Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram lyginni.

 

Sjálfstæðisflokkurinn skrökvaði því í þjóðina í næstum tuttugu ár að stefna þeirra og vinnubrögð væru það eina rétta fyrir Ísland.

Allir vita hversu mikill sá sannleikur var þegar kerfið sem flokkurinn var arkitekt að hrundi til grunna.

Nú reyna Sjálfstæðismenn að halda því fram að hinar einu sönnu lausnir sé að finna í Valhöll og bera á borð lygi og hálfsannleik til að rökstyðja mál sitt.

Ég sé ekki að flokkurinn sem á hrun Íslands sé nokkuð trúverðugri en hann var meðan hann laug í okkur í tvo áratugi...

Ég á bágt með að trúa því að flokkur sem jafnframt lætur það viðgangast að honum stjórni formaður og varaformaður sem eiga afar vafasama aðkomu að þeim Hrunadansi sem átti sér stað og leiddi að lokum til hruns efnahagslífs þjóðarinnar, eigi einhvern trúverðugleika eftir... enda ættu menn að taka flestu með fyrirvara sem úr þeim ranni berst þessa dagana.


mbl.is Gagnrýna Sjálfstæðismenn fyrir vafasama framsetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ertu ekki orðinn aumur í höfðinu, af því að berja því svona stöðugt við steininn?

Axel Jóhann Axelsson, 12.12.2009 kl. 13:19

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Menn eru sárir..

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.12.2009 kl. 13:21

3 identicon

Sæll vertu

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið áhrifamikill á Íslandi, en að ,,kerfið sem flokkurinn var arkitekt að hrundi til grunna", sem sé stór hluti af fjármálakerfi heimsins, gerir of mikið úr áhrifum góðs flokks. Kerfið hrundi vegna þess að Bandaríkin og Evrópusambandið ákváðu að reglur sem settar voru um 1930 til að forða frá annarri kreppu væru úreltar og settu nýjar. kanda fór ekki þessa leið og þar varð engin bankakreppa.

EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 13:35

4 Smámynd: Jón Óskarsson

Það þarf ekki að "rústa" tekjuskattskerfinu hvort sem menn telja að þessi eða hinn beri ábyrgð á hruninu.   Þriggja þrepa tekjuskattur, með flóknum millifærsluleiðum sem í þokkabót vinnur gegn jafnrétti kynjanna (sambúðaraðila) og er auk þess brjálæðislega dýrt í framkvæmd og mjög þungt í öllu eftirliti er hrein og klár eyðileggingarstefna.   Þessi breyting sem skella á með engum fyrirvara fyrir launagreiðendur réttir ekki eitt né neitt við sem hrundi.  Það er ýmislegt annað í frumvarpi um breytingar á skattalögum sem hins vegar er ætlað að girða fyrir að ýmis vandamál úr fortíðinni endurtaki sig, en því miður eru tillögurnar ekki mjög vandaðar og á þeim margir vankantar eins og meðal annars má lesa í athugasemdum Samtaka atvinnulífsins við frumvarpið.

Núverandi ríkisstjórn gengur einnig mun harðar fram en nokkur önnur sem hefur starfað síðan staðgreiðslukerfið var tekið upp í að skerða persónuafslátt.  Engin ríkisstjórn hingað til hefur ekki hækkað persónuafsláttinn neitt milli ára.   Ég minni á að hækkunin upp á kr. 2.000 átti að vera viðbót við lögbundnar vísitöluhækkanir persónuafsláttarins og var hluti af aðkomu þáverandi ríkisstjórnar að gerð kjarasamninga.  Núverandi forsætisráðherra sat í þeirri ríkisstjórn.  Þetta má sjá í bókun (sjá m.a. vef ASÍ) sem fylgir kjarasamningum síðan 17.febr. 2008.

Jón Óskarsson, 12.12.2009 kl. 13:53

5 identicon

mér líður bara eins og ég sé albert einstein þegar ég les þetta blogg þitt, vá hvað þú ert heimskur, eiginlega engin takmörk fyrir því hvað fólk getur slengt hausnum sínum í steininn í stuðningi við drullufylkinguna

Halldór (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 14:38

6 identicon

Jón Ingi! þú mátt ekki gleyma suðurlandsskjálftanum þann 29 maí 2008. Þarna erum við komin í hrunið og Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd um fjölda ára. Það hlýtur að liggja í augum uppi að þessi skjálfti / hamfarir eru alfarið á ábyrgð sjálfstæðisflokksins.

Nú er lag að berja á lýðnum og þá helst þeim sem leggja sig hvað harðast fram við að draga björg í bú fyrir sig og sína. Setjum aukna skatta á þá sem leggja það á sig að vera til sjós, fjarri fjölskyldu og heimili, og þeim sem voga sér að vinna etv. tvöfaldan vinnudag séu þeir svo ólánsamir að eiga þess kost.

 Það er náttúrulega ekkert vit í því, og eiginlega bara bannað,  að einhverjir séu að reyna að draga sig út úr hjörðini og leggja mikið á sig til þess eins að skara eld að eigin köku.

Kv. Helgi

Helgi (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 16:25

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sjálfstæðisflokkurinn stuðlaði að frelsi - frelsi fylgir ábyrgð og þeir sem keyptu bankana stóðu ekki undir þeirri ábyrgð -

Ekki ætla ég að minnast á það hér hver var bankamálaráðherra þegar bankarnir hrundu eða í hvaða stjórnmálaflokki sá maður er

Óðinn Þórisson, 12.12.2009 kl. 18:31

8 Smámynd: Sævar Helgason

Mikið er sótt að þér Jón- og flest af vanefnum. 

Samfylkingin er ungur flokkur jafnaðarmanna sem sameinuðust fyrir nokkrum árum undir fána jafnréttis og bræðralags.

Það er ekki auðvelt.

Núverandi stjórnarsamstarf ber okkur þau tíðindi- svo undarlegt sem það má nú vera.

En innan Samfylkingarinnar og Vg er samt yfirgnævandi samhljómur-jafnaðarstefnunnar.

Erfið mál liggja í ræsinu eftir Sjálfstæðisflokkinn með kúgildum Framsóknar. Það verður að moka útúr fjósinu.

Jóhanna Sigurðardóttir,forsætisráðherra og Steingrímur Sigfússon, fjármálaráðherra- standa sig með eindæmum vel. 

Betur en björtustu vonir stóðu til. Þau eru í raun hetjur...

Kveðja norður heiða

Sævar Helgason, 12.12.2009 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband