Ríkisstjórnin drepur flutning málefna fatlaðra.

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að tillögur fjármálaráðherra um niðurskurð fjárframlaga til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga komi eins og þruma úr heiðskíru lofti. Komi þær til framkvæmda séu forsendur brostnar varðandi flutning þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga.

Svona fór um sjóferð þá.

Frekari flutningur málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga virðist úr sögunni nema ríkisstjórninn hverfi frá villu síns vegar.

Auðvitað eru forsendur brostnar á þeim flutningi þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tekur slík skref þvert á alla umræðu.

Auðvitað er það Sjálfstæðisflokkurinn sem stjórnar þessu og ber ábyrgð á tekjurýrnun ríkissjóðs. Lækkar skatta á ríka og gjöld á stöndug fyrirtæki.

Ráðast enn á garðinn þar sem hann er lægstur. Vaninn á þeim bænum og gott að hafa daufgerða, viljalausa flokka með sér í gjörningnum.

Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn kvitta upp á gjörninginn, auðvitað viljalaus verkfæri í höndum fjármálaráðherra.

Ekki sérlega undarlegt með sveitastjórnarmálaráðherra Framsóknar en staðfestir það sem flestir sjá, formaður Vinstri grænna er hreinlega viljalaust verkfæri í höndum BB.

Hvar er grasrótin spyr maður enn og aftur.


Bloggfærslur 17. mars 2019

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818229

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband