Lögreglustjóri í kröppum dansi.

Mér finnst það algjört kjaftæði þessi fyrirsláttur um að það sé verið að vernda þolendur með þessu,“ segir Brynhildur Yrsa Guðmundsdóttir, sem var hópanauðgað á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrir um átján árum síðan.

______________

Kannski er lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum búinn að átta sig á að hún datt niður um ísinn og buslar nú um í köldu vatninu.

Þetta er sannarlega heitasta málið í fjölmiðlum í dag og hvar á fætur öðrum mætir og gangrýnir þessa ákvörðun.

Það er afar skiljanlegt.

Hún er ófagleg, hún er fullkomlega úr takti við allt sem er að gerast í þjóðfélaginu.

Að mæta með fyrirmæli um þöggun í viðkvæmum málum er algjörlega út úr korti.

Enginn annar lögreglustjóri hefur boðað þetta, þetta er hvergi í fyrirmælalistum lögregluembætta og aldrei hefur komið fram nokkuð svipað.

Þetta er því hreinræktuð geðþóttaákvörðun og maður trúir því varla að lögreglustjórinn í Vestamannaeyjum hafi " fattað upp á þessu " einn og óstuddur við eldhúsborðið.

Ráðuneyti og ráðherra þvo hendur sínar og tjá sig ekki.

Enda hefur komið fram að þetta hefur verið rætt í Vestmannaeyjaærumhverfinu.

Eina sem er vitrænt í stöðunni er að lögreglustjórinn dragi til baka þessa fráleitu fyrirmæli og biðjist afsökunar.

Þöggun er ekki það sem Ísland þarf í dag þó marga langi til þess að svo sé.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það hefur heyrst að þessi ákvörðun lögreglustjóra tengist áhuga þjóðhátiðarmanna að umræða af þessum toga sé óheppileg og slæm fyrir hátíðina.

Persónulega finnst mér það ekki líklegt en maður skilur grunsemdir þeirra sem þetta hafa nefnt.

Sérstaklega minnast ýmsir þegar stjórnendur losuðu sig við nærveru Stígamóta og er líklega helsta ástæða þessara hugrenninga.

Jón Ingi Cæsarsson, 30.7.2015 kl. 17:41

2 identicon

Það er margt undarlegt þessa dagana.  Katrín Jakobsdóttir segir kynferðisafbrot bara vera ósköp venjulega glæpamál þar sem fórnarlömb komi við sögu.  Hún sér þá væntanlega engan mun á því ef henni er nauðgað eða ef einhver stelur veskinu af henni.  Nauðgun annars vegar.  Veski hins vegar.  Tvö fórnarlömb.  Tveir plús tveir.  Ég set þó spurningarmerki við útkomuna.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.7.2015 kl. 14:09

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Stanslaus hatursáróður Samfylkingarinnar í gegnum rúvvið hefur a´sjálfsögðu opnað augu lögreglunnará því að visismafían sem ólafur Jóhannessontalaði um,  er ekki dauð.Blaðamannamafía á ekki að ráða yfir lögreglunni

Sigurgeir Jónsson, 3.8.2015 kl. 03:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband