Verið að vinna er hvar eru Vinstri grænir ?

Enn staðfestist að verið er að vinna á fullri ferð að ráðstöfnum í efnahagsmálum. Enginn ágreiningur er um að auka gjaldeyrisvaraforða og ríkið mun bakka bankana upp ef þörf krefur. Jafnframt standa til fundir með verkalýðshreyfingu og ýmsum þeim hópum sem áhrif hafa í þjóðfélaginu.

Það er fyndið hvernig stjórnarandstaðan reynir að gera ferðir ráðherra og annara erlendis grunnsamlegar og nánast undarlegt hvernig fjölmiðlar bermála þennan kór. Allir sem til þekkja í stjórnmálum vita að vinna heldur áfram þó einn og einn stjórnmálamaður skreppi úr landi í 1, 2 eða fleiri daga. Það er ekki eins og ráðuneytin og starfsmenn þar leggist í dvala.

En eitt er samt skondið í þessu öllu saman. Allir þekkja hávaðan í formanni VG vegna ferða stjórmálamanna og kallar þá til ábyrgðar að hlaupast frá ástandinu eins og það er.

En hvar er þessi ágæta málpípa og postuli hneykslunar og upphrópana þessa dagana ? Viti menn, hann er erlendis í erindum Alþingis.... á Evrópuþinginu held ég. Og það er ekki nóg með það...Kolbrún Halldórsdóttir og Þuríður Bachmann eru líka erlendis...

Á þessu viðsjárverðu tímum eru 35 % af þingflokki Vinstri grænna erlendis í opinberum erindum. Samkvæmt þeirra eigin skilgreiningu er þetta algjört árbyrgðarleysi og til skammar á þessum viðsjárverðu tímum.

En mér finnst þeir bara vera vinna vinnuna sína því hluti af því að vera í stjórnmálum er að sinna erindum á vegum Alþingis og þjóðarinnar á erlendum vettvangi, þannig að þó þeir áfellist sjálfa sig ætla ég ekki að gera það.

 


mbl.is Enginn ágreiningur um að auka þurfi gjaldeyrisforðann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamaldags hugsun.

Viðhorf saksóknarans Lindu Hesselberg lýsir gamaldags viðhorfum og skorti á nútíma uppfræðslu. Það verður æ meira ríkjandi sú skoðun að harðar refsingar og refsigleði er ekki endilega það sem bestum árangri skilar. Viðhorf þessarar ágætu konu t.d. til einangrunarvistar lýsir því kannski best hversu fjarri lagi hugmyndafræði hennar er.

Hvaða árangri heldur hún t.d. að hún nái með þann einstakling sem hún vill dæma í áratugs tugthús fyrir aðild að máli en ekki skipulagningu og undirbúning. Hér segja sérfræðingar að samskonar brot hefði leitt til nokkurra mánaða fangelsis...eða lítið eitt meira. Einstakningur sem á slíka aðild verður á engan hátt betri maður ef loka á hann inni til lengri tíma í stað þess að veita honum aðstoð og stuðning til að takast á við yfirsjón sína og hjálpa honum á beinu brautina á ný.

Í stað þess fær hann dóm sem gerir honum ókleyft að takast á við sín mál og komast á beinu brautina á ný. Ég veit ekki hversu öldruð í árum þessi saksóknari er.... Linda Hesselberg en viðhorf hennar freistar mín til að giska á að hún sé milli 60 og 70 ára og viðhorf hennar af árgerð 1980 eða eldra.


mbl.is Færeyingar sýna fulla hörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veit stjórnarandstaðan af þessu ?

Jæja....þá er enn eitt atriðið komið fram sem VG og hinn freðni formaður Framsóknarflokksins geta kent ríkisstjórn Íslands um. Um allan heim berjast menn við sama og svipaðan vanda, verðlag snarhækkar, lausafjárþurð banka og ýmis kreppueinkenni eru að koma fram eftir neyslufyllerý síðustu ára.

Ef ég þekki VG rétt munum þeir kenna ríkisstjórn Íslands um ástandið í heiminum af því" hún gerir ekki neitt". Máfllutingur formanns þeirra er ábyrgðarlaus og einkennist að einföldunum og tilraunum til að slá pólitíkískar keilur. Vandi okkar hér á landi er ærin eins og heimsins alls. Allsstaðar er vandi á ferð og mikilvægt að menn rasi ekki um ráð fram og standi saman að lausnum. Bankar heimsins eru víða í alvarlegum vanda og að mati VG og Guðna er það ríkisstjórn Íslands að kenna eins og allt hitt.

Þessi málflutningur dæmir sig sjálfur og allir sem vilja vita það er að vandi okkar nú er ekki afleiðingar stjórnarhátta síðustu nokkurra mánaða. Þetta er vandi sem hefur orðið til síðustu árin og margir voru búnir að spá að svona gæti farið. En staða okkar er nokkuð góð miðað við sumar þjóðir. Ríkissjóður skuldlaus og bankarnir sterkir. Nú þurfa menn að einhenda sér í að fara að ráðum bestu sérfræðinga og ég vona svo sannarlega að stjórnarandstaðan hætti þessum einföldunum og fari að taka á málum af ábyrgð. Málflutingur, sérstaklega VG er dapurlegur.

Efnahagskerfi heimsins er undir í þessari umræðu en ekki eingöngu vandi sem þröngt sjónarhorn formanns VG skynjar þessa dagana. Sennilega ræður hann illa við að taka víðara horn er vanda sauðfjárbænda á Langanesi.


mbl.is Fjármálaráðherrar „í áfalli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæfileikaríkur og óumdeildur.

Mikið er lán Ítalíu. Af fá til valda slíkan mannvin og traustan stjórnmálamann sem má ekki vamm sitt vita. Það er mikið mannval í ítölskum stjórnmálum og þeim hefur enn einu sinni tekist að kjósa til valda heiðarlegan og heilsteyptan stjórnmálamann sem flestir virða og dá.

Það fer ekki á milli mála og nú er framundan mikill hamingjutími fyrir þá sem minna mega sín þegar til valda kemur maður sem skilur alþýðuna og bág kjör hennar. Það er líka þægileg tilfinning að vita að við stjórnvölin er heiðarlegur stjórnmálamaður sem ekkert aumt má sjá og er þekkur um heim allan fyrir skynsemi og trúverðuga framkomu.....

 til lukku allir þar.


mbl.is „Finn til ábyrgðar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsin hans Guðjóns Samúelssonar.

Kirkjan nærmyndSaga húsa sem Guðjón Samúelsson teiknaði er skrautleg. Ekki allra endilega, en mörg af hans þekktustu verkum hafa farið illa og gríðarlegar tölur hafa sést við upptekt og endurbætur þeirra. Hallgrímskirkja er byggð á árunum 1945 og telst hafa lokið 1986. Það er langur byggingartími. Ég man ekki alveg það langt aftur í Reykjavík að það sé skýrt í huga mínum þegar aðeins kapellan var komin og var notuð til helgihalds. Það er aftur á móti skýrt í huga mínum hversu lengi menn voru að reisa turninn annarsvegar og svo kirkjuskipið sem kom síðast. Þetta getur ekki verið gott fyrir nokkra byggingu, yfir 40 ára byggingartímabil.

Aðeins að þekktum húsum Guðjóns...svo nokkur séu nefnd. Akureyrarkirkja. Hún er með svipuðu byggingarformi og Hallgrímskirkja... steinsúlur  og pallar. Það er þegar búið að gera stórfelldar og kostaðarsamar endurbætur á Akureyrarkirkju og fyrirséð að viðhald hennar verður mjög erfitt til framtíðar.

Þjóðleikhúsið... allir vita hversu hrikalegar steypuskemmdir hafa orðið á því húsi og ég kann ekki að nefna hvað viðhald og endurbætur þessar kunna að kosta.

Þjóðminjasafnið. Það kostaði hundruð milljóna að nánast endurbyggja það hús. Það var að grotna niður fyrir allra augum en nú er það til sóma. Það vita það allir að viðhald þess til lengri tíma mun kosta þjóðina gríðarlegar fjárhæðir og eins verður það með Þjóðleikhúsið sem ég nefndi áðan.

Fleiri hús Guðjóns sem eru með svipuðu sniði, steypuverk með flötum pöllum sem frost og vatn á Íslandi vinna auðveldlega á. Háskóli Íslands, Landakot, gamli Gagginn á Akureyri, nú hluti af Brekkuskóla eru ofurseld þessum vanda sem á eftir að kosta okkur ófáa milljarðana í framtíðinni.

En það er nú samt mikill svipur af öllum þessum húsum og landið og þjóðin væri fátækari ef ekki hefði komið til á sínum tíma. Það er allavegana ljóst að stuðlabergið við Svartafoss þolir betur veðrun en mannanna verk en þangað er talið að Guðjón hafi sótt hugverk sín að einhverju leiti. Þó vinnur náttúran á hinum náttúrulegu stuðlum af öryggi þó ekki gangi það eins hratt og vinnst á þeim manngerðu.


mbl.is Hallgrímskirkjuturn klæðist vinnupöllum á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðisdagurinn á Akureyri

After the first winterstorm the sun is backÞað var skemmtileg stemming í Brekkuskóla í gær. Þar var haldinn lýðræðisdagur. Dagurinn var haldinn undir yfirskriftinni "Þú og ég Akureyri"

Tilgangurinn er fyrst og fremst að efla íbúalýðræðið og koma af stað frjóum umræðum um það hvernig bæjarbúar sjái fyrir sér að gera megi Akureyri að ennþá betri bæ.

Dagskráin hófst kl. 13.00 og stóð til kl. 17.30. Fólk gat rætt málin í átta ólíkum málstofum þar sem fjallað var um ýmis áhugaverð málefni sem varða hag bæjarbúa.

Á fundinum gafst bæjarbúum tækifæri til að hafa áhrif á bæjarbraginn, deila skoðunum sínum og sjónarmiðum með öðrum, og láta gott af sér leiða í bæjarmálum almennt.

Málstofurnar voru eftirfarandi:

Íbúalýðræði
Framsaga: Ágúst Þór Árnason
Umræðustjóri: Margrét Guðjónsdóttir

Mengun, umferð og lýðheilsa
Framsaga: Pétur Halldórsson
Umræðustjóri: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir

Göngu- og hjólreiðastígar
Framsaga: Guðmundur Haukur Sigurðarson
Umræðustjóri: Inga Þöll Þórgnýsdóttir

Lýðheilsa og skipulag
Framsaga: Matthildur Elmarsdóttir
Umræðustjóri: Karl Guðmundsson

Hæglætisbær eða heimsborgarbragur?
Framsaga: Hólmkell Hreinsson
Umræðustjóri: Katrín Björg Ríkarðsdóttir

Vistvernd í verki. Allra hagur.
Framsaga: Stella Árnadóttir
Umræðustjóri: Gunnar Gíslason

Að eldast á Akureyri.
Framsaga: Sigrún Sveinbjörnsdóttir
Umræðustjóri: Þórgnýr Dýrfjörð

Akureyri – fjölskylduvænt samfélag.
Framsaga: Jan Eric Jessen
Umræðustjóri: Sigríður Stefánsdóttir

Það var mál manna að þarna hefði tekist mjög vel til og fólk virkt og tók vel þátt í umræðum og margar skoðanir komu fram. Mér tókst að taka þátt í tveimur málstofum en hefði svo gjarnan viljað vera víðar en ekki varð á allt kosið.

Það verður örugglega framhald á þessu og vonandi tekst að gera þetta að árvissum atburði að boðað sé til atburða þar sem bæjarbúar geta komið skoðunum sínum á framfæri með beinum hætti. Ritarar tóku niður allt sem fram fór í málstofunum og það verður birt í bæjarblaðinu Vikudegi síðar í þessum mánuði.


Er að kvikna ljós ?

Það er að kvikna ljós. Talsmaður vörubílstjóra virðist loks sjá eitthvað sem allir hafa verið að segja. Það er óásættanlegt að menn séu að leika sér að voðanum með þessum aðgerðum. Það sem hér er fjallað um er akkúrat það sem getur gerst í hita leiksins. Almennum vegfarendum stefnt í voða.

Kannski er að kvikna ljós hjá talsmanninum. Það sem hann er að horfa uppá í þessu tilviki er nákvæmlega það sem lögregla og aðrir hafa verið að segja og talsmaðurinn skellt við skollaeyrum. Honum brá við að sjá þetta....mörgum hefur margbrugðið við að sjá hvað þessir menn eru að gera....hættið þessu áður en alvarlegt slys hlýst af.

Ljósið í myrkrinu vekur von um að skilningurinn sé að koma.


mbl.is „Viljum ekki sjá svona aksturslag"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loks snýst umræðan um það sem mestu máli skiptir.

Umræða undanfarinna daga hefur farið úr böndum. Ásakanir á hendur Vegagerðar, samgönguyfirvalda og fleiri hafa verið aðalumræðuefni fjölmiðla og fréttamanna og annarra undanfarna daga. Löngunin í að "negla" einhvern hefur yfirskyggt skynsamlega umræðu og náði ákveðunum hæðum í fyrradag og í gær. Mér finnst einhvernveginn að fréttamenn, m.a. hafi tapað sjónar á aðalatriðum málisins til fá smá "skúbb".

En nú hefur Umferðarstofa hafi málfluting um það sem skiptir meginmáli og nokkrir bloggarar hafa þó reynt að draga fram í umræðuna. Ábyrgð á akstri ökutækis getur aldrei færst á þriðja aðila. Mér var kennt það þegar ég lærði á bíl að haga akstri ætíð eftir aðstæðum. Ef það er gert verða varla slys og þá helst ef bilanir valda. Akstur um svæði á Reykjanesbraut þar sem framkvæmdir hafa verið eru svo sannarlega ekki eftir aðstæðum og það hef ég séð í hvert skipti sem ég hef ekið þarna en það er ekki oft síðan þetta varð svona.

En hér er fréttakorn og fréttatilkynning frá Umferðarstofu þar sem reynt er að draga umræðuna á það stig að menn geri sér grein fyrir því hvað það er sem skiptir mestu máli. Ábyrgð á akstri liggur alltaf hjá ökumanni.


mbl.is Ökumenn hagi akstri eftir aðstæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gaf Geir Jón manninum í nös ?

Mér sýnist að atvinnubílstjórar séu alveg að Sturlast. Annað hvort er maðurinn með slökkt á heyrartækjunum sínum eða hann er alveg misst raunveruleikaskynið.

Þjóðríkjum verður ekki stjórnað af götunum. Slíkt verður einfaldlega ekki liðið og skilaboð stjórnmálamanna eru skýr. Ekki verður orðið við undarlegum kröfum þessarra manna.

En þetta virðist talsmaður þeirra ekki skilja og líklega þarf að grípa til róttækra aðgerða til að stöðva þessa vitleysu. Maðurinn gefur upp að hann ætli að brjóta lög og stofna til almannahættu. Líklega þarf að taka hann í gæsluvarðhald til að fyrirbyggja slíkt. Ég þekki það ekki .... en má það ?

Stundum hef ég velt því fyrir mér hvað það var sem Geir Jón gaf í nös þegar hann tróð nikótíni í nasir mannsins.... þetta hefur verið nikótín í yfirstyrkleika LoL


mbl.is Sturla: „Málið verður klárað"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð veitingamanna.

Ég vildi að þetta væri einsdæmi en svo er ekki. Náinn ættingi minn lenti í því á síðasta ári að dóttir hans fór með vinnufélögum á veitingastað hér í bæ. Ekki nóg með það að stúlkan kæmist auðveldlega inn á staðinn framhjá dyravörðum heldur fór hún beint á barinn og keypti sér bjór með kortinu sínu. Stúlkan sú er frekar barnaleg ef eitthvað er.

En hvernig fór svo þetta mál. ? Faðir hennar kærði veitingastaðinn tl lögreglu en ekkert hefur sést að starfssemi þess staðar hafi breyst á einn eða annan hátt. Síðar á árinu heyrði ég svipaða sögu frá sama veitingastað en hef hana ekki staðfesta. Ef rétt er sem varla þarf að efast um í ljósi sögunnar er brotaviljinn einbeittur eða tómlætið allsráðandi.

Ábyrgð veitingamanna er rík en því miður eru ýmsir sem ekki gera sér grein fyrir því.


mbl.is 15 ára keypti vín með korti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 819385

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband