Hugmyndasnauðir þingflokkar á jarðsprengjusvæði.

Hann bendir á að nú séu liðnir níu mánuðir frá því stjórnin tók við og að hans mati hefur lítið þokast til hins betra. Helgi segir að skattar hafi ekki verið lækkaðir svo neinu nemi, ekki hafi verið farið í aukna nýtingu orkuauðlinda, verðtrygging hafi ekki verið afnumin og ekki hafi verið farið í átak í samgönguframkvæmdum, svo dæmi séu tekin en alls telur Helgi upp tíu atriði máli sínu til stuðnings.

Hvað Evrópumálin varðar bendir Helgi á að stjórnin hafi ekki beitt sér fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna sem hafi þó verið eitt af kosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda kosninga.

Þvert á móti hafi ríkisstjórnin ákveðið að að beita sér fyrir grímulausum svikum við kjósendur í því efni, eins og hann orðar það, þrátt fyrir ótvíræð loforð.

( Helgi Magnússon visir.is )

Þingflokkar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks eru nú leiddir til slátrunar.

Þjóðinni er fullkomlega misboðið, formenn flokkanna hafa blekkt bláeyga þingmenn þingflokkanna til fylgilags við tillögur sem eru í algjörri andstöðu við þjóðarvilja.

Hægri íhaldsflokkarnir hafa misreiknað sig illilega, bjuggust ekki við neinum viðbrögðum.

Fáeinir ( kannnski bara einn ) þingmenn hafa haldið haus í þingflokki Sjálfstæðisflokksins en restin lætur leiða sig í blindni fram af bjargbrún svika og óheiðarleika.

Ömurlegt hlutskipti nýrra þingmanna Framsóknarflokksins að láta öfgaöflin leiða sig... og enn undarlegra með þó fáeina reynda þingmenn Sjálfstæðisflokksins.

Tugþúsundir munu skrifa undir mótmælalista næstu daga.

http://thjod.is/

Sennilega hafa þessir flokkar sett Evrópumálin á dagskrá svo um munar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband