Færsluflokkur: Bloggar
25.8.2017 | 10:08
Hvar er forsætisráðherra ?
Bjarni sagði að það þyrfti náttúrulega einhverja geðveiki til þess að sjá ekki hvað þetta er frábært land sem við búum á.
Um næstliðin áramót lýsti núverandi forsætisráðherra því yfir að það væri geðveiki að sjá ekki hvað við hefðum það gott.
Þessi sami forsætisráðherra hefur að mestu verið horfinn frá því í maí og ríkisstjórn hans hefur ekkert fundað í sumar.
Það er kannski pínulítil geðveiki líka.
Frábært land með horfinn forsætisráðherra, það er geggjað.
Nú hefur ríkisstjórn þessa sama ráðherra mælst með rúmlega fjórðungs fylgi, sennilega eitt það minnsta sem ríkisstjórn hefur mælst með.
Það er kannski sama geðveikin og verkstjórinn horfni, lýsti yfir um síðustu áramót.
En þó hefur þetta ákveðinn og langþráðan kost í för með sér.
Þjóðin sem venjulega er ákaflega ósammála í flestum mála er að sameinast í ákveðinni skoðun á stjórnvöldum.
Horfinn ráðherrann og ríkisstjórn hans eru handónýtt stjórnvald sem þarf að kjósa út úr stjórnarráðinu sem fyrst til að koma í veg fyrir frekara tjón af veru þeirra þar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2017 | 13:52
Hvað breyttist hjá Framsókn ?
Að undanförnu hefur mér það orðið ljóst að forystu flokksins skortir metnað til að vinna honum fylgis á höfuðborgarsvæðinu heldur virðist stefnt að því að halda honum sem sérhagsmunaflokki til sveita. Slíkt hugnast mér ekki þegar vinna þarf saman sem ein heild til að árangur náist til heilla fyrir þjóðina alla. Stóryrtar yfirlýsingar frá forystu flokksins um ummæli mín eru hjóm eitt. Flokkur sem er ekki tilbúinn að ræða mikilvæg málefni verður aldrei annað en smáflokkur, segir Sveinbjörg á Facebook-síðu sinni.
Segir Sveinbjörg á heimasíðu sinni.
Í aðdraganda kosninga 2014 stefndi í að Framsókn fengi engan mann kjörinn og fylgið nánast ekki neitt.
Eins og flestum er í ljósu minni þá tóku borgarstjórnarefni Framsóknar upp það sem sumir kölluðu rasískan málflutning.
Formaður og flokksforusta létu sér vel líka.
Og þetta svínvirkaði, flokkur fékk tvo menn kjörna og margfaldaði fylgi sitt frá könnunum.
Nú er öldin önnur og Framsókn ætlar ekki að gera út að málflutning borgarstjórnarfulltrúa flokksins frá 2014.
Sveinbjörg fer úr flokknum og ætlar að halda áfram sem talsmaður sinna fögru sjónarmiða í borgarstjórn.
Hinn borgarfulltrúinn og flokkurinn ætla að láta af þessum málflutningi sem formanni og forustu líkaði svo vel 2014.
Það er vel.
![]() |
Sveinbjörg segir skilið við Framsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2017 | 19:10
Smellpassar í Söguflokkinn hjá þjóðernissinnum.
Að Sveinbjörg yfirgefi Framsókn kemur fáum á óvart.
Henni var afneitað af helstu þungaviktarmönnum og eiginlega sagt að hypja sig.
En það þarf enginn að velkjast í vafa hvar borgarfulltrúinn lendir.
Flokkur fólksins smellpassar fyrir þær skoðanir sem birtust landsmönnum um daginn.
Fyrsta skrefið að eignast borgarfulltrúa á silfurfati að mati þeirra sem þar stjórna og ekki hafa verið reknir.
En sjáum til, kannski hættir hún bara í rólegheitum.
![]() |
Sveinbjörg Birna hættir í Framsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2017 | 13:00
Sjálfstæðisflokkurinn og ríkisstjórnin í frjálsu falli.
Ríkisstjórnin er búin að vera.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins er í frjálsu falli eins og stjórnarinnar.
Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur áreiðanlega sömu skoðun og á árunum þegar hann vildi að Jóhanna skilaði lyklunum.
Fylgi þeirrar stjórnar var samt langtum ofar en þeirra sem nú vermir stóla.
24.5% fylgi fyrir Sjálfstæðisflokkinn er hrein hörmung og satt að segja er það ekki undarlegt.
Flokksbrotin tvö eru að mestu horfin og eiga litla sem enga möguleika á að lyfta sér, enda hafa þau brugðist kjósendum sínum fullkomlega.
Núverandi ríkisstjórn, rúin öllu trausti mun engu koma áfram og best og heiðarlegast væri að BB skilaði lyklunum eins og hann hefur áður bent á sjálfur að eigi að gera í svona stöðu.
![]() |
Ríkisstjórnin með 27,2% fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.8.2017 | 13:40
Sægreifarnir mynduðu núverandi ríkisstjórn.
Hrikalegar fréttir ef réttar eru.
Sægreifarnir virðst hafa myndað nýverandi ríkisstjórn, þægilegt fyrir þá að koma fyrir viljugum verkfærum í stjórnarráðinu.
Viðreisn var eitthvað að belgja sig fyrir kosningar en á lokaspettinum virðast útgerðarmennirnir hafa fengið þær upplýsingar sem dugðu til ríkisstjórnarmyndunar þeirra með Sjálfstæðisflokknum.
Fréttir úr bakherbergjum Viðreisnar verða sífellt áhugaverðari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2017 | 12:26
Ferð um hið stórkostlega hálendi.
Á Íslandi er ekki vandi að ferðast og sjá fagra og frábæra staði. Stórkostlegan hálendishring er hægt að fara á einum vænum degi, 12 15 klukkustundum. Ferðin hefst við gatnamót þjóðvegar 1 á Mývatnsöræfum. Stefnan er tekinn sem leið liggur til suðurs eftir þokkalegum vegarslóða. Vegurinn er oft harður og á þurrum dögum er oft lítið skyggni vegna þess að rykið er gríðarlegt. En satt að segja er þetta hluti af hálendisrómatíkinni, holunar og rykið. Fyrsti staðurinn á leiðinni þar sem vert er að stöðva er á Ferjuásnum, þar sem ferjan á Jökulsá á Fjöllum var staðsett. Þegar maður horfir á kolmórauða Jöklu veltir maður því stundum fyrir sér hvernig í ósköpunum mönnum tókst þó oftast nær að komast slysalaust yfir þetta gríðarlega vatnsfall. Eftir stuttan stans á Ferjuásnum er ferðinni haldið áfram. Farið er um Grafarlönd og yfir Grafarlandaá þar sem smalamenn fyrri ára háðu oft erfiða baráttu við náttúröflin í smalamennsku á haustin og fyrri hluta vetrar. Frægastur þeirra er vafalaust Fjalla Bensi sem var orðin lifandi goðsögn löngu fyrir lát sitt. Ekki má doka of lengi við einstök atriði því löng leið er framundan. Ekið er í hendingskasti eins og leið liggur að Lindaá. Hún er breið en þægileg yfirferðar síðan lokað var á að Jökla næði að renna í hana við Herðubreiðarlindar. Þangað erum við nú komin eftir að hafa komist klakklaust yfir Lindána. Herðubreiðalindir erum dásamleg vin í eyðimörkinni. Tærir lækir skoppa yfir kletta og hraun og bökkum þeirra vex stórvaxinn hvönn, og blágresi og eyrarrós eru víða. Í lindunum eru skálar Ferðafélags Akureyrar og þar er oft fjölmennt. Rétt norðan við skálann er Eyvindarkofi þar sem útilegumaðurinn frægi hélt til einn vetur við heldur bág kjör. Ekki er löng viðdvöl í Lindunum og ekið til suðurs í átt til Öskju. Farið er með Herðurbreiðartöglunum og yfir vikrana miklu sem kaffærðu hraunin sem þarna voru í gosinu mikla 1875. Askja er stórkostlegur staður. Þar hafa orðið mikið og stór eldgos í aldanna rás en árið 1875 urðu þar einar stórkostlegust náttúrhamfarir á Íslandi. Gríðarlegt sprengigos þeytti ösku upp í heiðhvolfið og féll aska frá þessu gosi á Norðurlöndum og Rússlandi og víðar. Á næstu áratugum myndaðist þarna í framhaldi af þessu dýpsta vatn Íslands Öskjuvatn. Það er yfir 200 metrar á dýpt og myndaðist þegar jarðskorpan hrundi eftir risagosið. Allt er svæði sundursoðið af eldi og brennisteini. Frægasti atburður sem þarna hefur átt sér stað er þegar tveir þýskir vísindamenn hurfu gjörsamlega árið 1907. Annars er Öskjusvæðið eitt stórkostlegasta undur íslenskar náttúru og þarna þurfa menn að stoppa í marga daga ef skoða á allt sem fyrir augu getur borið. En við erum bara í dagsferð og því er ekki til setunnar boðið. Ekið er aftur til baka út Öskjuopið yfir hraunið úfna sem rann í síðasta gosi þarna árið 1961. Þar er snúið til suðurs með Dyngjufjöllum að austan, framhjá Dyngjuvatni sem fór að myndast þarna eftir gosið mikla 1875, líklega hefur vikurinn lokað fyrir lækina sem renna frá fjöllunum. Farið er suður fyrir fjöllin og til vesturs og sveigt norður Dyngjufjalladal. Algjörlega gróðurlaus dalur á milli Dyngjufjalla og Dyngjufjalla ytri. Í dal þessum eru víða fallegar klettamyndanir og stór björg hafa oltið frá hlíðunum og eru eins og smáhús um alla sanda og sléttur, sérkennilegt að sjá þetta í ljósakippunum. Í dalnum er skáli sem Ferðafélagið komi fyrir með dyggri aðstoð ameríska hersins. Nú styttist í að við lokum hringnum. Við tekur frekar stutt en afar seinfarin leið um Suðurárbotna til Bárðardals. Það hafa margir Öskjufarar endað ferð sína í Svartárkoti í Bárðardal en það er sá bær sem næst liggur Öskju. Suðurárbotnar eru afar gróið land og þarna voru bæir til forna sem getið er í sögum. Frægastur þeirra er Hrauntunga. Það er ekki að efa að margir hafa fagnað því að komast í græn grös eftir margra daga ferð um svarar auðnir hálendisins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2017 | 10:44
Björt framtíð og búvörusamningurinn.
Ekki stendur annað til en að stjórnvöld standi við búvörusamning sem samþykktur var á Alþingi síðasta haust, að sögn Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra. Hann segir mikilvægt að finna lausn til framtíðar á vanda sauðfjárbænda.
Bjarni Ben ætlar að standa við búvörusaminginn.
Honum er slétt sama hvað samstarfsflokkunum finnst um það, þeir bara hlýða.
Allir muna samt hvað þessir tveir flokkar hafa sagt í þessu máli.
Viðreisn vill endurskoða landbúnaðarkerfið.
Björt framtíð lafði á þingi í síðustu kosningum m.a. með því að taka harða afstöðu gegn búvörusamningnum.
En nú er breytt umhverfi. Kosningamálin löngu gleymd hjá Bjartri og ráðherra flokksins ætla að njóta mjúkra ráðherrastólanna eins lengi og sætt verður.
Það byggir auðvitað á því að fara bara eftir því sem leiðtogi lífs þeirra BB segir og vill.
Þeir vita sem er að þetta langsíðasta tækifæri þeirra í pólitík, BF hefur runnið sitt skeið á enda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2017 | 19:22
Hótelin á Akureyri í bið. Leikinn millileikur.
Útlit er fyrir að bygging á nýju hóteli KEA, í innbænum á Akureyri, frestist um heilt ár. Hluti lóðarinnar sígur stöðugt og á meðan er ekki hægt að hefja þar framkvæmdir. Að öðru leyti segir framkvæmdastjóri KEA áformin um nýtt hótel óbreytt.
Það eru blikur á lofti í ferðabransanum á Íslandi, eftir gríðarlega uppsveiflu virðist hafa hægst um.
Allt of hátt gengi krónunnar og verðlag úr öllu hófi hefur mikil áhrif. Ísland er að fá á sig orkurorðspor.
Fyrir einu ári síðan leit út fyrir að hótelherbergjum á Akureyri mundi fjölga gríðarlega.
Til stóð að byggja tvö stór hótel, annað á Sjallareitnum og hitt við Drottningarbraut.
Skilaboð frá sölumönnum ferða til Íslands er að nú dragi mjög úr bókunum og mikið sé um afbókanir. Hvað er að marka það veit maður ekki en óneitanlega eru blikur á lofti.
Þeir sem ætluðu að byggja á Sjallareitnum hafa nú frestað þeim áformum og ljóst að þar verður ekki byggt næstu tvö árin.
Nýjustu tíðindin eru að nú hefur KEA hætt við byggingu hótels í bili, frestað framkvæmdum heitir það.
Vísað er í að lóðin sígi og þess vegna verður að bíða og sjá til.
Samtímis rísa þrjú stór fjölbýlishús á sama reit, sömu uppfyllingu frá árunum 1980 - 90.
Örugglega satt og rétt og kemur á besta tíma ef maður ætlar að leika millileik og sjá til hvert þessi þróun leiðir ferðaþjónustuna á Íslandi.
Þetta " sig " hefur því komið á besta tíma fyrir þá KEA menn og samherja þeirra í hótelbyggingu á Drottningarbrautarreit.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2017 | 13:38
Þjónar íhaldsins.
Formaður Vinstri grænna segir eina erindi ríkisstjórnarinnar vera að viðhalda hægrisinnaðri hagsstjórn, skattastefnu og viðhorfum í ríkisrekstri. Formaðurinn gagnrýnir stjórnmálamenn harðlega sem stilla upp fátæku fólki og hælisleitendum sem andstæðingum.
Það hefur ríkt óvenjulega mikil þögn um þátttöku - eða heldur þátttökuleysi "umbótaflokkanna" tveggja í ríkisstjórn.
Sjálfstæðisflokkurinn rétti þeim nokkra ráðherrastóla upp á þau býtti að þeir þegðu og hefðu sig hæga.
Það hefur gengið eftir að mestu nema nokkir ráðherrar þeirra hafa gert sig að hálfgerðum viðundrum á köflum. Það á sérstaklega við fjármálaráðherrann og umhverfisráðherrann.
Á meðan hefur Sjálfstæðisflokkurinn dundað við að framfylgja sinni einkavæðingar - hægri stefnu í frið og ró.
Kjósendum sem kusu þessa flokka í ljósi þess að þeir þóttust vera umbótaflokkar er að sjálfsögðu brugðið og hafa flestir yfirgefið skúturnar.
Formaður Bjartar framtíðar hefur sérstakt lag á að hverfa löngum stundum og svarar svo í innhaldslausum klisjum þá sjaldan sem fjölmiðlar ná að króa hann af einhversstaðar.
Ábyrgð þessara tveggja smáflokka er mikil.
Getuleysi þeirra gerir Sjálfstæðisflokknum mögulegt að koma í gegn málum í anda últra hægri stefnu í rósemd.
Ekki reyna þeir að spyrna við fótum.
Þeim verður að sjálfsögðu refsað grimmilega í næstum kosningum en getuleysi þeirra hefur þá haft óafturkræfan skaða í þjóðfélaginu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2017 | 09:45
Þjófur í paradís ? Costcohremmingar.
Í gær fór ég í fyrsta sinn í Costco. Ekki í frásögur færandi, bara einn af tugum þúsunda sem þangað hafa farið.
Reyndar var fátt heillandi þarna, þó vafalaust ódýrt og sanngjarnt.
Það var ekki margt fólk að prika þarna um, í hillum bar að líta ýmiskonar vöruflokka, margt að því fæst hjá kaupmanninum á horninu en sumt framandi frá útlöndum.
Þó er þetta ekki verslun sem ég mundi mæta í til daglegra innkaupa, til þess er hún allt of stór og of mikið vesen að finna sér bílastæði og reyndar afskekkt fyrir flesta höfuðborgarbúa.
Sennilega er það helsti kostur Costco að hún þrýstir niður verði á innkaupakörfu heimilisins, líka á landsvísu.
En í þessa búð ætla ég aldrei aftur.
Kannski viðkvæmni hjá mér en ég kann því afar illa að við útganginn bíða tveir starfsmenn, taka af þér innkaupastrimilinn og bera saman við það sem er í körfunni.
Þjófatékk heitir þetta, og veit ekki til að þetta annarsstaðar í verslunum á Íslandi.
Ég ætla ekki að mæta í verslun sem meðhöndlar mig sem líklegan þjóf.
Kannski viðkvæmni hjá mér en mér var misboðið.
Takk fyrir viðskiptin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 820346
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar