Er þetta hlutafélag ? Vond vinnubrögð fjárlaganefndar.

Ég hef kannski misst af því þegar Landspítalinn var gerður að hlutafélagi? Öll umfjöllun um málefni þessa ágæta spítala virðist byggja á að þetta sé fyrirtæki sem eigi að skila hagnaði í ríkissjóð. En það er ekki þannnig. Spítalinn er á fjárlögum og hann hefur skyldur við landsmenn eins og nafnið bendir til. Meginástæður þess að rekstur er ekki að standast áætlanir að mínum mati eru rangar áætlanir. Spítalanum er ekki áætlað nægilegt fé til að standa við skyldur sínar.

Þarna er búið að hagræða inn að beini og allir þekkja hvergið komið er fyrir sumum sjúklingum sem lenda á löngum biðlistum, liggja á göngum eða bara fá ekki inni. Einnig virðist sem vanáætlanir séu viðvarandi varðandi lyf og lyfjakaup og að er ömulegt að sjá ríkisstofnun á fjárlögum vera einn mesta vanskilagrís á landinu. Þarna er eitthvað mikið að og ég held að Aþingi og fjárveitingavaldið ættu að skoða sinn gang. Þetta er hluti af þeirri tilhneygingu undanfarinna ára að falsa fjárlögin.

Á hverju ári hefur fjármálaráðherra veifað bók með miklum tekjuafgangi og síðan eru stofnanir ríkisins svo sem heibrigðiskerfi, löggæsla og fleira rekið á undirframlögum sem síðan þarf að lagfæra með fjáraukalögum.

Væri ekki nær að horfast í augu við veruleikann í stað þess að setja á svið sýndarveruleika í allt of lágum fjárlögum ?


mbl.is 4,4% halli er á rekstri LSH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er aldrei "halli" á þjónustustofnun eins og þú bendir réttilega á. Mbl er með furðufréttir þessa dagana. Bloggaði um eina í dag.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 818122

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband