4 X til London - 1 X til Reykjavíkur.

Á laug­ar­dag var greint frá því að Brit­ish Airways væri að bjóða farmiða til London á 5.055 krón­ur í vet­ur. Í kjöl­farið sendi WOW air út net­klúbbstil­boð þar sem flug­miðar til London voru seld­ir á 5.999 krón­ur.

________________

Það er frábært að komast til London fyrir 5.000 kall.

Gallinn við þetta tilboð að ef þú ætlar að fara frá Akureyri og fljúga með Flugfélagi Íslands á venjulegu fargjaldi þá fer þessi upphæð í 35.000 með ferð til Keflavíkur.

Það er náttúrlega ekki í lagi að það kosti 4X meira að fljúga Akureyri - Reykjavík en Keflavík - London.

Það er nefnilega engin samkeppni á þeirri leið sem gerir Flugfélagi Íslands þægilegt að halda uppi verði þar sem engin samkeppni er á þessari flugleið.

Það er frábært að hafa einokunaraðstöðu og nýta sér það.

5.000 króna tilboð BA til London þýðir krónur 35.000 fyrir okkur landsbyggðartúttur.

Ætli sé ekki möguleiki á að fá þá hjá BA til að koma við á Akureyri og Egilsstöðum til að jafna aðstöðuna ?

 


mbl.is Verðstríð til London hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki hægt að líkja innanlandsflugi með 50 sæta vél við millilandaflug til borgar sem flestir ferðast til/frá og mest samkeppni er. Grunnkostnaður við að reka lítið flugfélag eins og FÍ og stórt flugfélag líkt og Icelandair er svipaður. Þau þurfa að halda úti flóknu kerfi af handbókum sem flugfélagið er rekið eftir og er í stöðugri uppfærslu vegna ýmissa reglugerðabreytinga. Svo bætist við viðhaldskostnaður og utanumhald. Fastakostnaður við hverja einingu er svipaður. Hinsvegar getur þú einungis selt í mesta lagi 50 sæti í vélina í stað 200 sem munar um. Svo er innanlandsflugfélag á Íslandi að glíma við aðstæður þar sem jafnvel er ekki flugfært í marga daga með tilheyrandi tapi. Það er þannig að í nánast flestum löndum mun dýrara að ferðast með innanlandsflugi en millilandaflugi einmitt út af þessum ástæðum. Þetta er ekkert séríslenskt. Ég hef fulla trú á því að FÍ sé að reyna gera sitt besta við að halda verðinu niðri og hafa eðlilega álagningu. 

Jón (IP-tala skráð) 4.9.2015 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 818099

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband