Klúður klúður og aftur klúður.

Það virðist sama að hverju samgönguráðherra kemur hér í Norðaustrinu allt er í tómu tjóni og klúðri. Allir muna það þegar Héðinsfjarðargöngum var frestað eftir útboð fyrir fjórum árum og ríkissjóður varð af með milljónir í skaðabætur. Allir muna hvar samgöngubótum var frestað til að slá á þenslu á suðvesturhorninu. Allir muna hvernig gengið hefur með Akureyrarflugvöll, þar hefur málum verið skotið á frest aftur og aftur af samgönguráðherra.

Það nýjasta á glæstum ferli ráðherrans hér eru kaupin á Grímseyjarferjunni, bráðónýtt eldgamalt skip keypt á hundrað milljónir og síðan þarf að breyta því fyrir hundruð milljóna, kannski 500 milljónir. Mikil stjórnviska í samgönguráðuneytinu, hver skyldi eiginlega vera skyldur hverjum í þessum dularfullu, óskynsamlegu kaupum ? Og svo má ekki skoða málið. Hvað þolir ekki dagsljósið Sturla ?

Það allra nýjasta er lappadráttur ráðherrans varðandi Vaðlaheiðargöng þar sem smáaurum er ætlað í verkið á næstu árum. Það dugar kannski fyrir vegstubbunum að gangnamunnunum. Það er ljóst er Sturla verður áfram samgönguráðherra koma þessi göng ekki fyrr en í fyrsta lagi 2015 - 2020 ef tollir í stólnum, sem verður að vísu ekki, sem betur fer.

Og svo er ráðherrann í að kenna öðrum um leik og síðast kennir hann Samfylkingunni um klúður í Vaðlaheiðargöngum. Hvernig er mér ekki alveg ljóst en sennilega hefur hún stýrt pennanum hjá ráðherranum um þegar hann ákvað að setja þessa smáaura í málið. Kannski hefur KLM strokað út eitt núll úr samgönguáætlun án þess að Sturla sæji til.

Nei samgönguráðherra...þú átt þetta einn og skuldlaust, það er aumt að kenna öðrum um eigið klúður. Kannski var þetta ekki klúður. Kannski leggur ráðherrann Norðausturkjördæmi í einelti varðandi niðurskurð og vanefndir....hver veit.


mbl.is Tillaga um að Ríkisendurskoðun skoði útboð vegna Grímseyjarferju felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Fljótlega eftir að Sturla tók við sem samgönguráðherra var grínast með það og sagt oftar en ekki ,, Sturla = klúður" ég get ekki séð að það hafi nokkuð breyst.

Páll Jóhannesson, 4.5.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband