Þjóðhættulegir þingflokkar ?

„Ég ýtti þessu bara af stað snemma í morgun fyrst enginn annar var búinn að taka af skarið,“ segir Einar Karl Friðriksson efnafræðingur en hann hefur sett af stað undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á ríkisstjórnina að draga ekki til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.  

 http://www.petitions24.com/ekki_draga_umsoknina_tilbaka

Þingflokkum Sjálfstæðis og Framsóknarflokks hefur tekist að hrinda af stað mestu reiðibylgju sem sést hefur frá því í hruni.

Hver stórkanónan á fætur annarri úr Sjálfstæðisflokknum hafa lýst vandlætingu sinni og hneykslan.

Skal engan undra því með því að slátra ESB ferlinu eru íhaldsflokkarnir að svíkja kjósendur sína, þó sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn.

Það er er þó það versta  er að Ísland er skilið eftir án stefnu og án markmiða til lengri tíma.

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekkert plan til lengri tíma annað en endurvekja það ástand sem ríkt hefur á Íslandi í áratugi, ónýtan gjaldmiðil í höftum og óstöðugt efnahagslíf.

Stefna þessara flokka er hreinlega þjóðhættuleg og það fer ekki á milli mála að atvinnulífið er í áfalli.

Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að þingmenn Sjálfstæðisflokksins láti Framsókn leiða sig til slátrunar þegjandi og hljóðalaust.

Formaður Sjálfstæðisflokksins er að gera sín stærstu mistök á ferlinum og þjóðin er að rísa upp gegn íhaldsflokkunum.

Þeir gengu of langt í svikum og landsmönnum er nóg boðið. 

 


mbl.is Undirskriftum safnað gegn afturköllun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þar sem meint reiðibylgja er fyrst og fremst bundin við félagsmenn hratt smækkandi sértrúarsafnaðar, er ekki með nokkru móti hægt að sjá að hún geti verið "sú stærsta sem sést hefur frá hruni".

Því miður þá er sama hvað hvað þið Samfylkingarmenn óskið annars, mun seint verða toppuð sú reiði sem vaknaði þegar þið reynduð að skuldsetja þjóðina langt umfram greiðslugetu án þess að leita álits hennar, og það í tvígang.

Sóttuð svo um aðild að ESB og spurðuð ekki heldur þjóðina álits á því.

Það er frekar bíræfið af sömu aðilum að rísa svo núna upp á afturfætur, þegar undið er ofan af þjóðsvikum ykkar.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.2.2014 kl. 18:41

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég held að bloggarinn sem spurði þig að því í gær hvort þú værir á einhverjum lyfjum hafi haft rétt fyrir sér og miðað við það sem þú hefur skrifað hef ég fulla trú á því að þú hafir aukið lyfjaskammtinn.

Auðvitað er sértrúarsöfnuðurinn sem aðhyllist fullveldisframsal þjóðarinnar til Brüssel æfareiður og skiljanlega. En þetta er ekki stór söfnuður.

Þið ættuð frekar að efna til undirskriftarsöfnunar um það að kjósa skuli í þjóðaratkvæði um spuringuna :

Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið ?

NEI

Verði síðan JÁ með meirihluta þá nýtist ykkur sértrúuðum aðlögunarferlið sem þegar var búið að ganga frá dagsetningum um upptöku laga- og regluverks Evrópusambandinu. Ef NEI vinnur, sem er líklegt að verði ekki undir 60% þá megið þið hættam þessu væli. Þið sem dýpstu trúmna hafið megið gjarnan flytja til einhvers lands innan fyrirheitna ríkjasambandsins og megið gjarnan hætta síðan að væla þetta.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.2.2014 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 818082

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband