Að vera með ESB á heilanum.

Ragnar Arnalds, fyrrverandi fjármálaráðherra og formaður Alþýðubandalagsins, segir að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sé að ganga hagsmuna Evrópusambandsins með því að ýta Jóni Bjarnasyni úr ríkisstjórninni.

Sumir á Íslandi eru með ESB á heilanum og það yfirtekur oftast nær heilbrigða skynsemi þeirra sem þjást af þessum fjanda.

Ragnar Arnalds er þar framarlega í flokki og á hreinlega bágt hvað það varðar.

Þjóðin ákveður sjálf í þjóðaratkvæði hvort og hvenær Ísland gengur í ESB....þannig lýðræði skilja ekki gamlir forpokaðir forsjárhyggjukommar fortíðarinnar og sjá ESB - andskota í hverju horni, líklega telur Ragnar það ESB að kenna hvað snjóar í Reykjavík enda kemur allt vont frá Evrópu.


mbl.is Segir Jóhönnu ganga erinda ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og svo fær þjóðin að kjósa aftur og aftur og aftur þangað til hún er komin inn í ESB.

Gulli (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 16:32

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón Ingi. Trúir þú að þetta sé svona einfalt?

Ég þekki ekki Ragnar Arnalds persónulega, hef aldrei talað við hann persónulega augliti til auglitis, og veit ekkert um hann.

Ég er í Heimsýn vegna minna sjónarmiða og skoðana um ESB, og veit ekkert hver sjónarmið margra annarra í Heimsýn er, fyrir þeirra skoðun á ESB-aðild.

Mín persónulega skoðun er að við íslendingar höfum ekki stöðu eða getu til að ganga í ESB núna. Það er ekki ókeypis að ganga í ESB. Hver ætlar að borga árlegt ESB-aðildargjaldið fyrir mig? Ég er öryrki og hef ekki efni á sjálfri mér, hvað þá meir.

Þetta er samviskuspurning til allra?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.12.2011 kl. 17:25

3 Smámynd: Pétur Harðarson

Ef einhver hefur verið með ESB á heilanum síðustu ár þá hefur það verið Samfylkingin. Það væri gaman að vita hvað væri hægt að halda mörgum sjúkradeildum opnum með þeim fjármunum sem hafa farið í þessa vitleysu!

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/12/30/latinn_vikja_vegna_esb/

Pétur Harðarson, 30.12.2011 kl. 19:23

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Jón Ingi! Er hún ekki að því? hvernig getur þú sagt svona helvítis vitleysu. til hvers er hún að losa sig við Jón? Segðu mér það. Hvað hefur Jón gert af sér annað en að fylgja stefnu flokksins? En allir sjá að stjórnarflokkanir eru búnir að vera, þarna var farið yfir strikið! Ef það er þá hægt í þessum Ömurlegu flokkum!!

Eyjólfur G Svavarsson, 31.12.2011 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 818084

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband