Fjölskyldufyrirtæki virka ekki á landsvísu.

 

Fulltrúi frá L-listanum, lista fólksins á Akureyri, átti fund á dögunum með Guðmundi Steingrímssyni alþingismanni og fulltrúum Besta flokksins í Reykjavík. L-listinn hyggur ekki á samstarf við þessa aðila á landsvísu.

L-listinn er sérkennilegt afl. Hefur enga sýn í landsmálum og hefur aldrei haft. Forsvarsmenn listans hafa talið honum það til tekna en það er satt að segja klént stjórnmálaafl sem heldur að landsmál og sveitastjórnarmál séu alls óskyld viðfangsefni.

Auðvitað er það ekki þannig, sveitastjórnarmál og landsmál eru samofin og engin leið að gera út á sveitastjórnarpólítik og halda að hægt sé að hafa enga sýn á landsmál.

Enda er L-listinn trénað fyrirbæri sem á sér ekki framtíð. Þarna eru samakomnir fáeinir vinir og kunningjar sem náðu að hitta á óskastundina þegar kjósendur trúðu því að allt væri betra en             " fjórflokkurinn " ..af því súpa Akureyringar seyðið þessi misserin í stefnuleysi og dugleysi þessa undarlega "stjórnmálaafls"


mbl.is Ætla ekki samstarf við Guðmund og Besta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tel nú að þetta sé ekki rétt ályktað hjá þér,   L- listinn komst til valda af því að "fjórflokkurinn brást skyldum sínum á Akureyri.

L - listinn komst til valda því bænum var hraklega stjórnað sl. ár og ekki var þá að sjá að aðrar breytingar í vændum.

Það er léleg pólitík að segja að kjósendur séu "fífl"

Ágúst J. (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 818125

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband