Skipulagsmál vegna grenndarstöðva ófrágengin.

 

Nú hefur L-listinn boðað að koma eigi upp 12 grendarstöðvum víðsvegar um Akureyri. Undanfarin ár hefur Gámaþjónusta Norðurlands fengi leyfi ýmissa verslanna að setja niður gáma fyrir blöð og fernur á bílastæðum.. Því miður hefur umgengni og utanumhald verið bágborið og oft mikill óþrifnaður umhverfis gámana auk þess sem margir þeirra eru gamlir og ryðgaðir og lítið augnayndi.

Það sem nú er áformað að opna formlegar grenndarstöðvar þar sem íbúar eiga að mæta með sinn endurvinnsluúrgang er allt annar handleggur og kallar á lausnir sem halda.

Fyrri meirihluti gekk frá deiliskipulagi fyrir grenndarstöð við Kjarnagötu nærri nýja Bónus. Þetta svæði er það eina á Akureyri þar sem má setja upp slíka stöð samkvæmt skipulagi. Það er algjörlega óhugsandi að grendarstöðvar verði einhverjir gámar sem kastað er niður hér og þar á bílastæði við verslanir

Það verður að vinna deiliskipulag fyrir svona stöðvar og auglýsa það og gefa íbúum og hagmunaaðilum tækifæri að segja sína skoðun og gera athugsemdir. Það er ekki svo að hægt sé að stilla upp nærri 100 gámum hér og þar um bæinn án þess að það fái formlega afgreiðslu.

"Sett verða tvö sorpílát við hvert hús, annað fyrir óflokkað sorp og hitt fyrir lífrænan eldhúshluta. Íbúum er síðan gert að fara með endurvinnanlega hluta á grenndarstöðvar."

Svo segir í frétt um málið og ég bíð spenntur eftir að sjá auglýst nýtt deiliskipulag fyrir grenndarstöð á Eyrinni.. annað er óhugsandi og færi beinustu leið í kæru til skipulagyfirvalda og umhverfisráðuneytis.

 

http://www.facebook.com/#!/pages/Eg-vil-frekar-endurvinnslutunnu-en-grenndargama/102311466495370?ref=ts

Fésbókarsíða um málið. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 818122

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband