerst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2015 | 14:46
Framsókn í grárri forneskju.
( Frjálst land 1941 )
Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknar er framfarasinnaður og athafnasamur þingmaður.
Hann gengur með áburðarverksmiðju í maganum.
Framtíð lands og þjóðar byggir einmitt á svona frjóum og nútímalegum hugmyndum.
Að hlusta á hugmyndamiðinn er eins og ferð um vefinn timarit.is.
Þessi umræða var á fullu á blöðum og tímaritum á fimmta áratug síðstu aldar og hér að ofan er tilvitnun í Frálst land árið 1941.
Það er eins og fara á gott minjasafn að hlusta á andríki Þorsteins Sæmundssonar.
Svona er nauðsynlegt til að brjóta upp einsleita umræðu í þjóðmálum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2015 | 18:28
Mislukkaður ráðherra.
Eygló Harðardóttir var sannarlega efnilegasta ráðherraefni Framsóknarflokksins.
Það reiknuðu afar fáir með neinu af forsætis, landbúnaðar, umhverfis og utanríkisráðherra.
Það hefur gengið eftir, forsætisráðherra er verklítill og ruglingslegur.
Landbúnaðar - sjávarútvegsráðherra er mikill valtari og ósvífinn, en ekkert hefur breyst í þessum málaflokkum nema að kvótagreifar hafa fengið milljarða afslátt af veiðigjöldum.
Umhverfisráðherra, hver er það ?
Utanríkisráðherra verður sennilega látinn segja af sér fljótlega fái samstarfsflokkurinn því ráðið.
Þá er eftir Eygló eftir, vonarstjarna sem flestir trúðu að gæti skilað góðu verki.
En því miður var það ekki svo.
Verklítil og ósjálfstæð.
Nú hafa margir hagsmunaaðilar og meira segja samflokksmenn hennar gagnrýna.
Nú hafa flestir ef ekki allir gagnrýnt húsnæðisfrumvarpapakka ráðherra.
Illa unnið, ekkert gerist, engin trú á ráðherranum.
Vonbrigðin í ráðherraflóru Framsóknar er húsnæðisráðherra Eygló Harðardóttir, hitt gekk eftir eins og búist var við.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2015 | 16:15
Sovétstefna Sjálfstæðisflokksins ? Breytingar í utanríkismálum ?
Einu sinni voru til Sovétríki.
Helsti andstæðingur þeirra á Íslandi var Sjálfstæðisflokkurinn, sem talaði fyrir vestrænni samvinnu og bandalagi við Bandaríki Norður-Ameríku.
Nú er hluti Sjálfstæðisflokksins farinn að tala fyrir viðskiptabandalagi við Rússa og hvetja til þess að rjúfa samstöðu vestrænna lýðræðisríkja.
Þetta eru í sjálfu sér stórtíðindi, því hverjum hefði dottið í hug að Sjálfstæðisflokkurinn færi að mæla með samvinnu við Rússa á kostnað vestrænnar samvinnu.
En máltækið góða á hér væntanlega við. "Margur verður af aurum api" passar ágætlega við þegar fjárhagsástæður eru teknar fram fyrir hugsjónir og prinsipp.
Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar opinberað hatur sitt á Evrópusamvinnu.
Næsta spurning er því, mun Sjálfstæðisflokkurinn stíga næsta skref og hafa það á stefnuskrá sinni að Ísland fari í bandalag með Rússum, Kínverjum og fleiri þjóðum þar sem lýðræði er fótum troðið.
Hvað gera menn ekki fyrir peninga og gróða.
Ef til vill ættu þeir að rifja upp áður en þeir láta stórútgerðir stjórna sér út í fenið, að utanríkisviðskipti Íslands og Rússlands eru smámunir í heildarsamhenginu.
Kannski fórna menn meiri hagsmunum fyrir minni.
Fjármálavit hefur ekki verið hin sterka hlið íslenskra stjórnmála.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.8.2015 | 15:50
Huglausir og tækifærissinnaðir stjórnmálamenn.
_______________
Það er sorglegt að hlusta á suma stjórnmálamenn á Íslandi.
Þeir lyppast niður við fyrstu mótdrægni og eru tilbúnir að rjúfa samstöðu lýðræðisríkja víða um heim.
Haga seglum eftir vindi er ekki stórmannlegt og sýnir hug og dugleysi.
Jón Ormur Halldórsson einn helsti sérfræðingur landins í alþjóðastjórnmálum segir að markmið Pútíns sé að riðla röðum lýðræðisríkjanna og veikja samstöðuna.
Og hverjir skjálfa fyrir og tala um að " haga seglum eftir vindi "?
Auðvitað hagsmunagæslumenn kvótagreifanna, Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn.
Pútín virðst þekkja sálarlíf stjórnmálamanna á Íslandi.
Reyndar er það ekki ný saga að Ísland sé tækifærissinað og hagi seglum eftir vindi.
Það höfum við gert í áratugi.
Þó verður að segjast að nokkrir þeirra stjórnarsinna standa í lappirnir þó margir þeirra séu deigir og huglausir.
Það er hægt að skammast sín fyrir huglausa og tækifærissinnaða stjórnmálamenn á Íslandi þessa dagana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2015 | 21:06
Vegagerðin og slysahættan.
Það ber á því að vegir eru ómálaðir víða. Til dæmis er stærstur hluti Ólafsfjarðarvegar ómálaður og engar línur til staðar.
Sama er að segja um langa kafla í Þingeyjarsýslum t.d. í Ljósavatnsskarði og víðar.
Þetta er áhyggjuefni þegar dimm kvöld og nætur eru framundan.
Það er sem Vegagerðin sé farin að spara á kostnað öryggis og ef svo er þá er það óviðunandi ástand.
Ég vona sannarlega að þetta sé rangt og þessi ágæta stofnun sé bara aðeins á eftir sér að framkvæma þessa nauðsynlegu öryggisaðgerð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2015 | 15:07
Hvar var Ísland þegar bandamennirnir lentu í því sama fyrir ári ?
___________
Hvar var utanríkisráðherra, hvar var Ísland þegar " bandamennirnir " lentu í því sama fyrir ári ?
Hvar var landið sem " ætlast " til þess að bandamennirnir mæti og aðstoði þegar Íslanda lendir í því sama nokkuð löngu seinna.
Var ekki hægt að ætlast til að Ísland styddi þau lönd þó við slyppum ?
Nei það er ekki þannig.
Við ætlum alltaf að fá allt fyrir ekkert eins og heyra mátti á fjármálaráðherra í morgun.
Ætlast til að ESB afnemi tolla af markríl inn á ESB svæðið.
Þetta víst sami ráðherrann sem stóð að þeirri aðgerð að slíta viðræðum við bandalagið.
Nú á það að opna allt upp á gátt þó við ætlum ekkert að gera til að tengjast nánar við Evrópuþjóðir.
Ömurleg sjálfhverfa og smássálarháttur sem við sýnum í þessum samskiptum.
![]() |
Vill að bandamenn bregðist við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.8.2015 | 12:27
Hannes Hólmsteinn, hvað er að ?
Bókvitið verður ekki í askana látið segir gamalt máltæki.
Gáfur og skynsemi eru ekki endilega ávöxtur á sama tré.
En hvað hinn þekkti hægri öfgamaður á við með atvinnutækifæri fyrir konur.
Þetta virðist það heimskulegt að ótrúlegt er að prófessor við Háskóla Íslands segi svona í opinberri umræðu.
Hannes H hefur líklega aldrei komist neðar í umræðunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar