30 milljarða halli í boði stjórnarflokkanna.

„Ríkisstjórnin mun við upphaf nýs þings leggja fram fjölmörg frumvörp til að ná þeim markmiðum sem hún hefur sett sér. Mörg þessara frumvarpa verða umdeild. Sum vegna þess að með þeim er horfið frá stefnu síðustu ríkisstjórnar, sum vegna þess að einhverjir munu telja sig þurfa að leggjast gegn sem flestu af því sem frá ríkisstjórninni kemur.“

_________________

Dæmigerður SDG.

Formaður Framsóknarflokksins telur að " einhverjir " telji sig þurfa að leggjast gegn aðgerðum ríkisstjórnarinnar.

Skal engan undra, og þessir einhverjir eru flestir landsmenn, sbr hrunið fylgi ríkisstjórnar hans.

Samkvæmt upplýsingum formanns Sjálfstæðisflokksins stefnir í 30 milljarða halla á ríkissjóði vegna gjalda og skattalækkanna ríkisstjórnarflokkanna.

Það hefði kannski verið betra að hugsa aðeins áður en farið var í að hygla gróðafyrirtækjum og ríka fólkinu.

 


mbl.is Mörg stór verkefni stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"......vegna þess að einhverjir munu telja sig þurfa að leggjast gegn sem flestu af því sem frá ríkisstjórninni kemur.“

Hrokinn í þessum lítt menntaða "kolo" snáða er yfirgengilegur.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.9.2013 kl. 15:32

2 Smámynd: Jörundur Þórðarson

Allur þessi halli kemur frá fyrri ríkisstjórn sem endalaust samþykkti fjárveitingar sem nýja ríkisstjórnin átti að taka að sér að framkvæma.

Þar má nefna: Vaðlaheiðargöng, stofnun Íslenskra Fræða, Fræðasetur á Kirkjubæjarklaustri, tannlækningar fyrir öll börn ( gott í sjálfu sér), að maður tali nú ekki um að sú ríkisstjórn tók aldrei á vanda ÍLS, lét reka á reiðanum, í lokin átti ÍLS einar 2400 íbúðir.

Og þetta með "hygla gróðafyrirtækjum og ríka fólkinu" er margtuggin þvæla úr DV. Í fyrstalagi er auðlegðarskatturinn sennilega ólögleg eignaupptaka, mál í gangi vegna þessa. Í öðru lagi ertu sennilega að vísa í lagfæringu á veiðigjaldi, meira að segja SJS viðurkenndi að það þyrfti lagfæringar við.

Og Haukur: sumarþingið sýndi offorsið í stjórnarandstöðunni, hún var á móti öllu sem frá nýju ríkisstjórninni kom, sennilega vegna hroðalegs taps í kosningunum. Enginn hroki hjá SDG hann veit að málþófi verður ótæpilega beitt eins og á sumarþinginu. Þar að auki linnulaus áróður hjá DV (í eign VG) og Fréttablaðinu (ESB og Samfylking) Eina blaðið sem studdi ríkisstjórnina eitthvað var Mbl sem enga dreifingu hefur. Það má ekki lesa það blað af því að DO. skrifar í það.

Jörundur Þórðarson, 10.9.2013 kl. 15:55

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nú grenja krataaumingjarnir um alla Evrópu.Hæst grenja þeir á Íslandi þegar búiðið er að henda þeim út þótt fyrr hefði verið. Svo tala þessir aumingjar um að einhverjir séu að hygla ríka fólkinu.Menn sem komu bankastjórum og rikisforstjórum aftur á ofurlaun.Menn sem endurreistu banka til þess að þeir gætu arðrænt íslensku þjóðina.Aldrei aftur krataauminga í ríkisstjórn á Íslandi.

Sigurgeir Jónsson, 10.9.2013 kl. 16:11

4 identicon

Jón nú verður þú að drífa þig að taka þessa færslu út áður en að fleiri lesa hana og þú verður landsfrægur skemmtikraftur alveg óviljandi. Allur þessi halli tilheyrir fyrri ríkisstjórn.

Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 10.9.2013 kl. 16:31

5 identicon

Enn virðist nokkuð vanta á að fólki sé fullljóst hversu hrikalegar afleiðingar hálfvita stjórnsýsla Dabba og Dóra hafði fyrir íslenska samfélagið. Mér þætti ekki ólíklegt að endurreisnin gæti tekið allt í 20 ár.

Já, Davíð Oddsson, ekki-komma-titturinn ætlar að verða okkur dýr. Sjá fyrir neðan "link" í grein eftir Ólaf Arnarson, sem birtist í dag.

http://www.pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson/fuskarinn-i-sedlabankanum-hlod-i-snjohengjuna-og-skapadi-skotleyfid

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.9.2013 kl. 17:06

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ósköp eru sumir misjafnlega málefnalegir. Það er eins og heilaþvottur hafi gjörsamlega komið í veg fyrir að þeir muni að það var þó ríkisstjórn Jóhönnu sem kom okkur út úr bankahruninu.

Í Morgunblaðinu á dögunum var minnst á Icesave málið. Það hefur leyst farsællega en auðvitað minntust „Móatíðindin“ ekki á að það var ríkisstjórn Jóhönnu sem þó vildi leysa það mál með friðsömum og fljótvirkari hætti. Nei það átti að viðurkenna mistökin rétt eins og í minningagrein.

Guðjón Sigþór Jensson, 10.9.2013 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 818054

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband