Hverjar gætu orðið afleiðingar hroka okkar og skammsýni ?

Hvalveiðar eru mál gamalla tíma. Neysla hvalkjöts er á hröðu undahaldi í heiminum. Afar fáar þjóðir kaupa og neyta hvalkjöts. Hvalveiðar er hægt að stunda örfáa mánuði á ári.

Búnaður sá er til hér á landi til stórhvalaveiða er afgamall og úreltur og fjárfestingar í greininni koma vart til greina. Hætt er við að fjármagnseigendur vilji ekki fjármagna grein sem gæti kostað þá neikvæða umræðu og slæmar afleiðingar á alheimsvísu.

Við berjum okkur á brjóst og segjum. Það er helgur réttur okkar að stunda hvalveiðar og nú þurfum við og verðum að gera það vegna atvinnuástandsins hér.

En er þetta svona ? Auðvitað ekki. Þegar við veiddum fimm langreiðar hér um árið ( kjötið er enn óselt að mestu) það varð óróleiki og eitthvað tapaðist í ferðamannageiranum.

Nú ætlum við að veiða 150 langreiðar. Þar með verður allt vitlaust og við verðum að búa okkur undir að stórkostlega mikil viðskipti munu glatast í sjávarútvegi og ferðamennsku. Samkvæmt þeirri frétt sem hér fylgir kemur í ljós að þegar munu tapast 50 störf hér á landi við fullvinnslu sjávarafurða. Bara það tekur meira frá íslensku atvinnulífi á árgrundvelli en örfá störf sem ef til vill skapast við hvalveiðar í þrjá mánuði á ári.

Afleiðingar hroka íslenskra stjórnmálamanna sem drifnir eru áfram af skammskýni og misskildu þjóðarstolti gætu orðið hrikalegar fyrir ímynd og atvinnulíf okkar. Það er ekki eitthvað sem við þurfum á að halda.

Vonbrigði með Steingrím J í þessu máli eru mikil og einhvernveginn held ég að afstaða hans sé fyrirsláttur því hann er hræddur við skoðanakannanir sem segja að meirihluti þjóðarinnar vilji hvalveiðar.. og það eru að koma kosningar.

Það ætti kannski að orða spurningu um hvalveiðar í skoðanakönnunum svona.

" Viltu að hvalveiðar verði stundaðar við Ísland þó mestar líkur séu á að við það tapist störf í sjávarútvegi og ferðamennsku sem nemi margföldu því sem skapast í greininni ?"

Það væri hin rétta nálgun og svarið yrði örugglega nei að miklum meirihluta.


mbl.is Segir fjölda starfa tapast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Einar Sigurðsson

Trúir þú sjálfur þessu bulli og ósannindum um hvalveiðar sem þú lætur flakka í þessari uppskálduðu rökum sem ekki er fótur fyrir. Til dæmis er allt hvalketið selt í Japan og búnaður til veiðanna er nánast tilbúinn fyrir 2009 vertíðina. Það hefur verið stöðug aukning í ferðamönnum síðustu áratugi þó ekki sé fyrirséð hvað kreppan í öðrum löndum mun hafa áhrif næstu 2-3 árin. Ætli hvalveiðum verði ekki kennt um, hjá ykkur vinstri mönnum ef verður einhver fækkun næstu árin. Allavega munu hvalskoðunarfyrirtækin reyna það.

S. Einar Sigurðsson, 21.2.2009 kl. 09:27

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Við vitum allt best. Útlendingarnir skilja þetta ekki. Þess vegna hlustum við ekki og höldumáfram.

Var þetta ekki sama svarið og við gáfum þeim sem minntust á veika banka fyrir hrun?

Íslendingar eru ekki alvitrir. Ísland er ekki svo frábrugðið öðrum löndum. Guði sé lof að við erum ekki heimsveldi því við myndum vaða yfir heiminn á skítugum fjósastígvélunum svo að Bush hefði skammast sín.

Villi Asgeirsson, 21.2.2009 kl. 09:29

3 Smámynd: Valgeir Bjarnason

Ég vonaði eins og þú að Steingrímur gæti snúið við ákvörðun Einars Guðfinnsonar, sem sett var í stjórnarsamstarfi við Samfylkinguna. Þú hefur væntanlega tekið eftir að 36 þingmenn Sjálfstæðis- Framsóknar- og Frjálslynda flokks lögðu fram þingsályktunartillögu þar sem hvatt var til hvalveiða. Einhverjir Samfylkingarþingmenn, t.d. Guðbjartur Hannesson lýstu sig sammála, þannig að þetta stjórnarsamstarf hefði sprungið með háum hvelli hefði Steingrímur snúið málunum við.

Hins vegar er það mín skoðun að hvalveiðar í þessum mæli sem leyfðar eru séu eitt mesta glapparskot sem hefur verið gert hérlendis síðan bankarnir voru einkavæddir. 

Valgeir Bjarnason, 21.2.2009 kl. 10:11

4 identicon

Hvers vegna erum við ekki löngu hætt að selja bretum fisk sem mótmæli vegna Sellafield??? Nú vill Brown byggja meira þar, framleiða meiri kjarnorku, setja lífríki sjávar, ma við Ísland, í meiri hættu.

Íslenski fiskurinn skapar störf í Bretlandi. Hættum að skaffa þeim hráefnið ef þeir hóta okkur. Hluta af frystingunni vegna hryðjuverkalaganna var aflétt, ekki vegna þess að Geir okkar Hilmar hefði aukið traust, ekki vegna þess að tjallinn hefði áhyggjur af íslendingum - nei, það var vegna þess að bæjarstjóri í Hull var að fá yfir sig fullt af hringingum vegna tapaðra starfa þar sem íslenskur fiskur komst ekki til vinnslu.

Svo er hægt að líta á þetta út frá því sjónahorni að láta kúgunina aldrei byrja. Ef við látum eftir þessum kúgunarhótunum nú er það bara byrjunin, næst verður það þorskurinn og við getum alveg eins fellt kónginn strax og skilað inn sjálfstæðinu.

Kolbrún (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 818082

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband