Málefnaleg og vönduð kosningabarátta að skila sér.

Samfylkingin hefur náð vopnum sínum. Málefnaleg og öflug kosningabarátta ásamt frábærum frambjóðendum er að skila aukningu í fylgi. Enn vanta svolítið á að fyrra fylgi sé ná allsstaðar en það mun verða. Málefnastaða flokksins ber af og þar kveður við annan tón en hjá stjórnarflokkunum sem ég satt að segja skil ekki hvað eru að segja.

Framsókn segir ekkert stopp og það sem við sjáum til þess ágæta flokks er klaufaskapur og ótrúlegar uppákomur sem tengjast fyrirgreiðslu og spillingu. Það er slæmt að horfa upp á hversu neðarlega Framsókn er komin.

Sjálfstæðisflokkurinn segir akkúrat ekki neitt. Fjármálaráðherranum var snúið í skónum og snýtt upp úr misheppnaðri fjármálastefnu síðustu ára og eiginlega vorkenndi ég honum svolítið....svo eymdarlegur var hann um tíma. En hann rétti úr kútnum og gerði sig sekan um ótrúleg mistök með að ráðast að tilheyrendum og þáttarstjórnendum í gremju sinni. En lái honum hver sem vill...hann var illa undirbúinn og ekki með málefni og stefnu á hreinu frekar en margir aðrir sem eru að reyna að skilja Sjálfstæðisflokkinn þessa dagana. Málefnafátæktin er eiginlega undarleg en þó gæti verið að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði sér að fara í gegnum þessar kosningar án þess að segja nokkurn skapaðan hlut...það hefur hann gert áður.

Ég veit að Samfylkingin mun auka við fylgi sitt víða þegar upp er staðið. Það þarf ekki mikla glöggnskyggi til að sjá að sá flokkur hefur lang mestu sýn á þá framtíð sem takast þarf á við. Vönduð og ítarleg stefnuskrá liggur fyrir og ég skora á menn að bera hana saman við stefnuskrár annarra flokka....þar munar miklu.


mbl.is Framsóknarflokkur tapar fylgi í Suðvesturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 818111

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband