28.12.2009 | 16:07
Að leika sér með fjöregg þjóðarinnar.
Þriðja og síðasta umræða um Icesave-frumvarp ríkisstjórnarinnar hófst á Alþingi í dag. Reiknað er með því að umræðunni ljúki með atkvæðagreiðslu 30. desember.
Hvað gerist ef Icesaveábyrðin verður felld af þinmönnum í vikunni ? Það vita allir sem hafa fylgst með umræðunni og ætti ekki að koma neinum á óvart.
Það sem þingmenn eru að biðja um ef þeir fella Icesave.
Endurskoðun nr, 2 á efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frestast.
Frestun á lánveitingum frá Norðurlöndunum
Umtalsverð frestun á afnámi gjaldeyrishafta.
Erfiðari endurfjármögnun lána ríkis, sveitarfélaga og orkufyrirtækja.
Lánshæfismat lækkar að öllum líkindum.
Gengi krónunnar lækkar og verðbólga eykst.
Vaxtalækkun tefst og hugsanlegt er að vextir muni hækka.
Endurreisn efnahagslífsins tefst.
Auk þessa hafa lögmenn sem hafa skoðað þetta mál hvað mest sagt að ekki sé hættandi á að fara með þetta mál fyrir dómstóla... það sem er líklegt að gæti gerst er að við töpum því máli og þurfum þar með ekki að standa skil á þriðjungi þessarar skuldar heldur henni allri.
Við tökum á okkur ábyrgð á 20.000 pr reikning en ef við töpum þessu máli fyrir dómstólum sætum við uppi með 60.000 evrur pr. reiking... og þá er þetta ofureinfalt.
Við erum gjaldþrota og það verður arfur okkar til barnanna okkar og barnabarna og mér er það hulið af hverju menn vilja taka slíka áhættu... áhættu sem myndi knésetja land og þjóð um langa framtíð..
Getur þjóðremba farið svona illa með heilbrigða skynsemi eða hvað er þetta sem veldur ?
Lokaumræða um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er nánast allt rangt hjá þér.
>> Endurskoðun nr, 2 á efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og
>> Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frestast.
Rangt: AGS hefur lýst því yfir að IceSave og afgreiðsla sjóðsins séu óskyld mál.
>> Frestun á lánveitingum frá Norðurlöndunum
Rangt: Sjá að ofan.
>> Erfiðari endurfjármögnun lána ríkis, sveitarfélaga og orkufyrirtækja.
>> Lánshæfismat lækkar að öllum líkindum.
Rangt: Þvert á móti hafa skýr rök verið leidd að því að lánsfjárhæfi okkar muni fyrst hrynja ef við göngumst undir þessar drápsklyfjar sem IceSave er.
>> Umtalsverð frestun á afnámi gjaldeyrishafta.
>> Gengi krónunnar lækkar og verðbólga eykst.
>> Vaxtalækkun tefst og hugsanlegt er að vextir muni hækka.
>> Endurreisn efnahagslífsins tefst.
Hefurðu EITTHVAÐ fyrir þér í þessu? Geturðu bent á EITTHVAÐ máli þínu til stuðnings? Eða er þetta, eins og allur málflutningur Samfylkingarinnar, samsett úr innantómum og órökstuddum frösum; hræðsluáróður til þess að villa fólki sýn?
Hvernig væri að Samfylkingin tæki til í sínum ranni? Flokkur sem skipar Jón Sigurðsson sem formann bankaráðs Íslandsbanka - manninn sem átti að vaka yfir FME þegar hrunið reið yfir - sá flokkur er svo vitskerrtur og laus við öll tengsl við þessa þjóð að eiginlega er ekki hægt að taka mark á neinu sem þið segið.
Hilmar Ólafsson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 16:46
Hilmar... nú ertu barnalegur..en það er ekkert við því að segja... ertu með haldbær rök fyrir þessum "rangt" fullyrðingum þínum ?
Jón Ingi Cæsarsson, 28.12.2009 kl. 17:09
Jón ! Ég skulda um 7 millj. hjá Íbúðalánasjóði, ert þú ekki til með að greiða það fyrir mig, fyrst þú ert svo æstur í að greiða annara manna skuldir.
Ágúst J. (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 17:13
Voðalegur hræðsluáróður er þetta! Lífið heldur víst áfram þó Icesave verði fellt. Við erum að eiga við lýðræðisþjóðir og ef við fellum Icesave þá fara kannski einhverjir þingmenn í það að tala máli þjóðar sinnar á erlendri grund. Eitthvað sem hefur ekki verið gert einhverra hluta vegna. Þessi samningur er allur í þágu Breta og Hollendinga. SKil ekki af hverju þingmenn tala ekki máli sinnar eigin þjóðar?
Hvað hefur þú fyrir þér í því að lánshæfismat okkar lækki? Ætti það ekki frekar að lækka ef við samþykkjum Icesave og tökum á okkur óskilgreindar fjárhagsskuldbindingar um ókomin ár? Skuldbindingar sem margir, bæði leikir og lærðir, innlendir og erlendir hafa bent á að þjóðin muni ekki ráða við að greiða.
Ef AGS neitar okkur um lánið og fellir okkur í orðsins fyllstu merkingu þá held ég að við séum heppin að hafa losnað frá þeim. Þá er líka ljóst að samstaða Evrópuþjóða er útópía því AGS hendir okkur ekki frá borði nema með aðstoð þeirra.
Endurreisn efnahagslífins tefst.... jaaa ekki hefur þessi ríkisstjórn gert mikið til að hefja endurreisnarstarfið. Hvorki í atvinnulífi eða efnahagslega.
Ef samningurinn verður felldur munu Hollendingar og Bretar væntanlega leita réttar síns eftir öðrum leiðum. Það er fínt. Þá getum við sest aftur að samingaborðinu og þá kannski aðeins upplitsdjarfari eftir að hafa kynnt okkur málið.
Hvorugur kosturinn er góður. VIð erum eins og persóna í Íslendingasögunum sem stendur frammi fyrir tveimur kostum og báðum slæmum. Stöndum nú í lappirnar og veljum þann sem færir okkur meiri sæmd. Fellum Icesave.
Soffía (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 17:25
Jón minn leitaðu þér hjálpar, ef þú heldur að fjöregg þjóðarinnar felist í borlausum lántökum til að halda elítunni áfram á framfæri skattgreiðenda.
Magnús Sigurðsson, 28.12.2009 kl. 17:28
Þú stígur ekki í vitið Jón frekar en annað Samspillingar (fólk)
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 17:34
Hjörtur J. Guðmundsson, 28.12.2009 kl. 21:16
Jón Ingi ertu búin að gefast upp viltu fá pela frá ESB og jafnframt vera undir járnhæl AGS.
Sigurður Haraldsson, 29.12.2009 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.