Gullgrafaraæðið á Íslandi.

Hætta er á offjárfestingu í hótelum, ekki síst hótelum í ódýrari kantinum þar sem hagnaður af hverjum gesti er lítill.

Sveinn Agnarsson, dósent við Háskóla Íslands, lýsir yfir áhyggjum af þessu í samtali við Morgunblaðið í dag og bendir á að ekki sé sjálfgefið að ævintýralegur vöxtur síðustu ára haldi áfram á næstu árum.

________________

Hversu oft hefur maður ekki séð svona þróun á Íslandi. Loðdýrarækt, fiskeldi, síldarævintýrið, og margt annað hefur rekið á fjörur landsmanna.

Það liggur í þjóðarsálinni að því er virðist, að hópast í ýmirkonar gróðaverkefni sem oftast enda með skelfingu.

Nú er það ferðamaðurinn sem er verkefnið, allir ætla að græða á ferðamanninum.

Hótelin spretta upp eins og gorkúlur, gróðamenn byggja girðingar og setja upp mannskap og posa við vinsæla ferðamannastaði. 

Áramótaskaupið fór mjög nærri lagi með þjóðarsálina þegar túlkuð voru viðhorf okkar til ferðamannsins. 

Ferðamannastraumurinn til Íslands er vaxandi og er orðinn mjög mikill. Það er alls ekki ávísun á að svo verði áfram þó svo verið sé að spá því af virtum stofnunum.

Val ferðamanna á áfangastöðum er háð tískusveiflun og verðlagi.

Ísland er inn núna með sína veiku krónu og lítt snortnu náttúru.

Það er engin trygging fyrir að gjaldmiðillinn verði áfram hagstæður.

Tilhneyging okkar að okra til að ná skjótfengum gróða er þekkt vandamál. Erlendir ferðamenn eru ekki mikið fyrir slíka gestrisni.

Virðingarleysi okkar fyrir náttúru landsins og ýktar hugmyndir um virkjanir geta breytt ásýnd og viðhorfi ferðamanna til Íslands, og þar með gæti draumurinn hrunið.

Gróði af ferðamönnum til langrar framtíðar er ekki í hendi, hann gæti horfið jafn skyndilega eins og hann kom, og þar með er draumurinn búinn.

Við sitjum enn og aftur eftir með sárt ennið eins og oft áður þegar ofsagróði var markmiðið og gullkálfurinn hvarf á braut.

 


mbl.is Varað við offramboði á hótelum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er veisla. Náttúran er útskitin og fótum troðin. Þeir sem biðja um klink til að fjármagna tiltekt eru úthrópaðir gróðapungar af partýhöldurum.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.4.2014 kl. 11:44

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það vantar fjármagn í málaflokkinn en það þýðir ekki að megi ræna ferðamenn án dóms og laga Elín.

Jón Ingi Cæsarsson, 16.4.2014 kl. 11:53

3 identicon

http://www.visir.is/gjaldtaka-stangast-ekki-a-vid-ferdafrelsi-almennings/article/2014702279975

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.4.2014 kl. 12:01

4 identicon

Nú eru "náttúruverndarsinnarnir" komnir í hlutverk sauðkindarinnar og vilja ótakmarkaðan rétt til "ofbeitar":

 " Áform um náttúrupassa sem og gjaldtöku við einstaka staði vega stórlega að almannarétti um frjálsa för um óræktað land, segir í sameiginlegri yfirlýsingu fimm samtaka náttúruverndar- og ferðafélaga.

Samtökin vara við hugmyndum um að girða af náttúruperlur í þeim tilgangi að taka gjald af svæðum, og hefta þannig för almennings, segir í yfirlýsingunni, sem er frá Landvernd, Ferðafélagi Íslands, Ferðaklúbbnum 4x4, Samtökum útivistarfélaga (SAMÚT) og Útivist.

Samtökin vara við hugmyndum um að girða af náttúruperlur í þeim tilgangi að taka gjald af svæðum, og hefta þannig för almennings, segir í yfirlýsingunni, sem er frá Landvernd, Ferðafélagi Íslands, Ferðaklúbbnum 4x4, Samtökum útivistarfélaga (SAMÚT) og Útivist."

Það er greinilega ekki sama á hvaða hátt eða af hverjum landið er ofnýtt ;-) 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 16.4.2014 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 818039

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband