Oddeyrin er ónýttur fjársjóður.

 

Þegar undirritaður var formaður skipulagsnefndar á árunum 2006 -2010 var ákveðið að stofna starfshóp til að taka púls á stöðu mála á Oddeyri og koma með tillögur fyrir hverfið til framtíðar.

Í inngangi skýrslunar er verkefnið rammað inn og starfshópur stofnaður.

Á fundi skipulagsnefndar þann 11. júní 2008 var lögð fram tillaga formanns skipulagsnefndar, Jóns Inga Cæsarssonar, um að stofnaður yrði vinnuhópur sem hefði það hlutverk að rýna stöðu Oddeyrar austan Glerárgötu og sunnan Glerár m.t.t. skipulags og byggðaþróunar til framtíðar.

Skipulagsnefnd tók undir tillögu formanns og tilnefndi eftirfarandi aðila í vinnuhópinn:

Jón Ingi Cæsarsson, formaður skipulagsnefndar, Unnsteinn Jónsson og Harald S. Helgason frá skipulagsnefnd.

Auður Jónasdóttir og Erlendur Steinar Friðriksson, fulltrúar Hverfisnefndar Oddeyrar.

Hjalti Jóhannesson, landfræðingur HA, f.h. íbúa á Oddeyri.

Margrét Jónsdóttir, fulltrúi atvinnulífisins, starfandi á Oddeyri.

Guðgeir Hallur Heimisson, fulltrúi hafnarstjórnar.

 Hópurinn skilaði af sér skýrslu í desember 2009 og hana má finna á heimasíðu Akureyrar undir slóðinni  http://www.akureyri.is/static/files/vefmyndir/akureyri/pdf/Oddeyri.pdf

Niðurstaða hópsins er mjög afgerandi og þessi skýrsla og sýn getur nýst Akureyrabæ til framtíðar við endurreisn og uppbyggingu þessa merka hverfis.

Oddeyrin er næstelsta hverfi Akureyrar, byrjar að byggjast um miðja 19. öld þegar þar risu tvö íbúðarhús.

Með það að leiðarljósi komst hópurinn að eftirfarandi niðurstöðu.

  • Haldið verði í sögulega tengingu svæðisins.

  • Varðveita ber sem flest eldri hús á svæðinu.

  • Húsin við Gránufélagsgötuna yrðu gerð upp. Þar sem rof er í götumyndinni yrðu byggð ný hús sem hönnuð yrðu með hliðsjón af því sem fyrir er.

  •  Ekki áhugi á háum fjölbýlishúsum á svæðinu. Til greina kæmi að gera slíkt norðar á Oddeyrinni í nálægð við sjóinn  sem minntu á pakkhús fyrri tíma.

  •  Götur verði hellulagðar og fleira gert til að fanga andblæ gamals tíma.

  • Uppbyggingin á Oddeyrinni þarf að eiga sér stað í sátt og með virðingu fyrir því sem fyrir er, fólkinu á svæðinu, gömlu húsunum  og sögu svæðisins. Svona hverfi yrði einstakt á Íslandi. Um leið endurspeglast nýsköpun og kraftur - svæðið yrði vel sýnilegt með skírskotun í þá starfsemi sem eitt sinn var ráðandi á Oddeyri þ.e. nálægðin við sjó.

  • Þessar hugmyndir eru ekki settar fram sem mótvægi við miðbæinn heldur til að styrkja hann og einnig til að styrkja heildarímynd Akureyrar og sýna að þar býr hugmyndaríkt fólk.

 

Oddeyrin hefur því miður ekki fengið þá athygli sem hún verðskuldar. Þar hefur viðhaldi gatna og gangstétta verið ábótavant, ljósastaurar eru gamlir og úr sér gengnir, víða eru tómar lóðir þar sem hús hafa horfið af ýmsum ástæðum og víða sjást þessi merki að húsum er ekki viðhaldið sem skyldi.

 

Þetta var staðan með Innbæinn okkar fyrir tveimur til þremur áratugum, en nú má sjá þar allt annað viðhorf og allt aðra sýn. Hús eru til fyrirmyndar, búið að endurnýja stærstan hluta gatnakerfis og gangstétta.

Nú er að mínu mati röðin komin að Oddeyri. Þar á að nýta öll tækifæri á næstu árum til uppbyggingar gatnakerfis, gangstétta, koma fyrir nýjum húsum við hæfi á auðum lóðum og hvetja íbúa til að auka viðhald húsa sinna, jafnvel með því að veita til þess styrki þar sem það á við.

 

Tanginn, þ.e. neðsti hluti Oddeyrar er vannýtt auðlind, þar á að byggja upp ný hverfi á kostnað úr sér genginna skúra og atvinnuhúsnæðis. Tanginn er snjóléttasta svæði Akureyrar og í námd við Miðbæinn, við höfum ekki efni á að láta það svæði standa ónýtt og í vanhriðu eins og verið hefur lengi.

Strandgatan og hliðargöturnar eru merkur hluti af sögu Akureyrar, hana þarf að gera sýnilega enda um að ræða eitt fjölfarnasta svæði  ferðamanna á Norðurlandi. Húsin og göturnar geyma stóran hluta af menningu og sögu bæjarins okkar.

 

Að byggja upp Oddeyri og færa hana á ný til vegs og virðingar er spurning um vilja og framtíðarsýn, það vil ég sjá gerast á næstu árum.

 

Jón Ingi Cæsarsson.

 

Akureyri vikublað 16.4.2014. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 818112

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband