Kaus 24 x... þungaviktarmaður sá.

 

Það var merkilegt að fylgjast með því þegar einn kunningi minn kaus 24x í þessari merku undirskrifatarsöfnun þar sem menn geta kosið að vild.

Ef á að afhenda þetta á morgun er ljóst að þar verður skilað stórkostlega gölluðum listum sem hafa ekki trúverðugleika sem undirskriftir á áreiðanlegum nótum.

Það getur hver sem er setið með kjörskrá og slegið inn nöfnum og kennitölum og það verður örugglega ekki nokkur leið að staðfesta samhljóma ip tölur á fáeinum klukkustundum.

Undirskrifarlista eiga sér ekki trúverðugleika nema þeir séu framkvæmdir á pappír og undirskrifandi látinn staðfesta sig við undirskrift...

Þessir listar eru gölluð vara og ég sjálfur hef séð hvernig á því stendur ...

Maður veltir fyrir sér tilganginum með þessum listum því lög um ríkisábyrgð á Icesave voru samþykkt í ágúst og þessi gallaða bón er aðeins beiðni um að undirrita ekki breytingu á þeim lögum.


mbl.is Áskorun afhent í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Grunaði ekki Gvend..

hilmar jónsson, 1.1.2010 kl. 22:07

2 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Svona undirskriftarlistar gefa góða hugmynd um vilja þó miklir ágallar séu. Sama og skoðanakannanir sem sýna að 70% vilji fá tækifæri til að fella þennan nýjasta samning.

Einhver nöfn til eða frá hreinlega skipta ekki máli og frekar fáránlegt að reyna að gera þetta svona ótrúverðugt með þessum hætti. Sýnir hreinlega málefnaþurrðina hjá ykkur samfylkingarguttum.

Er ekki aðalmálið að þjóðin velji sjálf hversu mikla erfiðleika hún vill, svo tel ég og yfirgnæfandi meirihluti þjóðar skv. þeim könnunum sem hafa verið gerðar þó ágallar séu á þeim.

Carl Jóhann Granz, 1.1.2010 kl. 22:12

3 identicon

Og skoðanakannanir sem sýna að 70% íslendinga séu á móti. Svindl líka?

Jón Ingi afhverju borgar þú ekki þessa skuld einkafyrirtækis fyrst að þér er svona mikið í mun að borga þetta?

Kalli (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 22:13

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Kalli.. legg til að þú kynnir þér um hvað málið snýst... ljóst af þessum texta að þú veist það ekki

Jón Ingi Cæsarsson, 1.1.2010 kl. 22:15

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Carl... þessir listar eru markleysa.. jafnvel fölsun að hluta.. frá því áramótaskaupið byrjaði og fram yfir miðnætti skrifuðu 500 manns undir... common... hugsaðu aðeins.

Jón Ingi Cæsarsson, 1.1.2010 kl. 22:17

6 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Jón Ingi þú veist jafnvel og ég að það skiptir hreinlega ekki máli. Þjóðarviljinn er nægjanlega skýr gagnvart þessu máli þó svo einhver undirskriftarlisti komi málinu ekkert við.

Þjóðin er einfaldlega til í slaginn þó svo það þýði að erfiðleikarnir verði meiri. Þetta veistu og gerir þér grein fyrir. Það sem þú aftur á móti ert að reyna að malda í móinn með er að þú ert hræddur um að stjórnin falli með því. Ef svo gerist þá verður bara að vera svo, ekki gleyma því þó að það er bara Jóhanna sem hótar því.

Carl Jóhann Granz, 1.1.2010 kl. 22:24

7 Smámynd: Sigurður Hrellir

Jón, þú þekkir greinilega ekki vitjunartíma þinn. Undirskriftalistar á pappír segir þú? Hvaða trygging er fyrir því að fólk skrifi þar ekki önnur nöfn og aðrar kennitölur?

Því miður er allt eins líklegt að innanbúðarmenn í Samfylkingunni standi fyrir svona undirskirftum til að reyna að skapa tortryggni um áskorunina. Er það fólkið sem þykist vera fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslum í orði?

Sigurður Hrellir, 1.1.2010 kl. 22:26

8 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Jón Ingi,

lestu gjarnan þessar vangaveltur mínar um næsta ár.

Gunnar Skúli Ármannsson, 1.1.2010 kl. 22:27

9 identicon

Jón Ingi...

Bentu mér á lagabókstafinn þar sem stendur að ríkið eigi að borga Icesave. Þú munt ekki finna hann.

Bentu mér síðan á það ríki sem hefur einhverntímann borgað skuldir einkafyrirtækis. Þú munt heldur ekki finna það.

En ef þú ert svona æstur í að borga endilega reiddu þá fram veskið sjálfur.

Kalli (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 22:27

10 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Jón Ingi það kemur í ljós í þessarri fáfræði þinni um þetta Icesave mál að þú veist greinilega ekkert í þinn haus þarna...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.1.2010 kl. 22:37

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er athyglivert að sjá það hér hvað eftir annað að þú og samflokksmenn þínir reyni ítrekað að vinna skemmdaverk á þessum undirskriftalista. Þetta er í áttunda skipti, sem ég sé vitnað um það hér á Moggablogginu. Þessi listi er yfirfarinn jafn óðum nú og allt rugl tekið út, þar á meðal margar kennitölur af sömu ip tölu.  Hver sá sem hefur áhyggjur af því að hans nafn sé þarna í óþökk, getur flett því upp og beðið um að vera fjarlægður.  Þér líður líklega betur með sjálfan þig að telja 70% þjóðarinnar fífl og tæpan helming alþingismanna. Þetta valt jú á þremur aumum atkvæðum og þar af einu sem hvatti forsetann til að hafna. Fram að því var lengi útlit fyrir að þetta félli á jöfnu eða yrði fellt.

Það ert þú sem ert fíflið karlinn minn. Ekki allir hinir.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.1.2010 kl. 22:39

12 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ingibjörg... vertu velkomin með visku þína og uppfræðslu til mín.. Kalli... þetta snýst ekkkert um að borga..kíktu á málið.. Sigurður.. þessi var langsóttur   Carl... þetta mál hverfur ekki sama hvaða hókus pókus þú leggur til..

Jón Ingi Cæsarsson, 1.1.2010 kl. 22:40

13 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jón...alltaf gott að finna fífl... ekki málið að taka það að sér fyrir þig

Jón Ingi Cæsarsson, 1.1.2010 kl. 22:42

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú ert ekki í stjórnmálaflokki, heldur sértrúarsöfnuði. Til allrar lukku fyrir landið þá er þessi söfnuður nú að fremja pólitískt fjöldasjálfsmorð, eins og tíðkast oft í skyldum fyrirbrigðum. Það mun enginn sakna þín né költvinaþinna. Það máttu bóka.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.1.2010 kl. 22:43

15 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jón Steinar... guð blessi þig og megi gefa þér rólega og þægilega nótt.

Jón Ingi Cæsarsson, 1.1.2010 kl. 22:45

16 Smámynd: Axel Guðmundsson

Ég vona bara að allur þinn kunningjahópur sé ekki svona ómerkilegur Jón Ingi.

Axel Guðmundsson, 1.1.2010 kl. 22:47

17 Smámynd: hilmar  jónsson

Leiðinlegt hvað Jón Steinar, sem ég að mörgu leyti kann ágætlega við, er að verða orðljótur.

Jón: Reiði er slæm orka.

hilmar jónsson, 1.1.2010 kl. 22:57

18 Smámynd: Víðir Benediktsson

það er með þetta eins og skoðanakannanirnar og kosninguna á eyjunni,  þetta hefur allt saman sýnt afgerandi skoðun stórs meirihluta þjóðarinnar en að sama skapi hefur hinn hjáróma minnihluti reynt að gera þetta allt tortryggilegt. Það virðist ævinlega vera eitthvað vafasamt á ferð ef fólk hrópar ekki hallelúja í hvert skipti sem Samfylkingin dregur andann. Held samt að vilji þjóðarinnar liggi fyrir í þessu máli sem sýnir best að Jóhanna og félagar treysta henni ekki til að kjósa um málið þrátt fyrir fagurgala um beint lýðræði á tyllidögum.

Víðir Benediktsson, 1.1.2010 kl. 23:12

19 Smámynd: Axel Guðmundsson

Svo skulum við hrópa BRAV'O!!! þegar samfó hættir að draga andann Víðir.

Axel Guðmundsson, 1.1.2010 kl. 23:18

20 identicon

Jón, mér er spurn?,  Hvernig veist þú um x-24.  Varst þú vitni að því eða "framkvæmdir" þú það?  Það vill svo til að einstaklingar  nota oft orðið  "vini" sem skálkaskjól, þegar þeir eru að fela eitthvað.  Hvað er orðið af allri umræðu Samfylkingarmanna um heiðarleika, allt upp á borði, gagnsæji og að vilja setja málefni í höld þjóðarinnar.  Veit ekki betur en að mottó Samfylkingarmanna varðandi Fjölmiðlafrumvarpið væri að þjóðarviljinn skyldi ráða.  Þið kunnið að velja ykkur vinina.

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 00:06

21 identicon

Sæll Jón

Nú hef ég oft dottið inn á bloggsíðu þína í gegnum mbl.is. Nú í kvöld æakvað ég að renna í gegnum færslur þínar allt frá seinustu kosningum. Eftir þann lestur hef ég komist að niðurstöðu. Ég veit ekki hvernig þeir gera þetta í Samfylkingunni en þú virðist alltaf vera sammála þingmönnum þeirra sem virðast þjást af sama vandamáli og þú.

Mig langar að benda þér á hvernig færslur þínar standa oft í mótsögn við hver aðra.

Við skulum byrja á að rifja upp færslu sem þú skrifaðir 30.júní síðastliðinn.

http://joningic.blog.is/blog/joningic/entry/906181/

Þarna segir þú m.a.

"Það er merkilegt þegar einstaka þingmenn leggjast í persónulegt hagsmunapot og vilja koma í veg fyrir að þjóðin fái að koma að þessu máli með lýðræðislegum hætti. "

"En nú koma ungir menn eins og Ásmundur Einar Daðason þingmaður VG og leggur til að þingheimur loki á að þetta mál fái lýðræðislega niðurstöðu. Hann gerir það vafalaust af því hann sem sauðfjárbóndi hefur af því hag að eigin mati. En ég held satt að segja að lítilsvirðing hans fyrir öllum þeim sem vilja og hafa lagt til að þessi mál fái lýðræðislega umfjöllun er algjör.

Hann blæs á skoðanir verkalýðshreifingarinnar að stórum hluta, samtaka iðnaðarins, ferðamálageirans, hagmunasamaka neytenda og margra margra fleiri."

Í athusemdum við sömu færslu segir þú síðan

Það er pólistíkt hugrekki að setja mál í þjóðaratkvæði... það er einangrunarstefna og hugleysi að vilja útloka slíkt... það er mín skoðun....

Í þessari færslu þinni gefur þú í skyn að þú styðjir það ekki að Icesave málið verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ert þú ekki að kalla sjálfan þig hugleysingja og einangrunarstefnusinna með því að vilja að þjóðin fái ekki að ráða í þessu máli. Ertu ekki að blása á skoðanir ýmissa fræðimanna og annara? Æ nei Samfylkingin vill auðvitað að fólkið fái ekki að ráða. Því verður þú að fylgja því þó þú þurfir að kalla sjálfan þig einangrunarsinna.

Tökum annað dæmi:

http://joningic.blog.is/blog/joningic/entry/915340/

Fjallað er um sammþykki ESB umsóknar:

"Nú mun umsókn verða send inn og þegar þeim líkur eftir x-tíma mun væntanlega liggja fyrir drög að samningi við ESB sem þá verður lögð í þjóðaratkvæði og þjóðin fær að velja sér framtíð sjálf.

Sem betur fer voru alþingismenn það þroskaðir á Alþingi að stjórnmálaflokkarnir tóku ekki það lýðræðislega val af þjóðinni.

Nú höfnuðu langflestir stjórnarþingmenn því að þjóðin fengi að velja sér framtíð sjálf í Icesave málinu. Í nýlegum færslum um Icesave hefur þú ekki talað um óþroska þingmanna. Ætli Samfylkingin hafi sent tölvupóst og sagt að það væri bannað?

Nú reynir þú að rakka niður lista sem heiðarlegt fók hefur sett upp sem tilraun til að leyfa Íslendingum að koma skoðunum sínum á framfæri. Þú viðurkennir líka að þú hafir horft á félaga þinn reyna að eyðileggja listann. En þér finnst ekkert að því. Því skoðanir þeirra sem skrifa á þennan lista samræmast ekki þínum skoðunum og ekki skoðunum Samfylkingar og því ekki góðar.

Þjóðin á nefnilega bara að ráða þegar það hentar Samfylkingunni. Ekki satt?

Sveinn (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 00:22

22 identicon

Egill Helga gerði smá könnun og tók út hundrað nöfn og 19 þeirra reyndust einstaklingar fæddir á árunum 2004-2008. ,,Í þessum hópi er talsvert af unglingum sem vantar ekki mikið upp á að verða kjörgengir, en líka börn – þeir yngstu á listanum eru fæddir 2004, 2005, 2007 og tveir sem eru fæddir 2008, og strax komnir í tölvuna".

Valsól (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 11:36

23 identicon

Sveinn tók ágæta samantekt um tvískinnungshátt síðuhaldara og Samfylkingarinnar.

Tilraunir þeirra til þess að skemma og níða niður þetta lýðræðisframtak sem þessar undirskriftir eru, er grátbroslegt og aumingjalegt. 

Kemur svo ekki Valsól hér af öllum og talar náttúrulega eins og forritaður Samfylkingar páfagaukur !

Hvað hafa forráðamenn þessarar undirskriftarsöfnunar oft bent á að þetta er leiðrétt jafnóðum að kennitölur undir 18 ára aldri eru teknar út og einnig að allir þeir sem vilja ekki vera á listanum geta umsvifalaust látið taka nafn sitt þaðan.

Þetta er ekki fullkominn könnun en hún segir engu að síður svo ekki verður um villst að þjóðin vill þetta alls ekki, það sannast líka enn betur þegar tekið er jafnframt tillit til allra þeirra skoðanakannana sem  gerðar hafa verið um þetta mál.

ÞAR KEMUR AFTUR OG AFTUR FRAM AÐ U.Þ.B. 70% ÞJÓÐARINNAR VILJA HAFAN ÞESSUM ICESAVE SAMNINGI.

En hvað skyldu Samfylkingarpáfagaukarnir segja við því. Er það allt saman plat og lygi líka !

Aumur málflutningur ykkar er ykkur til skammar !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 12:25

24 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sveinn... það er þegar búið að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave.. það var gert með setningu neyðarlaganna 2008. Síðan var samkomulagið um útfærslu og ríkisábyrgð samþykkt í september 2009. (icesavesamkomulagið)

Það sem nú er verið að fjalla um eru breytingar á þeim lögum ... og ef þau verða felld í þjóðaratkvæði taka gildi lögin frá í haust. Ef Bretar og Hollendingar fella sig ekki við þá niðurstöðu segja þeir upp Icesavesamningnum og ákvæði neyðarlaganna tekur gildi og samkvæmt þeim höfum við skuldbundið okkur til að greiða og verja allar innistæður í íslenskum bönkum... þar með taldar allar innistæður í íslenskum bönkum erlendis... og þá stendur eftir að við þurfum að greiða alla þá upphæð sem um er fjallað í Icesave en ekki þriðjung á móti bretum og hollendingum..

Þetta mál eins og það er lagt upp í undirskrifasöfnun sem er í besta falli vafasöm, þá halda flestir sem þar skrifa að þeir séu að skrifa undir viljayfirlýsingu um að borga ekki sem er ekki neinsstaðar í þessum spilum og því fölsun og röng framsetning...

um hvað á þá að kjósa í þjóðaratkvæði sem ég er hliðhollur þegar rétt er að málum staðið og verið að greiða atkvæði um eitthvað sem við ráðum ein og stjórnum... sem er ekki í þessu tifelli...en þú sennilega skilur ekki ... eða þykist ekki skilja ??

Jón Ingi Cæsarsson, 2.1.2010 kl. 16:52

25 identicon

Éf þessi "vinur" þinn hefur sett nafn sitt og kennitölu 24 sinnum inn á vefsíðu/undirskriftalista indefence hefur hann notað kennitölur annarra en sjálfs síns því aðeins er hægt að skrá hverja kennitölu 1x. Þetta hef ég sannreynt sjálf af forvitni eftir að ég las þessa bloggfærslu. Þá kemur upp skilaboð "þessi kennitala er þegar skráð".

Kannski er það þessi "vinur" ykkar sem hefur notað nöfn og kennitölur heittrúaðra Samfylkingarmanna sem segjast hafa fundið nöfn sín á listanum án þess að hafa sett þau inn sjálfur.  Það er náttúrulega erfitt að eiga við þá sem eru ákveðnir í að svíkja, ljúga eða stela kennitölum annarra og ekki bara í svona rafrænu kerfi. Hann hefur örugglega skrifað 24x undir gegn staðfestingu fjölmiðlalaganna.

Soffía (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 818141

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband