Sjálfstæðisflokkurinn hægir á björgun heimilanna og fyrirtækjanna.

Sjálfstæðisflokkurinn gerir sig sekan um alvarlegt ábyrgðarleysi. Meðan Róm brennur lesa þeir upp úr gömlu bíóprógrömmum, syngja, bulla og þvaðra.

Þeir sýna með þessu fádæma óskynsemi sem á eftir að koma þeim í koll. Þeir tefja með þessu að fjöldamörg mál til bjargar heimilum og fyrirtækjum komist á dagskrá. Það er áhugavert að lesa lista yfir þau mál sem dregst að koma á dagskrá vegna ábyrgðarleysis flokksins.

En um hvað snýst þetta mál sem Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn að skemma og eyðileggja fyrir fólkinu í landinu. Það hefur verið tekið saman í nokkrar línur.

Stjórnarskrárbreytingarnar ganga út á þrjú lykilatriði:

Afnema varanlega vald til að gefa einkaaðilum sameiginlegar auðlindir.

Færa almenningi vald til að geta haft bein áhrif á mál milli kosninga
með ákvæðum um þjóðaratkvæðagreiðslur.

Færa almenningi beinna vald til breytinga á stjórnarskrá með ákvæði um
hvernig stjórnarskrá er breytt milli kosninga og með stjórnlagaþingi.

Þeir sem hamast gegn þessu með þeim rökum að verið sé að svipta
Alþingi einhverju af valdi sínu horfa framhjá þeim augljósu sannindum
að Alþingi er ekki uppspretta valds, þingmenn þiggja vald sitt sem
fulltrúar fólksins. Að þeirra mati liggur valdið hjá Sjálfstæðisflokknum.

Í öllum þessum átakapunktum kristallast hin mismunandi sjónarmið
jafnaðarstefnunnar annars vegar og varðstöðu um völd og sérhagsmuni
hins vegar.

Þetta getur Sjálfstæðisflokkurinn ekki hugsað sér enda telur hann að valdið skuli vera í Valhöll og þeir séu þeir sem kjörnir eru af guði ( flokknum ) til að varðveita það vald.

Meðan 20 þingmenn bíða á mælendaskrá á Alþingi til að þvaðra og bulla nota aðrir þingmenn tímann til að gera annað.. Þeir komast ekki að með björgunarpakka heimila og fyrirtækja.


mbl.is Enn langt í land eftir 36 tíma umræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Það má semsagt ekki gagnrýna þessa vinstri stjórn fyrir að setja ekki hag heimila og fyrirtækja á oddinn ?

Carl Jóhann Granz, 4.4.2009 kl. 20:58

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Carl er greinilega ekki að skilja málin... kynntu þér hvað bíður eftir að Sjallar hætti að halda þinginu í gíslingu með málþófi... sem er til skammar í stöðunni.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.4.2009 kl. 21:23

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það verður að vera sátt milli flokka þegar kemur að grundvallarbreytingum á stjórnarskrá lýðveldsins.
Ég spyr hversvegna vilja þessir flokkar keyra þessar breytingar í gegn án samstöðu flokkanna.
Það er gríðarlega mikilvægt Jón þegar verið er að ræða stór mál eins og stjórnarskrá lýðveldsins að þingmenn fái tækifæri til að tjá sig um þær breytingar.
Nei Jón Sjálfstæðisflokkurinn hægir ekki á björgun heimila og fyrirtækja. Sjálfstæðismenn hafa boðist til að láta taka þetta stóra mál af dagskrá og flýta fyrir mikilvægum málum en t.d eins og þú veist þá situr Helguvík fast í nefnd þar sem algjör klofningur er milli ríkisstjórnarflokkanna í því máli.
Ábyrgðin er hjá sf&vg Og auðvitað Framsókn sem bauð upp á þessa ríkisstjórn - taka málið einfaldlega af dagskrá, ná sátt við Sjálfstæðisflokkinn og taka mikilvæg mál á dagskrá - boltinn er stjórnarmegin - það er klárt mál.

Óðinn Þórisson, 5.4.2009 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818218

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband