Eiga þrýstihópar að stjórna þjóðum ?

Mér finnst einni spurningu ósvarað í þessu máli. Margir dásama þessar aðgerðir og kalla vörubílstjóra hetjur og annað í þeim dúr.

Aðrir tala gegn þessu og kalla þetta almannahættu og hafa af þessu áhyggjur.

Meginspurning er ??? Geta ríkisstjórnir hvort sem er hér eða annarstaðar látið undan þrýstihópum vegna fordæmis og framtíðar. Eiga hópar sem beita ólöglegum aðgerðum að taka við stjórn þjóðríkja.

Ég held að þó margir séu sammála þessum mönnum í pólitíkinni geta stjórmálamenn ekki látið undan stjórnvöldum götunnar. Við veljum stjórnmálamenn í kosningum til að stjórna og þeim ber að taka tillit til sjónarmiða eins og hægt er og skynsemi leyfir.

Ég held að þó stjórnmálamenn langi til að verða við þessum kröfum verði það ekki gert undir hótunum og aðgerðum sem þessum.


mbl.is „Klárlega almannahætta"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er góð spurning kæri Jón. Stjórnmálamenn eru stundum ansi háðir ýmsum hagsmuna- eða þrýstihópnum. Veit ekki hvort ég eigi að telja þá upp hér en í Bandaríkjunum er til starf "lobbíista" sem hefur þann eina starfa að sitja fyrir þingmönnum í forsölum þingsins. Þeir eru á launum hjá hagsmynasamtökum. Stjórnmál ganga ansi mikið út á að hlusta, taka hagsmuni heildar og ákveða. Mótmælaaðferðir bílstjóra er nýung á Íslandi og hugsanlega mun þetta leiða til þess að menn sameinist að mótmæla á fleiri sviðum. Hvað með samtakamátt bílstjóra að mótmæla samræmdu bensínverði olíufélaganna? Hvað með að mótmæla vöxtum, landbúnaðarkerfi, verði á grænmeti eða eftirlaunakjör þingmanna?

Sósíaldemókratísk mótmæli eru af hinu góða.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 12:54

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála Gísla

Óskar Þorkelsson, 2.4.2008 kl. 13:28

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eimitt...þetta er spurning sem vert er að huga að. Að mínu mati munu stjórnmálamenn ekki afhafst meðan mál eru í hótana og lögbrotagír. Það er grundvallaratrið með fordæmi og framtíðina í huga.

Sama mottó og hjá ríkisstjórnum heimsins.... við semjum ekki við mannræningja ... vegna fordæmisgildis og framtíðar. Það er flókið að menn sjái að þeir fái sitt fram með hótunum.... í þá stöðu geta stjórnmálamenn ekki sett sig eða arftaka sína...

svo gæti oliugjald lækkað seinna þegar aðgerðum væri hætt... nefnd um slíkt skilaði skoðun sinni nýverið.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.4.2008 kl. 13:55

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Segi það sama.  Góð spurning. 

Getum við, ef við ætlum t.d. að mótmæla of háu matvælaverði, farið og læst alla inni í Bónus í svona ca 1-2 tíma á hverjum degi þangað til að okkur þóknast að hætta? 

Hef ekki neitt á móti mótmælum og ég tel að þau séu nauðsynleg í öllum lýðræðissamfélögum en svo er gráa línan hversu langt má ganga. Mótmæli á að nota til að mótmæla en ekki til að hindra eða þvinga aðra.

Marinó Már Marinósson, 2.4.2008 kl. 15:13

5 identicon

Ég get nú ekki líkt þessum mótmælum við aðgerðir mannræningja. En... af einhverjum ástæðum þá lækkaði lítrinn af bensíni um 25 sökkvandikrónur í dag. Af hverju skyldi það nú stafa?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 15:21

6 Smámynd: Marinó Már Marinósson

En þetta eru svona hálfpartinn þvingunarmótmæli og hindra aðra í að komast um.

Marinó Már Marinósson, 2.4.2008 kl. 15:26

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Águgaverð umræða. Hvert og hvernig á að haga móttmælum. Hvernig mótmælum við himinháu matarverði...sem er jafn erfitt heimilunum og olíu og bensínverð. Förum við og hellum úldnum fiski á bílastæðið hjá Jónannesi í Bónus eða köstum eggjum í Alþingishúsið ??? spurning dagsins.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.4.2008 kl. 15:44

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

í bunn og grunn.. menn eru að bíða eftir stjórnmálamönnunum.. eins ogf vanalega.. taka þessir menn ekki við sér mun ástandið bara versna.

Óskar Þorkelsson, 2.4.2008 kl. 17:01

9 identicon

Þetta er franska (bænda) aðferðin. Viðbótin innan sviga verður að vera annars halda menn að þetta sé eitthvað fyrir neðan beltisstað.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 18:57

10 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Samkvæmt fréttum í blöðum í dag standa yfir svipaðar aðgerðir bílstjóra víða um Bandaríkin... þar er líka verið að mótmæla háu eldsneytisverði.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.4.2008 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 818122

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband