Svartnættishagfræðingar.

Merkilegt á Íslandi. Frá því hremmingarnar hófust fyrir alvöru hefur sprottið fram ný tekund hagfræðinga sem hvergi sáust fyrir hrun. Einn þeirra er Gylfi Zoega. Hann hefur verið tíður gestur í fjölmiðlum og alltaf.... segir og skrifa..... alltaf sér hann fátt annað en svartnætti, dauða og djöful í hverju horni.

Auðvitað er ástandið grafalvarlegt. Því neitar enginn. En satt að segja þarf þjóðin ekki á svona mönnum að halda núna. Það þarf fólk sem talar kjark í fólk. Það þarf menn sem taka af raunsæi en jafnframt tillitssemi við fólkið í landinu. Það má ekki við svona svartagallsrausi, alveg sama þó eittvað sé til í því.

Ég skora á þessa hagfræðinga sem birtust skyndilega í fjölmiðlum fyrir nokkrum mánuðum að gæta hófs í orðum og framsetingu. Svona málflutingur er ekki það sem þjóðin þarf á erfiðum tímum.


mbl.is Gylfi Zoëga: Svartar horfur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Tek undir þetta afar leiðinlegt að hlusta á alla þessa svartsýnu hagfræðinga,ég hélt að við værum búin að taka næg lán erlendis nú væri frekar nauðsyn á að borga upp skuldir einstaklinga og fyrirtækja. Maður var endur nærður eftir að Tryggvi Herbertsson útskírði vel skulda stöðu ríkissjóðs í Kastljósi fyrir fáum dögum,manni leið mikið betur á eftir.

Ragnar Gunnlaugsson, 20.2.2009 kl. 08:52

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það sem Gylfi er að gera er að vara við því að vanrækja ekki að byggja upp sambönd við  erlenda aðila og reyna að endurvinna eitthvað af því trausti sem beið mikla hnekki eða hreinlega hvarf við hrunið.  Það sem Tryggvi kom með var ofuneinföldun og mikil bjartsýnisspá, hvernig ætlum við t.d. að fjármagna fyrirsjáanlegan 3-400 milljarða fjárlagahalla næstu 3 ára?

Það er mikill kostur að vera bjartsýnn, en það má ekki alveg segja skilið við raunsæið.  Jafnvel strúturinn stingur ekki höfðinu ofan í sandinn.

Guðmundur Pétursson, 20.2.2009 kl. 09:17

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þú segir að það þurfi fólk sem talar af raunsæi og jafnvel tillitssemi við fólkið í landinu. - Það er einmitt það sem Gylfi Zoega er að gera. -

Finnst þér betra að láta ljúga að þér og fólkinu í landinu. - Nei, þá held ég að sé betra að fá sannleikann, strax einsog hann er, og byrja strax að takast á við vandann. - Þannig getum við unnið okkur markvisst í gegnum þann vanda sem við okkur blasir

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.2.2009 kl. 13:08

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

stingum hausnum í sandinn... heyrum ekkert sjáum ekkert og þá gerist ekkert :)

Ég vil menn sem segja satt og rétt frá.. þótt sannleikurinn sé erfiður..  

Óskar Þorkelsson, 20.2.2009 kl. 13:45

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

ég er ekki að tala um að þegja... en gæta hófs og skynsemi í málflutingi... það er ekki sama hvernig tíðindi eru sögð.

Jón Ingi Cæsarsson, 20.2.2009 kl. 14:02

6 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Hver er hinn stóri sannleikur mér sýnist hann breytast dag frá degi.

Ragnar Gunnlaugsson, 20.2.2009 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 812348

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband