Færsluflokkur: Bloggar
3.9.2015 | 09:38
Vinsældir stjórnmálaflokka. Hreinar meyjar í pólitík skora.
Píratar fljúga með himinskautum.
Sennilega er þetta hæsta prósentutala fyrir svona framboð en mörg hafa þau mælst vel í skoðanakönnunum þó uppskeran hafi oftast rýrnað mikið á kjördegi.
Það var áhugavert að heyra kaptein Pírata lýsa því yfir í fréttum í gærkvöldi að hún teldi að þessar háu fylgistölur væru vegna óánægju kjósenda með aðra flokka og stjórnvöld.
Sennilega er það rétt hjá henni, þegar svo háttar til horfa kjósendur til þeirra sem eiga enga fortíð við stjórn landsins.
Það gefur vel að vera hrein meyja í pólitík þegar kemur að skoðanakönnunum.
Það er ákaflega skiljanlegt að hefðbundnu flokkarnir mælist illa þessa dagana. Málflutningur þeirra er máttlaus, fyrirséður og án nokkurrar vonar um að þeir ætli sér að breyta þjóðfélaginu til batnaðar.
Hér ríkir stöðnun hugans og framtíðarsýnin engin.
Helst má sjá ákafar tilraunir flokkanna til að halda í ríkjandi ástand, sem skilar kjósendum lélegum kjörum, ónýtum gjaldmiðli og efnahagsástandi sem ekki er treystandi.
Ríkum er hyglað og forréttindastéttum er séð fyrir lifibrauði umfram aðra.
Í þannig stöðu eru allir tilbúnir að nefna eitthvað ANNAÐ en þessa hefðbundnu.
Píratar eru ákaflega hreinar meyjar.
Þeir tala fyrir stjórnkerfisbreytingum, nýrri stjórnarskrá og atkvæðagreiðslum um ESB.
Annað er ekki sjáanlegt sem hönd er á festandi, nema þeir ræddu sjávarútvegsmál á svipuðum nótum og sást hjá ákveðnum flokkum fyrir kosningar síðast og næst síðast.
Kjósendur eru þvi ekki að krossa við Pírata í skoðanakönnunum vegna efnislegra ástæðna eða stefnu þeirra í einstökum málum.
Þeir segjast ætla að ná völdum með einhverjum sem vilja fallast á þeirra sýn á málin, landa tveimur málum og slíta svo þingi.
Fallegt á blaði en síður að það virki í praxís.
Það þarf nefnilega að takast á við leiðinlegu málin líka, það þarf að forgangsraða verkefnum, það þarf að skera niður og sýna aðhald, það þarf að skila fjárlögum og það þarf að láta hjól þjóðfélagins snúast.
Þess vegna skil ég ekki Pírata enn sem komið er, því að af reynslu vitum við að stjórnmál eru ekki bara hugsjónir heldur mikið af leiðinda vinnu og alltaf þarf að taka leiðinlegar ákvarðanir sem kjósendum líkar ekki alltaf.
Í Grikklandi náði völdum flokkur sem var hrein meyja í pólítík og ætlaði að redda málum hratt og örugglega.
Hann vann stórsigur og svo hófst bara sama vinnan hjá þeim og öðrum og nú bendir ýmislegt til valdatími þeirra sé á enda, búið að boða til kosninga og fylgið farið að verulegu leiti.
Það breyttist nefnilega ekkert, það varð að halda áfram að vinna óvinsælu verkin.
Þess vegna munu hreinar meyjar í pólitík skora hátt þegar ástand er erfitt en hreinu meyjarnar þurfa að axla ábyrgð þegar kjósendur fela þeim verkefni og þá fjarar oft undan.
Það sem skiptir máli fyrir Ísland er að hér komist til valda stjórnvöld sem eru tilbúin að takast á við vandann, hafa skýra framtíðarsýn og tryggja það að börnin okkar og barnabörnin verði ekki annarsflokks þegnar í Evrópusamfélaginu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2015 | 12:51
Tekur Sjálfstæðisflokkurinn upp rasistaáherslur ?
Leiðarahöfundur Morgunblaðsins kvartar undan því að ekki sé rætt um ástæður flóttamannasprengjunnar á Íslandi. Eingöngu kjánaleg yfirboð og samkeppni um það hver sé snjallastur við að finna greiðustu leiðina til að sökkva Íslendingum á kaf í afleiðingar upplausnarinnar, segir í leiðara blaðsins í dag.
___________________
Davíð Oddsson ritstjóri Moggans og guðfaðir Bjarna Benediktssonar ætlar að taka upp rasískar áherslur.
Það boðar ef til vill þá tíð að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að keyra á slíkum áherslum í næstu kosningum.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú um 20% og á þeim bæ þykir slíkt fylgi óásættanlegt og formaðurinn fær vafalaust alvarlega áminningu frá valdablokkinni í flokknum.
Mogginn hefur greinilega fært sig til hægri og ætlar að taka upp þjóðernislegar áherslur.
Ritstjórinn fer hamförum og málflutningur hans gæti boðað áherslur flokksins næstu mánuði og fram að kosningum.
Framsókn tók þetta til prufu í borgarstjórnarkosningum með góðum árangri.
Niðurstaða Sjálfstæðisflokksins gæti því orðið að láta Framsókn ekki stela þessu djásni frá sér í landskosningum.
Allavegana vekur málflutningur ritstjóra Moggans mikla athygli og gæti sýnt það sem koma skal hjá flokknum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.9.2015 | 17:26
Viðbjóðurinn úr Hádegismóum.
________________
Lágkúran sem streymir úr Hádegismóum hefur nú náð því lægsta sem hægt er að komast.
Mogginn, þetta áður virðulega blað er orðinn sóðasnepill og maður á bágt með að trúa að þeir sem eiga þetta blað séu sammála gamla bitra ritstjórnanum sem eys óþverranum yfir landslýð alla daga.
Myndbirting Moggans í dag verður eigendum blaðsins til ævarandi skammar og þeir hljóta að hugsa sinn gang með slíkan og þvílíkan óþverra eins og þar bar að líta í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2015 | 17:17
Svindlarinn í Stjórnarráði Íslands.
Eftir nýjustu innkomu forsætisráðherra Sigmundar Davíðs í umræðu um skipulagsmál í Reykjavík hafa ýmsir hugleitt stöðu hans hvað varðar búsetu og áhuga hans á skipulagsmálum í höfuðborginni.
Pawel Bartoszek bendir á að forsætisráðherra sé klárlega að brjóta lög með að hafa lögheimili á stað þar sem hann hefur aldrei búið.
Ekki nóg með það þá þiggur hann líka greiðslur fyrir af skattfé landsmanna fyrir svindlið.
Væri við hæfi að forsætisráðherra tæki til sín skrif Pawels og færði mál sín í réttari og löglegri farveg.
Pawel bendir SDG á að ef til vill væri það réttara að hann hefði lögheimili í Reykjavík ef hann vildi hafa þar áhrif.
En það er í sjálfu sér rétt en kannski mega allir hafa skoðun á skipulagsmálum í höfuðborginni sinni.
Alvarlegra er að forsætisráðherra er með skipulögðum hætti að ræna skipulagsvaldi sveitarfélaga í völdum tilfellum og færa það undir SIG.
Hann hefur þegar sett mál í þann farveg að forsætisráðuneytið getur tekið skipulagsvaldið af sveitarfélagi, jafnvel með geðþóttaákvörðun ráðherrans og tilbúnum rökum.
Ég hef nokkra reynslu af vinnubrögðum umrædds SDG í skipulagsmálum frá þeim tíma þegar ég var formaður skipulagsnefndar á Akureyri en ætla ekki að ræða þá reynslu sérstaklega hér enda ekki til umræðu.
Það hefur samt sem áður valdið því að ég tek með miklum fyrirvara því sem hann hefur fram að færa í þeim málaflokki.
Það verður fróðlegt að fylgjast með forsætisráðherra næstu daga og hvernig hann bregst við.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2015 | 12:43
Utanríkisráðherra með skottið milli lappanna.
Stefnt er að því að viðræður á milli íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins um mögulegar tollalækkanir sambandsins fyrir íslenskar sjávarafurðir hefjist 8. september að sögn Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra.
______________
Nú er komin upp sú sérkennilega staða að utanríkisráðherra er á leiðinni til ESB með skottið milli lappanna.
Það er ekki langt síðan þessi sami maður talaði afar illa um ESB og vandaði þeim ekki kveðjurnar.
Síðan sleit hann viðræðum við bandalagið þvert á skoðanir meirihluta landsmanna sem vildu fá að hafa um það að segja í þjóðaratkvæði.
Nú er Gunnar Bragi kaupfélagsmaður úr Skagafirði á leiðinni til Brussel til að væla út aðstoð í hremmingum sínum.
Það er sannarlega ferð með skottið milli lappanna og hausinn undir handleggnum.
Ef Ísland væri aðili að innra markaðskerfi ESB væri þetta ekki vandamál en svo er ekki, enda hefur þessi sami utanríkisráðherra talað það niður við hvert tækifæri.
Sennilega verður utanríksráðherra heldur mýkri á manninn en þegar hann var að hallmæla og tala niður ESB í aðdraganda viðræðuslitanna.
En hvort ESB hefur einhvern áhuga á að tala við þennan niðurrifsmann verður að koma í ljós.
![]() |
Funda með ESB í september |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2015 | 12:12
Fátækt, hávaxtastefna og verðbólga í boði Framsóknarflokksins.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sleit viðræðum um ESB aðild og hugsanlegrar atkvæðagreiðslu um aðild næstust hagstæðir samningar um framtíð landsins innan ESB.
Engin önnur framtíðarsýn var í boð þessara flokka, bara afturhvarf til hugmyndafræði síðustu aldar.
Nú er ljóst að allt annað í þeirri stefnu en verðbólga, efnahagslegur óstöðuleiki, láglaunastefna og vaxtokur er tálsýn.
Það er niðurstaða Þorsteins Pálssonar og margra fleiri.
Þessi fáránlega stefna, sem réttara væri að kalla stefnuleysi tryggir einangrun Íslands og verri stöðu þegnanna en í öllum nálægum ríkjum.
Það stappar nærri landráði að loka landsmenn inni í einangrun og forpokun fáeinna ráðamanna Framsóknarflokksins.
Skil þetta með Framsókn, þeir eru bara svona en að hægri íhaldsflokkurinn Sjálfstæðisflokkur sem þykist vera víðsýnn er allt annað mál, hann er að hugsa um hag sinna nánustu skjólstæðinga sem hentar að hafa þjóðina til að mergsjúga hana fyrir eigin hag.
Ég efast um að nokkur þjóð með viti léti 10% flokk komast upp með slík skemmdarverk hvað þá að horfa upp á perónulega fyrirgreiðslu Sjálfstæðisflokksins.
En poppulismi Framsóknarflokkins virðist ganga í landsmenn, þó þeir sjái eitthvað allt annað.
Þjóðerninspoppulismi er sennilega ein alvarlegasta blinda sem getur hent nokkra þjóð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2015 | 17:32
Sveitarstjórnarmaður verðlaunaður ?
___________________
Kannski er þetta bara í fína lagi.
Fyrirtækið er kannski að ráða þann hæfasta í jobbið.
En hvergi var það nú samt auglýst og valið byggir á reynslu þeirra af viðkomandi sem bæjarstjóra, sem studdi þá með ráðum og dáð.
Ekkert að því í sjálfu sér svona lögformlega.
En siðferðislega gæti svona ráðning orkað afar mikils tvímælis.
Í besta falli er þetta afar óheppilegt fyrir viðkomandi fyrrum sveitarstjóra í sveitarfélaginu.
Innstæðan í aðdragandanum dugði til ráðningar er það sem blasir við öllum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2015 | 12:34
Grunnhyggnisleg greining þingmanns ?
_______________________
Hversu skynsamleg er greining þingmanns Heimsksýnar þegar hann tekur að verðtryggingin sé vandi íslensks efnahagslífs.
Auðvitað er verðtryggingin vandi sem slík.
En þingmaðurinn ætti kannski að velta fyrir sér af hverju þessi ófögnuður er eitt af stóru málunum í efnahagslífinu og enginn stjórnmálaflokkur eða stjórnmálamaður hefur talað fyrir því í alvöru að afnema hana.
Vandinn er afar veikt efnhagslíf, brotgjarnt og ónýtur gjaldmiðill sem hvergi er viðurkenndur.
Verðtryggingin er afleiðing en ekki orsök.
Þetta ætti lykilmaður í Heimksýn að vita enda berjast þeir fyrir því að halda Íslandi einangruðu og heimsvísu hvað varða efnahagsumhverfi og tryggja þar með að verðtryggin verður sennilega aldrei afnumin í óbreyttu kerfi.
Greining hans á vandamálinu vekur spurningar um sýn hans á íslenskan veruleika.
![]() |
Vandinn er verðtryggingin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.8.2015 | 20:59
Vegagerðin eða sveitarfélagið ?
Einu sinni var sett upp skemmtilegt og metnaðarfullt skilti við gömlu Fnjóskárbrúna.
Nú er svo komið að enginn getur lesið það sem á þessu metnaðarfulla skilti stóð.
Við fáum þó að vita að þetta er Fnjóskárbrú en annað er ekki sýnilegt.
Allar þessu fínu upplýsingar sem þarna voru hurfu að mestu fyrir mörgum árum, og alveg nokkur þau síðustu.
Ferðamenn og aðrir verða því að geta sér til um hvenær þessi merka brú var byggð, hverjir byggðu og aðeins um söguna.
Svona er þetta oft á Íslandi, ráðist í skemmtileg og metnaðarfull verkefni en síðan skortir allt eftirlit og umsjón og oft grotna þessi góðu verk niður í hirðuleysi.
Það væri gaman að vita hverjir eiga þetta skilti og bera á því ábyrgð.
Satt að segja væri betra að taka svona niður en hafa það sem minnisvarða um hirðuleysi og slakt eftirlit.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2015 | 18:40
Hver keyrði á bílinn minn ?
Einhver gleymdi að láta mig vita um að hann - hún hefði keyrt á bílinn minn.
Kannski skiljanlegt að viðkomandi hafi ekki tekið eftir 2,5 tonna Nissan og þess vegna ekki orðið var við þetta.
Atburðurinn varð sennilega í gær, föstudaginn 22.8. en veit ekki hvar.
Skora á þann sem er með tjónaðan bíl og rauðan lit í sárinu mæta og láta mig vita.
Ég er í símaskránni.
Jón Ingi Akureyri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 10
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 820369
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar