Færsluflokkur: Bloggar
2.9.2017 | 13:09
Svik og prettir í Sjálfstæðisflokknum.
( visir.is )
SUS-arar virðast vera sprenglærðir í svindi og prettum.
Hér tengi ég við góða grein sem dregur vel fram óheiðarleikann og svindlið sem viðgengst í stuttbuxnadeildinni.
Það varðar við lög að ljúga til um lögheimili en þeim er sennilega nokkuð sama.
Þetta virðist það útsmogið að þeir sem að þessu standa virðast hafa fengið góða tilsögn í Valhöll.
Hverskonar siðgæði er það að vilja vinna með svindli og prettum og svikum við félaga sína og samstarfsmenn.
Það greinilega lágt stillt siðgæðiskúrvan í Sjálfstæðisflokknum.
En þeir læra það sem fyrir þeim er haft.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2017 | 11:54
Níðst á eldri borgurum á Íslandi !
Guðmundur Gunnarsson skoðar hvernig það gat gerst og minnir á bréf frá formanni Sjálfstæðisflokksins sem sent var í síðustu kosningabaráttu til eldri borgara þar sem lofað var að flokkurinn myndi innleiða stefnu þar sem þeir njóta afraksturs erfiðis síns.
( Stundin )
Framkoma stjórnvalda og Alþingis á Íslandi er til skammar.
Tekjutengingar og skerðingar gera líf almennra eftirlaunaþega á Íslandi allt að því óbærilegt.
Gott dæmi er þegar skerðingar vegna vinnulauna hófust við 25.000 í stað rúmlega 100.000 áður.
Eins og kemur fram í grein Stundarinnar og víðar nema tekjuskerðingar eldri borgara allt að 80% sem er hreinlega mannfjandsamleg stefna og þingmönnum og ríkisstjórn til háborinnar skammar.
Fólkið sem mótaði það þjóðfélag sem þessir greifar lifa í dag, er sett niður fyrir fátækramörk og virðist án þess að nokkur þeirra skammist sín.
Dauðyflisháttur stjórnvalda kemur fram í ótal málum, og ekki síst afstöðu þeirra til öryrkja og eldri borgara.
Veit ekki hvort þetta er samviskuleysi eða aumingjaskapur, hallast frekar að því fyrra.
Það er hreinlega lífsnauðsyn að breyta þjóðfélaginu okkar úr þjóðfélagi kerfiskalla og dauðyfla í samfélag jöfnuðar og réttlætis.
En það gerist ekki nema kjósendur hætti að leiða til valda hægri öfl sem meta mannlíf og lífsgæði út frá exelskjölum og eigin stöðu.
Vonum að það gerist einhvertíman í náinni framtíð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2017 | 12:42
Skammtímahugsun - umhverfispjöll.
Hvammsvirkjun er enn eitt dæmið þar sem hagsmunaaðilar og fjárfestar ráða för.
Virkjun á þessum stað eru gróf umhverfisspöll og hafa mikil áhrif á nærumhverfið og jafnvel stórskemma mannlíf og samstöðu.
Sveitastjórnir verða að velja hvort þær ætla að láta undan fjárfestum, stóriðjumönnum og orkufyrirtækum sem horfa til eigin gróða fyrst og fremst.
Til lengri tíma eru það heimamenn og umhverfið sem eiga njóta eigin landgæða og selja þau ekki í hendur annarra. Það er ekki séð að þessi virkjun skili heimamönnum nokkrum sköpuðum hlut.
Sveitarstjórnir sem setja aðra hagsmuni en hagsmuni heimabyggðar í öndvegi eiga ekki rétt á sér og hljóta að verða settar af í næstu kosningum.
Hvammsvirkunarmálið er gott dæmi um hvert við ætlum að stefna í framtíðinni, ætlum við að setja hagsmunaaðila og gróðaöflin í öndvegi eða ætlum við að setja mannlíf og umhverfi heimabyggðar í fyrsta sæti ?
Verður fróðlegt að sjá þarna.
![]() |
Hangir yfir samfélaginu eins og draugur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2017 | 12:22
Fjölmiðafúsk - Sjálfstæðisflokkurinn með yfirburðastöðu.
Yfirburðastaða Sjálfstæðisflokksins segir visir.is.
Mælast með sama fylgi og þeir fengu í kosningum 2014.
Það þótti skandall.
Þessi könnun er samt í sjálfu sér með mjög stórt skekkjuhlutfall, aðeins 46% af þeim 714 sem náðist í taka afstöðu. Í reynd marklaus könnun nema til gamans.
Stóru tíðindin í þessari könnun er ekki yfirburðastaða Sjálfstæðisflokksins heldur það að núverandi meirihluti heldur nokkuð örugglega velli.
Núverandi samstarfsflokkar sem mælast eitthvað eru með samtals 44%.
Og svo auðvitað þetta stóra hlutfall sem ekki tekur afstöðu eða svarar ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.8.2017 | 16:34
Ójöfnuður með því mesta á Íslandi.
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa stjórnað Íslandi lengst af þessi rúmlega 20 ár frá árinu 1996.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur voru samfellt í stjórn frá 1995- 2007.
Aftur 2013 - 2016.
Eina félagshyggjustjórnin sem verið hefur við völd á þessu tímabili var stjórn Jóhönnu Sig frá 2009 - 2013, sú stjórn hafði fengið hrunið í fangið og gerði lítið annað en vinda ofan af þeim ósköpum.
Hægri flokkar með sterkar hægri áherslur hafa því stjórnað þessu landi í meira en 85% tímans og afleiðingarnar eru augljósar.
Þeim ríkari er hyglað og dregið úr áhrifum skattakerfis til jöfnunar lífskjara.
Skattbyrði hefur aukist á alla þegna þjóðfélagins og lang mest á þá sem lægst hafa launin.
Skattastefna Sjálfstæðisflokksins er innatómt kjaftæði og kosningalygi.
Þeir eru skattaflokkur og þeir sem minnst mega sín blæða mest. Við þessa iðju hefur flokkurinn notið dyggs stuðnings bændaflokksins Framsóknar sem hefur seinni árin opinberað sig sem harðlínu-hægri flokk.
Ísland er í hópi ríkja sem níðast á þeim sem minnst mega sín en klappa auðvaldinu.
Það er til skammar og ég trúi ekki að kjósendur gangi enn og aftur auðvaldi og sérhyggju Sjálfstæðisflokksina á hönd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2017 | 14:43
Treður Sjálfstæðsflokkurinn meiri stóriðju upp á Reykjanesbæ ?
( stundin )
Nokkrir stórgróðamenn úr grillhópi Sjálfstæðisflokksins eru áhyggjufullir þessa dagana.
Meðan kísilmálmsverksmiðjan í Helguvík dælir ólyfjan yfir bæjarbúa undirbúa góðvinir Sjálfstæðisflokksins aukna stóriðju fyrir Suðurnesjamenn.
Sjálfstæðisflokkurinn verður líklega að beita sér fyrir virkjun í Þjórsá og beygja Reykanesbæ til hlýðni þegar kemur að því að bæta í stóriðjuna á svæðinu.
Bæjarstjórnarmeirihlutinn í Reykjanesbæ er milli steins og sleggju þegar kemur að þessum áformum og sennilega verður þetta kosningamál á svæðinu.
Hvað sem öðru líður, þessu verður fróðlegt að fyljast með.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.8.2017 | 12:21
Gríðarlegt tjón fyrirsjáanlegt vegna Brexit.
Brexitliðar blekktu kjósendur í Bretlandi í aðdraganda Brexit.
Það er að koma í ljós síðustu mánuði að brotthvarf þessa fyrrum heimsveldis muni valda efnahagslegum hamförum og Bretland verði í efnahagslegum sárum næstu árin.
Nýjustu fréttir eru að hundruð þúsunda ætla eða hugleiða að flytja á brott.
Skotar og Norður Írar eru tvístígandi.
Evrópulöndin ætla ekki að veita Bretlandi neina afslætti af samningum og réttindum í framhaldi af Brexit.
Bretland hélt eins og Ísland að það væri hægt að velja sér góðu bitana í samningum við ESB og sleppa við annað sem væri skuldbindandi.
Svo verður greinilega ekki.
Það er því sama staða í Bretlandi og Íslandi, einangrunarsinnar ráða för og landsmenn bera tjónið af afturhaldinu.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig Bretar munu reyna að sleppa af Brexitkróknum, ekki spurning um að það verður reynt.
Fyrirsjáanlegt tjón fyrir landsmenn er svo hrikalegt að þeir munu reyna að sleppa.
Kannanir í Bretlandi sýna að fylgi við Brexit og framtíðaráform því tengt er hríðfallandi.
Landsmenn eru að sjá að þeir voru blekktir af öfgamönnum.
![]() |
Hátt í milljón vill yfirgefa Bretland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.8.2017 | 10:29
Flótti brostinn á í stjórnarliðinu.
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við hana í Kópavogsblaðinu sem birtist í dag./
Flótti er að bresta á í þingmannaliði stjórnarflokkanna.
Þingmaður Bjartrar ætlar að halda áfram í bæjarmálum en hætta á þingi.
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins er nú orðaður við framboð í Reykjavík og hefur ekki neitað að það komi til greina.
Reyndar búinn að vera í fýlu, fékk ekki ráðherrastól.
Sumum þykir það nokkuð undarlegt að bæjarfulltrúi Bjartrar í Kópavogi ætli að setja bæjarmálin í forgang, eins og mál standa núna er afar ólíklegt að Björt framtíð nái nokkrum árangri á þeim vettvangi að mælast með pilsnerfylgi. Kannski fær hún gott sæti hjá öðrum flokki fyrir góða samvinnu síðastliðin ár í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi. Það væri auðvitað góð skýring á þeessu.
En áhugavert er að skoða hvernig þessi meirihlutaþingmaður skilur við þingið og þingstörfin.
Nennir ekki að vera þar lengur af því það er ekkert að gerast og hún ræður engu.
Bjóst hún við öðru þegar Björt framtíð gekk í björg Valhallar við stjórnarmyndum.
Auðvitað áttu þau engu að ráða.
Björt framtíð er bara nytsöm hækja til þess að hafa meirihluta á þingi og bæjarfulltrúinn fékk ekki ráðherrasæti til að halda henni góðri.
![]() |
Theodóra segir af sér þingmennsku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2017 | 15:59
Ríkisstjórnarflokkar með allt á hælunum.
Aðgerðir stjórnvalda til aðstoðar sauðfjárbændum koma of seint, segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Bændur þurfi næstu þrjár til fjórar vikurnar að ákveða hversu margar skepnur þær ætli að halda í vetur. Fimm mánuðir séu frá því bændur leituðu aðstoðar stjórnvalda og tímann hafi stjórnvöld nýtt illa, segir Oddný.
Núverandi ráðherrar og ríkisstjórn eru fullkomlega getulaust fyrirbæri.
Nú eru fimm mánuðuðir síðan bændur leituðu aðstoðar og ekkert hefur gerst.
Þannig er staðan í fjölda mála.
Nú er það orðið of seint að þessi aðstoð berist segja bændur.
Ríksstjórnarþingmenn og ríkisstjórnin hafa verið í sumarfríi frá því í vor og ekki undarlegt að ekkert gerist í þeim málum sem þarf að afgreiða.
Stjórnarmyndunin í haust var stórslys.
Duglaus verkstjóri safnaði saman duglausum ráðherrum og nú er það að hefna sín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2017 | 12:14
Okrið drepur ferðaþjónustuna.
Enn eitt dæmið um gegndarlaust okur og ósvífni gagnvart ferðamönnum.
700 krónur á bílastæði án tillits til hversu lengi og án tillits til þess hvort notuð sé salernisaðstaða.
Þegar maður er nýkominn úr ferðalagi um Evrópu og ber þetta saman við það sem þar er í boði, er skiljanlegt að erlendir ferðamenn reki upp stór augu.
En sennilega verður þetta ekki vandamál mikið lengur.
Orðspor Íslands mun fækka ferðamönnum og kæmi ekki á óvart að þeim fækkaði um tugi prósenta á næstu fimm árum.
Í það minnsta vinna þeir sem eiga viðskipti við ferðamenn markvisst að því að fækka þeim með gengdarlausu okri og ósvífni.
![]() |
Dýrasta bílastæði í heimi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 820346
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar