Er þetta kjánahópur ?

Nú er ég hissa. Héldu þessir menn virkilega að ráðherra gæti gefið afslátt frá alþjóðaöryggisreglum bara si svona. Ég hafði samúð með málstað þessarra manna þó svo ég hafi ekki verið sammála þeim aðferðum sem þeir hafa beitt.

En nú held ég að ég endurskoði hug minn. Þegar hugarfar manna gengur út á að fá afslátt af öryggisreglum sem settar eru almenningi til varnar lýkur mínum stuðningi. Og halda það að ráðherra samgöngumála semji við þá yfir borðið á staðnum um slík lýsir kjánaskap.

Ég vildi óska þess að menn haldi þessari baráttu innan skynsamlegra marka... með þessu lagi hverfur öll samúð með málstaðnum eins og dögg fyrir sólu.


mbl.is „Gagnslaus fundur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Magga Pála.

Til hamingju Magga. Það er skondið að SUS skuli verðlauna þig en þú er vel að þessu komin.

Einhverntíman hefði ég neitað að trúa því að SUS ætti eftir að finna samhljóm með þér Wink

En eins og þú vafalaust veist er ég með efasemdir um aðgreiningu kynja hvort sem er á leikskólum eða almennt í lífinu. Það voru svona skólar í Englandi á nítjándu öld og jafnvel fyrr.

En sumir eru ánægðir fyrir sína hönd og barna sinna og það er gott.


mbl.is Margrét Pála og Viðskiptaráð hljóta frelsisverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirmyndarfyrirtæki IKEA

Þetta voru skemmtileg skilaboð í þá hótanaflóru sem hafði dunið á landsmönnum frá verslun og þjónustu að undanförnu. Við neytendur heyrðum endalausar hótanir um 30% verðhækkanir og þaðan af meira.

Allir vita að það er tímabundin niðursveifla í hagkerfi, að það er tímabundið fall á krónu og það er tímabundið ástand á fjármálamörkuðum heimsins. En tölur sem við fengum að heyra voru ekki neinu samræmi við þann veruleika sem við er að fást.

Að forráðamenn verslunar eins og IKEA mæti síðan í fjölmiða og leggi inn jafn jákvæð skilaboð í umræðuna eru sérstakt gleðiefni fyrir okkur neytendur. Þarna er um að ræða fyrirtæki sem er með nánast alla sína vöru innflutta... sem ætti að koma illa niður hjá þeim.

Ég er eiginlega hissa á þessum áróðri sem forráðamenn verslunar báru á borð fyrir okkur pöpulinn. Meira að segja sjálfskipaðir gleðigjafar í matvælageiranum tóku undir.

Fékk maður ekki aðeins á tilfinninguna að þessir menn ætluð að hafa allt sitt á hreinu á kostnað annarra.... maður getur ekki alveg varist þeirri hugsun.

 


mbl.is Telur fleiri munu slást í lið með IKEA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tólfæringur Vinstri grænna hefði gengið.

il18Vistvænasta aðferð til að komast til Rúmenínu hefði verið að fara með tólfæringi til meginlandsins og hjóla svo rest. Það er svona bátur í Vigur og það hefði alveg mátt fá hann til láns. Þingflokkur VG passar í áhöfn með varaþingmönnum. Smile

En að gríni slepptu.

Auðvitað var það af illri nauðsyn að þurfti að grípa til þessa því forráðamenn ríkisstjórnarinnar voru að funda um aðgerðir í efnahagsmálum fram á síðustu stundu.

Nöldrið og heimóttarskapurinn í geðvondum VG-istum er að verða skemmtiatriði fyrir alla nútímahugandi menn.

Einu sinni flaug ég frá Keflavík til Bucarest með Ilyushin  18 skrúfuvél og var tæpa átta tíma á flugi án viðkomu. Sennilega verða þau skötuhjú fljótari en ég var um árið.


mbl.is Ferðamáti gagnrýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga þrýstihópar að stjórna þjóðum ?

Mér finnst einni spurningu ósvarað í þessu máli. Margir dásama þessar aðgerðir og kalla vörubílstjóra hetjur og annað í þeim dúr.

Aðrir tala gegn þessu og kalla þetta almannahættu og hafa af þessu áhyggjur.

Meginspurning er ??? Geta ríkisstjórnir hvort sem er hér eða annarstaðar látið undan þrýstihópum vegna fordæmis og framtíðar. Eiga hópar sem beita ólöglegum aðgerðum að taka við stjórn þjóðríkja.

Ég held að þó margir séu sammála þessum mönnum í pólitíkinni geta stjórmálamenn ekki látið undan stjórnvöldum götunnar. Við veljum stjórnmálamenn í kosningum til að stjórna og þeim ber að taka tillit til sjónarmiða eins og hægt er og skynsemi leyfir.

Ég held að þó stjórnmálamenn langi til að verða við þessum kröfum verði það ekki gert undir hótunum og aðgerðum sem þessum.


mbl.is „Klárlega almannahætta"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart. Gróðahyggjuglígja að villa okkur sýn ?

Því að ekki væru til losunarheimildir fyrir olíuhreinsunartöð hefur verið haldið fram frá því málið var fyrst reifað. Kannski er það með okkur íslendinga í þessu sem ýmsu öðru að við skrifum undir alskonar samninga en ætlum síðan ekki að fara eftir þeim. Ég held samt ekki að þetta sé meðvitað þegar skrifað er undir og þátttaka ákveðin. Þetta bara gerist einhvernveginn svona því við erum agalaus þjóð og höldum að svona gerast kaupin á eyrinni.

En í þessu komumst við ekki upp með neinn moðreyk og þó einhverjir slaufukarlar haldi að þeir geti keyrt að gróðasjónarmiðum einum í umhverfismálum, þá er það liðin tíð meðal siðmenntaðra þjóða og þeim viljum við tilheyra.


mbl.is Olíuhreinsistöð rúmast ekki innan losunarheimilda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérkennilegur málflutningur. Er hann að skrökva ?

Merkilegur stíll hjá nýja borgarstjóranum í Reykjavík. Það er óvenjulegt að jafn hátt settur embættismaður og pólitíkus vaði í fjölmiðla og ásaki fjarstadda menn um óheilindi og allt að því glæp. Ef það væri rétt að stjórnmálamenn gengju erinda auðmanna á þann hátt sem borgarstjóri segir í fjölmiðlum væri það alvarlegt mál.

En borgarstjóri ætla að halda sig við órökstuddar dylgjur og ásakanir og vill ekki rökstyðja hvað hann á við, hverja hann á við og hvenær meint brot hafa átt sér stað.

Meðan hann svarar því ekki og atar aðra auri verður hann dæmdur af verkum sínum. "látum verkin tala" segir hann aftur og aftur.... og ætti þá að bæta við.... og ötum andstæðinga okkar auri....

Þetta er ljótt herra borgarstjóri.... komdu fram og segðu okkur hvað þú átt við og gott væri að sönnun lægi fyrir. Þetta er ótrúlega ómerkilegt að halda svona fram án rökstuðnings.


mbl.is Segir borgarstjóra veitast að Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarandstaðan í molum.

Þrátt fyrir að gefi á bátinn njóta ríkisstjórnarflokkarnir trausts. Kjósendur telja greinilega að þó svo erfiðleikar séu í efnahagslífinu og samdráttur framundan treysta þeir Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki til að takast á við vandann...enda málflutningur stjórnarandstöðunnar afar ótrúverðugur og síðan bætir ekki úr að þeir tala hver annan niður. Steingrímur lét Guðna hafa það óþvegið á Stöð 2 í kvöld.

Þó svo menn vildu leita annað eru Steingrímur J og Guðni Á lítt trúverðugir. Guðni heldur áfram að tala eins og hrein mey í stjórnmálum og heldur áfram að verja landbúnaðarstefnu og okurverð í matvælageiranum, allt í anda gömlu Framsóknar sem var fædd til þess eins að verja hagsmuni fárra á kostnað fjöldans.

Steingrímur er svo sérstakur kapítuli. Ef hann færi að skipta um plötu og léti af Evrópufóbíu sinni gæti vel verið að hann endurheimti fyrri virðingu. Núna er hann bara geðvondur úrtölumaður sem hefur flest á hornum sér. Kjósendur nenna ekki svona ... þetta er bara leiðinlegt.

Grímur hefur líka skemmtilega sýn í gjaldeyrismálum, um daginn kom hann með afar undarlega tillögu um sameiginlega Norðurlandamynt... vitandi það að Svíar, Danir og Finnar eru í ESB og efnahagur Noregs á fátt skylt með okkar örkrónu. Næst kemur hann líklega með tillögu um Þistilfjarðar-rúblu. Það gæti skapað okkur sérstöðu...

En..... niðurstaða þessarar lítt breyttu könnunar er að " Stjórnarandstaðan nýtur lítils tausts" og kannski sérstaklega af því erfiðleikar eru um sinn og þeim er ekki treystandi að mati kjósenda.

PS: Ég gleymdi Frjálslynda flokknum.... og Íslandshreyfingunni. Það kannski segir alla söguna hvað þá varðar.


mbl.is Litlar breytingar á fylgi flokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flókið ástand líklega.

Það er örugglega ekkert grín að vera embættismaður í Reykjavík þessi misserin. Stjórnmálamenn koma og fara og sífellt er skipt um kúrs. Mér skilst að mikill flótti hafi brostið á meðal embættismanna þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst til valda á ný...fyrst með Framsókn og síðan með bluraða borgarstjóranum sem ég þori ekki að nefna.

Mér sýnist sem leikmanni fjarri vettvangi, að vandi borgarinnar sé fyrst og fremst óákveðni og óöryggi. Þegar þú veist ekki hvað bíður þín eða hvert mál stefna hættir þú að leggja þig fram. Það er tilgangslaust að leggja sig fram þegar stjórnendur vita ekki sitt rjúkandi ráð og vita síst allra hvert stefnir.

Núverandi meirihluti er mjög veikur og þeir sem leiða eiga nefndir og ráð eru lítt þjálfaðir og sumir snúast í hringi og tala og tala. Gott dæmi um þetta er Gísli Marteinn sem stekkur fram og viðhefur stórar yfirlýsingar svona eftir sem fréttir berast og hvað er í gangi. Þess á milli gerist nákvæmlega ekkert og kunnugir segja að hann sé fyrst og fremst góður í talandanum, minna fari fyrir framkvæmdum.

Borgarstjórinn og Villi eru svo sér kapítuli og fróðlegt verður að fylgjast með atburðarás þarna á næstu mánuðum.


mbl.is Hörmulegt ástand í stjórnsýslu Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæti misst ökuleyfið.

Það er nú svo í umferðalögum að ef menn gerast ítrekað brotlegir við umferðarlög og stofna lífi og limum borgaranna í hættu gætu forsvarsmenn þessar mótmæla misst ökuréttindi tímabundið.

Eiginlega geta menn varla sleppt að refsa þeim því annað væri slæmt fordæmi fyrir löggæslu og dómskerfi. Ætli þeir geri sér almennt grein fyrir þessari áhættu ?


mbl.is „Ráðamenn vakni"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband