Að negla fyrir bréfalúguna.

 

Icesave er hörmung.

Icesave er með stærri mistökum sögu Íslands.

Icesave er afsprengi íslenskra fjárglæframanna sem nýttu sér tómlæti og vanhæfni Seðlabanka og Fjármálaeftirlits þjóðarinnar.

En Icesave hverfur ekki...

að meðhöndla Icesave á þann hátt að gera ekkert og hafna öllum kröfum er eins og skuldum vafinn einstaklingur sem neglir fyrir bréfalúguna sína í þeirri von að skuldirnar hverfi.

En þær bara gera það ekki... hókus - pókus er ekki að virka í nútíma viðskiptum.


mbl.is Icesave mun ekki hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Og ertu þá að segja að þú sért einn af þessum fjárglæframönnum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.12.2009 kl. 16:09

2 identicon

Svo ef pósturinn ber mína reikninga í þitt bréfahólf þá vilt þú bara greiða þá frekar en að áframsenda þá til þess er til skuldarinnar stofnaði?

Nei, íslenskri þjóð ber ekki að lögum að greiða innistæðueigendum í Icesave umfram það sem Tryggingarsjóður innistæðueigenda ræður við.

Hafþór (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 16:18

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Jón minn, skil ekki af hverju verið er að senda mér reikning vegna ICESAVE. Væri ekki nær að senda þeim reikninginn sem stofnuðu til skuldarinnar. Man ekki til þess að hafa skrifað upp á fyrir neinn þeirra.

Víðir Benediktsson, 11.12.2009 kl. 16:23

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er þrotabú Landsbankans sem er fyrsti ábyrgðaraðli þessara skulda.. og nú er talið að þar liggi allt að 90% þeirrar upphæðar sem krafist er.. en við sitjum uppi með að semja um þetta mál ... annars er okkur úthýst sem vanskilamönnum og þrjótum í viðskiptum því Davíð Oddsson og Árni Matthisen skrifuðu undir loforð fyrir hönd þjóðarinnar í nóvember 2008 að standa við skuldbindingar þessa máls...

svo geta menn hoppað og æpt... þetta hverfur ekki þrátt fyrir það...

Og svo geta menn tekið þann pól í hæðina að skammast í þeim sem eru að reyna að leysa vandann í stað þess að æpa á þá sem bera ábyrgðina og skópu þennan vanda á árunum 2003 - 2008.

Jón Ingi Cæsarsson, 11.12.2009 kl. 16:36

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er hægt að fá miða hjá Póstinum, til að líma á bréfalúguna, þar sem rusl póstur er afþakkaður. 

Magnús Sigurðsson, 11.12.2009 kl. 16:38

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta er ekki að leysa vandan Jón, þetta er að meðtaka vandann og ætla öðrum að bera kostnaðinn.  Áframhaldandi fjársvik.

Magnús Sigurðsson, 11.12.2009 kl. 16:41

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Magnús...,losar þú þig við skuldirnar þínar með því og lætur aðra borga...eða ?? 

Jón Ingi Cæsarsson, 11.12.2009 kl. 17:23

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég losa mig ekki við mínar skuldir þannig, en ég fæ mér svona miða þegar ég hef fengið nóg af því rusli sem á að pranga inn á mig.  Það veldur minna tjóni en að negla fyrir bréfalúguna, auk þess að vera smekklegra.

Magnús Sigurðsson, 11.12.2009 kl. 17:42

9 Smámynd: Víðir Benediktsson

Mér sýnist ríkisstjórnin vera fara nákvæmlega þá leið sem þú talar um Jón, láta aðra borga. Merkilegt að það skuli vera vinstri flokkarnir í landinu sem koma hlutum þannig fyrir að að blásaklaust fólk skuli látð borga fyrir óreiðu og fjárglæframenn. Og fyrir þá sem ekki vita er Alþingi Íslands æðsta stofnun landsins en ekki Davíð Oddson eða Árni Matt. Þetta er fáránleg afsökun fyrir eigin aulaskap, þessir menn semja ekkert fyrir hönd neinnar þjóðar. Greinilegt að þjóðin þarf betri upplýsingar um þrískiptingu valds ef þessi lygasaga kemst á flug.

Víðir Benediktsson, 11.12.2009 kl. 17:43

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Samfylkingin hefur hvergi komið nærri neinu og ber enga ábyrgð á neinu og eina sem hann er að gera er að hreinsa upp eftir Sjálfstæðisflokkinn -

Óðinn Þórisson, 11.12.2009 kl. 17:57

11 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Mikið er ég sammála Víði Benediktssyni hér.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.12.2009 kl. 19:25

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mér finnst að það eigi að leyfa þeim sem eru æstir í að borga að gera það.

Sigurður Þórðarson, 12.12.2009 kl. 00:44

13 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég tók þann pól í hæðinni að koma mér í burtu... og sé alls ekkert eftir því.  Icesafe verður að borga one way or another.. en ég tek ekki þátt í því bulli.  Takk fyrir mig :)

Óskar Þorkelsson, 12.12.2009 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 818196

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband