Bakkabræður eiga sér marga fylgismenn.

 

" leggur áherslu á hægri sinnaða umhverfisstefnu og leggur auk þess mikla áherslu á að Ísland dragi sig úr samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og ESB."

Nokkrar spurningar vakna. Hvað er hægri sinnuð umhverfisstefna ? Hef ekki ímyndunarafl til að átta mig á því hvað það þýðir eða er þetta bara merki um ófrumleika stofnenda ?

Svo er hér enn einn flokkurinn sem vill loka Ísland af úti við ystu myrkur og hafna samstarfi við umheiminn og nútímann. Það gerðu þeir Bakkabræður í Svarfaðardal þegar þeir sáu mánann og héldu að hann væri herskip. Þeir dóu úr sulti eftir að hafa lokað hurðum og gluggum á torfbænum sínum í Svarfaðardal.  Það væri ráð að hægri grænir drífi sig norður og spyrji þá bræður hvort þeir eigi laust herbergi fyrir skoðanabræður í þröngsýni og afturhaldi.

Annars þarf ekki svona flokk í viðbót. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið að vera svona að mestu leiti nema ég skil ekki þetta með hægri umhverfisstefnu ennþá. 

 


mbl.is Hægri-grænir stofna flokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það rétt skilið hjá mér að í þínum huga eru eingöngu 2 valmöguleikar : Ganga í ESB eða "loka Ísland af út við ystu myrkur og hafna samstarfi við umheiminn og nútímann" ?

Kleó (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 08:31

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Hægri umhverfisstefna- Er það eitthvað svo fáranlegt ? t.d umhverfisvæn fyrirtæki og ef það hefði verið umhverfishyggja á sínum tíma hefðum við aldrei byggt þetta fráleita álver- Sem eftir á litið orsakaði allt of mikla þennslu.

Brynjar Jóhannsson, 30.6.2010 kl. 08:40

3 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Ég sé ekki að hægri umhverfisstefna sé verri en vinstri umhverfisstefna. Eins er þessi Bakkabræðralíking ekki alveg afgerandi, er torfbærinn ekki einmitt Evrópusambandið þar sem allt á að vera öruggt og gott?

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 30.6.2010 kl. 08:55

4 identicon

Guðmundur Franklín??

Er þetta sá sami og rak Burnham og kom fjölda manna í fjárhagslegt þrot með því að láta það félag (átti að heita fjármálafyrirtæki) selja almenningi hlutabréf í Riverside holding sjóðum í USA á fölskum foresendum. Flúði hann ekki til Bandaríkjanna þegar fjölmiðlar voru með þessa frétt á forsíðum sínum fyrir 10 árum. Landsbankinn tók yfir fjárvörslusamningana eftir að lögfræðingar höfðu fitlað við þá. Nokkrar kærur voru sendar fjármálaeftirlitinu vegna þessara mála. Skyldi þetta vera sami maðurinn sem núna ætlar að verða að stjórnmálafli á Nýja Íslandi

Jon (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 09:11

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Brynjar... eru fyrirtæki eitthvað "hægri" ?

Sveinn... eru ríki eins og Frakkland, Þýskaland, Danmörk og Svíþjóð torfkofaríki.. málflutningur ESB andstæðinga er oft grátlega hlægilegur. Umhverfisvernd hefur ekkert með hægri og vinstri samkvæmt þeirri gamladags skilgreiningu sem þú hugsa í greinilega.

Jón Ingi Cæsarsson, 30.6.2010 kl. 09:59

6 identicon

Sem sagt.Evrópusambandið er heimurinn.Ef við göngum ekki í þetta "dýrðarsamband"þá endum við í torfkofa og munum nota lýsislampa.Minni bara á að meirihlutinn af alheiminum er bara alls ekki í Evrópusambandinu enn eru samt í sambandi við umheiminn og gengur mörgum þeirra bara ljómandi vel að plumma sig

sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 10:00

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

En samt ber að fagna þessu framtaki.. þessi flokkur mun fyrst og eingöngu taka frá Sjálfstæðisflokknum taki hann yfirleitt nokkuð.

Jón Ingi Cæsarsson, 30.6.2010 kl. 10:08

8 Smámynd: K.H.S.

Þessi flokkur r mun taka mest frá Samfylkingu og VG.

Að svara ruglinu frá þér er auðvitað tómt rugl. Frændur þínir í Svarfaðardalnum voru skemmtilega ruglaðir og eins er með þig. Tómt grín og uppistand. Allir sem reyna að rökræða við þig fá tóma steypu tilbaka, slagorðarugl frá spunameisturunum. Það er með suma menn að þeir geta eitthvað á einu sviði en heilinn ræður ekki við meira. Haltu þig við kassavélina og taktu mindir af sólinni eða hverju sem þér sýnist en endilega hættu að drita vitleysunni úr þér út um allar koppagrundir. Grunnhyggnir menn sem þurfa endalaust að vera að tjá sig verða að fíflum fyrir rest. Athugaðu það í fullri vinsemd.

Smánammi hér í endann fyrir þig að reyna að skilja. (Þó eg telji það vitavonlaust).

„Það hefur auðvitað legið fyrir að krónan er okkur gagnleg við að vinna okkur út úr núverandi erfiðleikum af ástæðum sem Flanagan nefnir,“ segir Helgi Hjörvar, Samfylkingunni, formaður efnahags- og skattanefndar.

„Gengi hennar aðlagast hratt breyttum aðstæðum og hefur áhrif til að draga úr innflutningi og efla og styrkja útflutningsatvinnuvegi, sem er það sem við þurfum á að halda við núverandi aðstæður,“ segir Helgi.

Haft var eftir Mark Flanagan, yfirmanni sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í fréttum RÚV í fyrrakvöld að mun erfiðara yrði fyrir ríkisstjórnina að bregðast við fjárhagsáföllum gengi Ísland í Evrópusambandið og tæki upp evruna. Ein ástæða þess að efnahagskreppan nú hefði orðið grynnri en búist var við væri sveigjanleiki gjaldmiðilsins.  

Nánar í Morgunblaðinu.

.

K.H.S., 30.6.2010 kl. 10:55

9 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er merkileg þessi skoðun ESB sinna.  Að ESB þarf það að vera hjá þeim til að þeim finnist þeir vera menn með mönnum eða þjóð á meðal þjóða....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.6.2010 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 1243
  • Frá upphafi: 818013

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1231
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband