Misvísandi.. kannski ekki sammála.

Birgitta...

„Við erum ekki komin á þann stað að geta farið að ræða hvað ber í milli. Þetta hafa verið óformlegar samræður og við höfum ekki farið út í öll þau smáatriði sem til þarf til þess að við getum haldið áfram,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, um viðræður flokksins við oddvita ríkisstjórnarinnar.

Margrét.

„Við erum með mjög afmarkaða stefnuskrá sem snertir aðeins þessi mikilvægu mál. Að hluta til eigum við mikla samleið með stjórnarflokkunum, eins og til dæmis í stjórnarskrármálinu. Það eru engir stórir átakafletir þar,“ segir Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, aðspurð hvort hún telji grundvöll fyrir samvinnu við VG og Samfylkingu í ríkisstjórn.

Þór Saari.

„Maður skynjar að eitthvað er í aðsigi þegar farið er að bjóða manni góðan daginn oftar en eðlilegt getur talist. Þegar sama fólkið fer að bjóða manni góðan daginn nokkrum sinnum á dag fer það að hringja bjöllum,“ segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, um vísi að tilhugalífi stjórnarflokkanna og Hreyfingarinnar.

Eitthvað er þetta misvísandi.

Það kæmi mér á óvart að Hreyfingin færði sig úr gagnrýnishlutverki í það að taka þátt í stjórn landsins. Það er svo miklu þægilegra að sitja hjá og gagnrýna.

Minnir mig dálítið á ákveðin stjórnmálaöfl hér fyrr á árum.


mbl.is Ekki komið að einstökum málum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón Ingi. Mikil og sterk er trú þín á þessari einráðu og blindu ESB-ríkisstjórn.

Það er hverjum manni farsælast að trúa á það góða í sjálfum sér, og sitt innsæi og hyggjuvit, en ekki gjörspillta ríkisstjórn, sem kennir öðrum um allt sem aflaga fór, og gerir svo slíkt hið sama sjálf.

Þannig ríkisstjórn höfum við núna, og þú er bara sáttur við herlegheitin af einhverjum ástæðum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.12.2011 kl. 18:31

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Anna...ég er það mikill lýðræðissinni að ESB viðræður og þjóðaratkvæðagreiðsla er jákvætt fyrirbæri. Þú og þeir sem vilja ekki ræða þessi mál eruð bara rammasta afturhald og ólýðræðisleg... þannig að það sem þú telur ókosti tel ég kosti.

Jón Ingi Cæsarsson, 29.12.2011 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 818086

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband