Blekkingar ?

Hvað gengur bankastofnunum til sem leggja í mikinn kostnað við að auglýsa ekki neitt ? Spron hefur farið í mikla auglýsingaherferð til að kynna landsmönnum hversu þeir séu lang-bestir. Gerður var samanburður í þessum auglýsingum og sýnt í töflu hversu hæstir þeir væru. Mig minnir að Spron hafi verið með 15.4 % en þeir sem næstir þeim voru eru með 15%. Hvað skyldi muna mörgum krónum á þeim tilboðum ?

En hvað gengur þessum bankastofnunum að fara í slíkan blekkingaleik ? Eins og þetta er auglýst á neytandinn að hafa á tilfinningunni að hann sé að græða rosalega. Slíkt er auðvitað ekkert annað en grófur blekkingaleikur sem enginn græðir á nema Spron. Það gæti komið drjúgt að fjármagni inn í sparisjóðinn þó upphæðir á hvern og einn væru ekki háar. En ég held að þessi frétt slái á það að menn bíti á þessa fölsku beitu.

Svo er eitt sem við landabyggðartútturnar erum ekki alveg að skilja. Hvað er Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis að þvælast út um landsbyggðina með tilboð sín. Er ekki nóg streymi fjármagns frá okkur til suðvesturhornsins þó þessi höfuðborgarsparisjóður sé ekki að ásælast fjármagn í samkeppni við heimasparisjóðina sem sannarlega eiga undir högg að sækja. Enginn er bróðir í leik.


mbl.is 300 króna vaxtaauki af 100 þúsund krónum hjá SPRON
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband