Vinsældir stjórnmálaflokka. Hreinar meyjar í pólitík skora.

Píratar fljúga með himinskautum.

Sennilega er þetta hæsta prósentutala fyrir svona framboð en mörg hafa þau mælst vel í skoðanakönnunum þó uppskeran hafi oftast rýrnað mikið á kjördegi.

Það var áhugavert að heyra kaptein Pírata lýsa því yfir í fréttum í gærkvöldi að hún teldi að þessar háu fylgistölur væru vegna óánægju kjósenda með aðra flokka og stjórnvöld.

Sennilega er það rétt hjá henni, þegar svo háttar til horfa kjósendur til þeirra sem eiga enga fortíð við stjórn landsins.

Það gefur vel að vera hrein meyja í pólitík þegar kemur að skoðanakönnunum.

Það er ákaflega skiljanlegt að hefðbundnu flokkarnir mælist illa þessa dagana. Málflutningur þeirra er máttlaus, fyrirséður og án nokkurrar vonar um að þeir ætli sér að breyta þjóðfélaginu til batnaðar.

Hér ríkir stöðnun hugans og framtíðarsýnin engin.

Helst má sjá ákafar tilraunir flokkanna til að halda í ríkjandi ástand, sem skilar kjósendum lélegum kjörum, ónýtum gjaldmiðli og efnahagsástandi sem ekki er treystandi.

Ríkum er hyglað og forréttindastéttum er séð fyrir lifibrauði umfram aðra.

Í þannig stöðu eru allir tilbúnir að nefna eitthvað ANNAÐ en þessa hefðbundnu.

Píratar eru ákaflega hreinar meyjar.

Þeir tala fyrir stjórnkerfisbreytingum, nýrri stjórnarskrá og atkvæðagreiðslum um ESB.

Annað er ekki sjáanlegt sem hönd er á festandi, nema þeir ræddu sjávarútvegsmál á svipuðum nótum og sást hjá ákveðnum flokkum fyrir kosningar síðast og næst síðast.

Kjósendur eru þvi ekki að krossa við Pírata í skoðanakönnunum vegna efnislegra ástæðna eða stefnu þeirra í einstökum málum.

Þeir segjast ætla að ná völdum með einhverjum sem vilja fallast á þeirra sýn á málin, landa tveimur málum og slíta svo þingi.

Fallegt á blaði en síður að það virki í praxís.

Það þarf nefnilega að takast á við leiðinlegu málin líka, það þarf að forgangsraða verkefnum, það þarf að skera niður og sýna aðhald, það þarf að skila fjárlögum og það þarf að láta hjól þjóðfélagins snúast.

Þess vegna skil ég ekki Pírata enn sem komið er, því að af reynslu vitum við að stjórnmál eru ekki bara hugsjónir heldur mikið af leiðinda vinnu og alltaf þarf að taka leiðinlegar ákvarðanir sem kjósendum líkar ekki alltaf.

Í Grikklandi náði völdum flokkur sem var hrein meyja í pólítík og ætlaði að redda málum hratt og örugglega.

Hann vann stórsigur og svo hófst bara sama vinnan hjá þeim og öðrum og nú bendir ýmislegt til valdatími þeirra sé á enda, búið að boða til kosninga og fylgið farið að verulegu leiti.

Það breyttist nefnilega ekkert, það varð að halda áfram að vinna óvinsælu verkin.

Þess vegna munu hreinar meyjar í pólitík skora hátt þegar ástand er erfitt en hreinu meyjarnar þurfa að axla ábyrgð þegar kjósendur fela þeim verkefni og þá fjarar oft undan.

Það sem skiptir máli fyrir Ísland er að hér komist til valda stjórnvöld sem eru tilbúin að takast á við vandann, hafa skýra framtíðarsýn og tryggja það að börnin okkar og barnabörnin verði ekki annarsflokks þegnar í Evrópusamfélaginu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 818099

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband