Ríkisstjórnin drepur flutning málefna fatlaðra.

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að tillögur fjármálaráðherra um niðurskurð fjárframlaga til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga komi eins og þruma úr heiðskíru lofti. Komi þær til framkvæmda séu forsendur brostnar varðandi flutning þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga.

Svona fór um sjóferð þá.

Frekari flutningur málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga virðist úr sögunni nema ríkisstjórninn hverfi frá villu síns vegar.

Auðvitað eru forsendur brostnar á þeim flutningi þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tekur slík skref þvert á alla umræðu.

Auðvitað er það Sjálfstæðisflokkurinn sem stjórnar þessu og ber ábyrgð á tekjurýrnun ríkissjóðs. Lækkar skatta á ríka og gjöld á stöndug fyrirtæki.

Ráðast enn á garðinn þar sem hann er lægstur. Vaninn á þeim bænum og gott að hafa daufgerða, viljalausa flokka með sér í gjörningnum.

Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn kvitta upp á gjörninginn, auðvitað viljalaus verkfæri í höndum fjármálaráðherra.

Ekki sérlega undarlegt með sveitastjórnarmálaráðherra Framsóknar en staðfestir það sem flestir sjá, formaður Vinstri grænna er hreinlega viljalaust verkfæri í höndum BB.

Hvar er grasrótin spyr maður enn og aftur.


Ruglið í stjórnarráðinu.

Áform ríkisvaldsins um að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga valda gríðarlegum vonbrigðum. Þetta segir bæjarstjórinn á Akureyri. Endurskoða þurfi allar forsendur, ef skerðingin verður að veruleika.

En bætir í ruglið hjá þessar ógæfulegu ríkisstjórn.

Nú á að skera niður framlög til jöfnunarsjóð um þrjá milljarða.

Þá er bara um tvennt að velja, skila einhverjum þáttum aftur til ríkisins sem er auðvitað raunhæfasti kosturinn eða skera niður þjónustu í félagslegum þáttum.

Ríkisstjórnin lækkaði tekjur ríkissjóðs um milljarða með því að afhenda ríkum stórar upphæðir.

Og nú á að láta sveitarfélögin taka á sig hluta af þeirri tekjuskerðingu.

Það sér hver maður að þessi ríkisstjórn er ömurleg og forgangsraðar ríkum og betur stöddum fremst.

Er grasrót VG hreinlega dáin pólitískt ?

Láta gömlu freku karlana í Framsókn og Sjálfstæðisflokknum ráða stefnu og för.

Það er sorglegt að horfa á hrun þessa fyrrum félagshyggjuflokks.

Ljóst að formanni hans er stjórnað af formönnum frekjuflokkanna.


20% starf ráðherra virðist hæfilegt.

Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð tekur tímabundið við dómsmálunum samhliða núverandi ráðherrastörfum hennar. Þetta tilkynnti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, eftir að þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins lauk rétt fyrir klukkan hálf fjögur. Ráðherraskiptin fara fram á ríkisráðsfundi á Bessastöðum klukkan fjögur.

Það virðist heldur léttvægt starf að vera ráðherra á Íslandi.

20% starf er nærri lagi.

Kannski er mannval Sjálfstæðisflokksins ekki beysið og þetta nauðsyn.

Það virðist ekki vera neitt mál fyrir Þórdísi að bæta við sig einu litlu dómsmálaráðuneyti til viðbótar við þingmannsstörf og annað ráðherraembætti.

Ef það er hægt væri ráð að meta launaþátt ráðherraembætta.

Það virðist heldur léttvægt og klént ef hægt er að gegna mörgum slíkum í einu.

Væri nærri að meta slíkt starf til 20% af eðlilegu fullu starfi.

Ef til vill mætti fækka ráðherrum í þrjá í framtíðinni.

Það virðist vera þokkalegt verkefni og mundi spara mikið

Nokkuð ljóst að þetta er lítið mál.


mbl.is Þórdís tekur við dómsmálunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar ráðherrar gera upp á bak hætta þeir.

Ísland braut gegn 6. grein mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu sem fjallar um rétt til rétt­látrar máls­með­ferðar fyrir dómi í máli gegn manni sem dæmdur var í 17 mán­aða fang­elsi í Lands­rétti. Ástæðan er sú að mað­ur­inn fékk ekki rétt­láta máls­með­ferð fyrir Lands­rétti vegna þess að Arn­fríður Ein­ars­dótt­ir, sem er dóm­ari við rétt­inn, hafi ekki verið skipuð í hann með lög­mætum hætt­i.

Þá liggur það fyrir.

Sigríður Andersen braut Mannréttindasáttmála SÞ.

Búið var að vara hana við en hún veit allt best og mest.

Hætt er við að þessi stórkostlegu mistök ráðherrans eigi eftir að kosta mikil vandræði og mikla fjármuni.

Ráherrar sem kunna ekki betur til verka og eru jafn dómgreindarsnauðir eru til vansa fyrir Alþingi og þjóðína alla.

Ráðherrar sem gera upp á bak hætta.

Nú er að sjá hvort Sjálfstæðisflokkurinn og sérstaklega VG verji þennan vanhæfa ráðherra.

Er Katrín maður eða mús ?

Ekki skilur ráðherrann stöðu sína.


Trúnaðarbrestur forsætisráðherra.

Ef stjórnir Landsbankans og Íslandsbanka verða ekki við tilmælum um laun æðstu stjórnenda er kominn upp trúnaðarbrestur milli þeirra og stjórnvalda, segir forsætisráðherra.

Forsætisráðherra talar um trúnaðarbrest.

Kannski er ráðherrann lýsandi dæmi um þann sem sér flísina í auga náungans en ekki bjálkann í eigin auga.

Forsætisráðherra er einn þeirra stjórnmálamanna sem tók við tuga prósenta launahækkun  þegar almennum launamönnum standa til boða 4%.

Trúnaðarbrestur hennar er líklega enn stærri en þeirra sem hún gagnrýnir.

Trúnaðarbrestur hennar og annarra stjórnmálamanna sem tóku við 45% launahækkun er mikill

Það hvarflar ekki að henni að segja sig frá því og skila til baka.

En tilbúinn að gagnrýna aðra fyrir sömu sakir.

Og svo talar hún um trúnaðarbrest, trúnaðarbrestur hennar er gagnvart almennu launafólki á Íslandi.


Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 818149

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband