Sendi SP fjármögnun kurteislegt bréf..ekkert svar.

 

Verð að taka undir þessi sjónarmið. Ég var sjálfur með lítið bílalán sem fylgdi bíl sem ég keypti og það er það nýlega uppgreitt. Greiðslubyrðin á því fór úr 18 þúsund krónum í rúmlega 40 þúsund þegar mest var og mig langaði til að fá viðbrögð og sendi því kurteislegt erindi þegar dómur lá fyrir.

Í stuttu máli. SP fjármögnun hefur ekki haft fyrir því að svara mér..ekki einu sinni með skýringum að málið væri í skoðun eða eitthvað svoleiðis..

Þögnin ein... kannski af því ég var búinn að klára og ekki eftir meiru að sækjast hjá mér...hver veit ?? Kannski fæ ég svar ef einhver þar les þetta blogg ??

Læt það koma fram í athugasemd ef svo ólíklega vildi til.


mbl.is Undrast viðbrögð við dómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þú færð ekki svar ekki nógu merkilegur að þeirra mati.

Ef þú værir t.d Jón Ásgeir eða Björgólfur þá værir þú búin að fá allt sem þú bæðir um.

Sigurður Haraldsson, 29.6.2010 kl. 20:46

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég fór á fund SP Fjármögnunar með slíkt erindi sem byggði á sömu lagarökum og nýlegir dómar hæstaréttar, þetta gerði ég fyrir ári síðan. Lögmaður fyrirtækisins hafnaði erindinu og bar fyrir sig almennu samningsfrelsi. Hann vildi sem sagt meina að lögaðilum væri frjálst að gera með sér samninga sem fela í sér lögbrot. Síðast þegar ég vissi þá kallast það samsæri ef aðilar sammælast um að fremja lögbrot, en sé annar aðilinn hinsvegar blekktur til þáttöku eru það svik eða ginning.

Það er kominn tími til að við áttum okkur á því og viðurkennum fullum fetum, að við eigum í höggi við þaulskipulögð glæpasamtök með einbeittan brotavilja. Og nú síðast hafa opinberar stofnanir sem eiga að sjá til þess að lögum sé framfylgt, snúið sér á sveif með samsærinu. Við búum í bananalýðveldi!

Guðmundur Ásgeirsson, 30.6.2010 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 818095

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband