Atlaga að Íslandi.. Hrunflokkarnir láta kné fylgja kviði.

 Skelfilegar afleiðingar ábyrgðarleysis stjórnarandstöðunnar er að koma í ljós. Hrunflokkarnir virðast ætla að láta kné fylgja kviði og rústa Íslandi endanlega. Þeim dugar ekki að bera ábyrgð á einkvinavæðingunni sem er meginástæða vanda landsins heldur skal áfram haldið.

Málþóf stjórnarandstöðunnar er bein ógnun við endurreisn íslensks efnahagslífs. Fréttablaðið greinir frá því í morgun að Norræni fjárfestingarbankinn ætli að hækka vexti umtalsvert til íslenskra lántakenda sem eru orkufyrirtæki, sveitarfélög og ýmis fyrirtæki. Þetta er fyrsta vísbending um að þolinmæði alþjóðasamfélagsins gagnvart Íslendingum er að þrjóta og hver örlög íslensks efanhagslíf verða ef Icesave hlýtur ekki samþykki.

Ég átta mig ekki á því hvað rekur stjórnarandstöðuna til þessara skemmdarverka annað en flokkspólitskir hagsmunir Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Líklega er þessu stjórnað leynt og ljóst af Davíð Oddssyni og gamla klíkugeginu í Sjálfstæðisflokknum sem augaðist gríðarlega á kostnað okkar allra og sjá nú á bak auðsöfnun og spillingu... en það skal varið.


mbl.is Forsætisnefnd ræði stundaskrá stjórnarandstöðunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað hafa stjórnarflokkarnir að semja um ?   Því semja þeir ekki við stjórnarandstöðuna í þessum málum.

Hvar er ábyrgðartilfinning  stjórnarinnar .... hafa þau  ekki á stefnuskrá sinni að þróa lýðræðið hér áfram ?

Ágúst J. (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 12:22

2 identicon

Heirðu vinur,samspillinginn og viðhengin þeirra þurfa ekki hjálp við að koma landinu til helvítis,þau eru endanlega búin að því

magnús steinar (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 12:25

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Vona heitt og innilega, að ríkisstjórninni mistakist ætlunarverk sitt.

Veit fullkomlega, að það þíðir gjaldþrot.

En, það verður skárri niðurstaðan. Hitt, verður miklu mun verra.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.12.2009 kl. 12:36

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta er hugarfarið Einar... og það er klikkað.

Jón Ingi Cæsarsson, 3.12.2009 kl. 13:20

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Magnús... það er bara kjánalegt að ráðast gegn þeim sem eru að reyna að bjarga skömmum annarra... hefur þú sofið síðastliðin 8 ár ?

Jón Ingi Cæsarsson, 3.12.2009 kl. 14:16

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ástandið, er klikkað - Jón Ingi.

Lestu þessa færslu, þ.s. ég rökstyð mína skoðun, lið fyrir lið.

Ísland er gjaldþrota!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.12.2009 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 818797

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband