Milljarðadrengir í valdastólum.

 

Formenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins eru milljarðadrengir.

 Þeir vita ekki aura sinna tal og eiga ættir að rekja til þess sama, þeir hafa aldrei kynnst venjulegu lífi launamannsins á eigin skinni.

Eftir ríkisstjórnarmyndun í vor hafa þeir ekki verið kallaðir annað en silfurskeiðungar, gulldrengirnir og fleira í þeim dúr.

Í sjálfu sér er ekkert að því að menn eigi næga penginga fyrir sig. En það auðvitað takmarkar lífreynslu og sjóndeildarhringurinn verður þrengri á að hafa verið í þannig stöðu frá barnsaldri.

Almenningur á Íslandi finnur enga samsvörun með þessum ágætu formönnum í sínum viðmiðum.

En mörgum hefur tekist að komast í tengsl við hinn almenna launamann þó svo þjóðfélagstaðan sé önnur.

En það hefur Bjarna og sérstaklega Sigmundi Davíð gengið illa.

Sýndargjörningur hans að flytja lögheimili sitt á eyðibýli á Austurlandi þótti hallærislegt og kannski ekki undarlegt þegar milljarðamæringur sækir fjármuni í blankan ríkissjóð með slíkum hætti.

Bjarni og Sigmundur eru vafalaust ágætis drengir en alþýðlegir eru þeir ekki. Fólk getur ekki samsamað sig með auðmönnum sem vita ekki aura sinna tal.

Það setur líka mark á þá þegar kemur að því að þurfa að skila venjulegt fólk og venjulegan lífsstíl.

Sigur hægri manna í Noregi undir forustu Erna Solberg er sögulegur. Hún er sögð hafa tekið sér tak þegar hún tók við formennsku í hægri flokknum og fór að sinna almenningi með beinum hætti. Á það hafði skort að almenningur hefði tilfinningu fyrir að hægri leiðtogar væru þeirra menn. Þetta hefur henni tekist og margir þakka uppgang hægri flokksins að fá alþýðlegan, venjulegan leiðtoga.

Fylgi Framsóknarflokksins er í frjálsu falli, Sjálfstæðisflokkkurinn hreyfist ekki úr lágmarksfylgi sínu.

Kannski er það m.a. vegna þess að formenn þessara flokka skilja ekki fólkið í landinu ?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

miljarðadreingir þeir standa varla undir því bjarni borgar ekki auðlegðarskatt svo varla er hann milljarðamæríngur við vitum ekki stöðu sigmundar en hamnn er vel giftur veit ekki hvort hann borgar auðlegðarskattin mann eftir bjarna eitnium benitgktssini fyrverandi hann hvaðst eklki verða ríkur enn það væri fyrir öllu að menn hefði vinnu bestu forsetar bandaríkjana voru auðmenn með hugsjónir þeir þurftu ekki að vera að betla penínga fyrir kosníngar sem síðan er innheimt eftir kosníngar

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 10.9.2013 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 818125

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband