10.12.2009 | 13:16
Birgir Ármannsson... vitringur eitt.
Gaman þegar menn eins og Birgir Ármannsson tjá sig um málefni sem þetta. Það eru ekki margir sem taka undir þessa skoðun hans og ég gef ekki tíeyring fyrir lögfræðimenntun í því sambandi. Maður sem nánast ekkert hefur praktiserað í greininni er jafn lítið hæfur að greina eða meta þessa stöðu og hver annar.
Birgir Ármannsson hefur ekki sýnt þá takta á þingi að maður hafi tilhneygingu til að hafa trú á hæfileikum hans eða dómgreind þegar þetta mál er annarsvegar.
Telur Icesave-frumvarp brjóta gegn stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, nafni, það er augljóst, að þú "gef(ur) ekki tíeyring fyrir lögfræðimenntun" í þessu sambandi! En Birgir er ágætlega menntaður á því sviði og hefur í störfum sínum, ekki sízt á þingi, gefið sig mjög að lögfræðilegum efnum. Að "praktísera" í greininni vísar hins vegar til málflutningsstarfa, sem sumir mestu stjórnspekingar hér á landi og annars staðar hafa aldrei fengizt við; og fæst málflutningsstörf snerta svo stór málefni, sem hér er um að ræða.
Lokasetning þín er auðvitað ótrúleg í sjálfri sér, en kemur engum á óvart, sem séð hefur umræðufælni samflokksmanna þinna í ræðustóli þingsins, þar sem m.a. ótal röksemdum Birgis hefur verið látið ósvarað.
Það taka kannski ekki margir í herbúðum Samfylkingarinnar undir þetta með Birgi, en hyggurðu það mælikvarðann á lögmæti Icesave-frumvarpsins?!
Þið rekið einbera þrýsti- eða valdspólitík, kusuð það fram yfir rökræna umræðu. Það var ekki fyrr en á lokadegi 2. umræðu, sem eitthvað verulegt gaf að líta og heyra frá ykkar mönnum, en Jóhönnuræðan var dauf og tók ekki með neinum fullnægjandi hætti á ragnrökum, og í ræðum hinna margra hverra blasti við málefna- og rakaleysið og þjösnalega áherzla á, að við verðum að gefast upp fyrir meintri "andstöðu alþjóðasamfélagsins" – þess samfélags sem ykkar stjórnvöld hafa sama sem EKKERT gert til að tala til og fá a okkar band. Raunar fer því fjarri að jafnvel Hollendingar almennt séu andvígir okkur, hvað þá þjóðirnar á Norðurlöndum, þótt Jóhanna & Co. hafi látið sér sæma að tala þannig. Evrópuþjóðunum er nákvæmlega sama um þetta mál og vita nánast ekkert um það.
Jón Valur Jensson, 10.12.2009 kl. 14:23
Það er nú enginn annar en Sigurður Líndal sem ég heyrði fyrstan benda á að Icesave-lögin brjóta gegn stjórnarskrá Íslands.
Ekki að stjórnarskráin skipti ríkisstjórnina miklu máli.
Geir Ágústsson, 10.12.2009 kl. 14:59
"Ragnrök" í innleggi mínu áttu að vera gagnrök. Við skulum vona, að hér verði ekki ragnarök, en ef við komumst hjá þeim, verður það ekki Samfylkingunni að þakka.
Jón Valur Jensson, 10.12.2009 kl. 15:07
Jón eða séra Jón?
Tamt er nú til dags að taka málstað þess vitlausasta sem opnar munninn.
Sjáið bara Nornina. Gagnfræðapróf.
Nágrím. Jarðfræði.
Þetta lið hefur svo setið til hliðar og blammerað og nú þegar eitthvað á að fara að gera þarf það að leytya ráða hjá fólki út í bæ áður en það sem svo mikið sem stígur í pontu!
Samspillingin berst nú allra harðast við að skerða málfrelsi og frjálst framtak.
Lifi Samspillingin og Stalín!
"Sæl er sameginleg eymd".... "eins dauði.... er bara byrjunin"
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.