Kjánahrollur - ferlega óþægilegur.

Ruglið heldur áfram.

Umræða um Icesave-frumvarp ríkisstjórnarinnar hófst að nýju á Alþingi á 12. tímanum í dag. Fimmtán þingmenn eru nú á mælendaskrá um málið. Um er að ræða 2. umræðu um frumvarpið, sem hófst fimmtudaginn 19. nóvember.

Ég verð að viðurkenna það... ég fæ kjánahroll af því að fylgjast með þessir dæmalausu sýndarmennslu og flokkspólitíska kjaftæði á Alþingi. Að nokkrum manni skuli líðast það að halda úti skemmdarverkastarfssemi gegn landi og þjóð... hvað ætla hrunflokkarnir að halda þessum ljóta leik áfram... hafa þeir ekki valdið okkur nægilegu tjóni nú þegar.

Væru þingmenn til með að hlífa okkur fyrir bullinu og kjánalegri umræðu.


mbl.is Umræða um Icesave hafin aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Mér sýnist sem þú hafir misreiknað þig eitthvað, varabæjarfulltrúi samfylkingarinnar á Akureyri. Margir kunna að vera þreyttir á Icesave en það eru einungis helstu flokksdindlarnir sem lepja upp áróður forkólfa ríkisstjórnarflokkanna.

Ég skora á þig að fara inn á indefence.is og láta gott af þér leiða í stað þess að kokgleypa hræðsluáróður ríkisstjórnarinnar. Þegar ráðamenn eru orðnir slíkir heimsborgarar að þeir láta sig meira varða álitið í útlöndum en hvað fólk hér heima hugsar er kominn tími á að sömu aðilar athugi sinn gang. Er kominn tími á að þú, Jón Ingi, athugir þinn gang?

Ólafur Als, 2.12.2009 kl. 12:20

2 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Jón, málið er að meirihluti þjóðarinnar telur ekki að samþykki Icesave sé ekki skemmdarstarfsemi heldur þvert á móti. Þetta mál á að vera hafið yfir flokkadrætti og einfalda spurningin á að vera hjá hverjum Íslendingi; Er rétt að láta þjóðina gangast í ábyrgð fyrir Icesave?

Niðurstaða mín og, samkvæmt skoðanakönnunum, mikils meirihluta þjóðarinnar er að svarið sé nei. Yfir þann þröskuld megi ekki fara. Engu skiptir hvaða flokkar væru í stjórn. Þessi samningur er óhæfa.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 2.12.2009 kl. 12:22

3 Smámynd: Sigurður Yngvi Sveinsson

Jón, þú mátt kalla stjórnarandstöðuflokkana hrunflokka ef þú vilt, en er ekki Samfylkingin jafnmikill hrunflokkur og þeir ?  Þú talar eins og Samfylkingin hafi aldrei verið í ríkisstjórn Geirs Haarde.

Þú talar um bull og kjánalega umræðu.  Á sama tíma er ljóst að stór hluti þjóðarinnar vill ekkert með þetta Icesave fyrirbæri hafa.  Og stjórnarþingmenn mæta ekki einu sinni á þingfund !

Sigurður Yngvi Sveinsson, 2.12.2009 kl. 12:46

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Auðvitað er þetta skandall. Ég sem hélt að þingsköpum hafi verið breytt 2006 eða 7 til að koma í veg fyrir málalengingar á þingi. Hef sem semsagt misskilið það. Einhvern tíman þarf að taka ákvörðun. Þetta sýnir okkur að lýðræði er hægt að fótum troða af ofbeldismönnum á þingi. Sorglegt. Styð þessa ríkisstjórn heilshugar takk fyrir.

Gísli Ingvarsson, 2.12.2009 kl. 12:53

5 Smámynd: Ólafur Als

Ekki er að blessuðum stuðningsmönnum stjórnarinnar að hæða. Nú er fundið að forminu en ekki innihaldinu. Það er ergilegt, jafnvel bjálfafyndið, að ekki sé hægt að koma í veg fyrir umræðu, hvort sem menn vilja kalla hana málþóf eða rökræðu. Það breytir nefnilega engu, hvoru tveggja pirrar stjórnarliða jafn mikið. Jafnvel helstu dindlar ríkisstjórnarinnar ættu að sjá það.

Ólafur Als, 2.12.2009 kl. 13:02

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Icesave frumvarpið skerðir fullveldi Íslands að mati Sigurðar Líndals lagaprófessors.

Krafan er þjóðaratkvæðagreiðsla

Óðinn Þórisson, 2.12.2009 kl. 18:18

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta er nú meiri kliðurinn. Hvað þið eru heppin fyrir norðan að sitja ekki uppi með þessa sísuðandi stjórnarandstöðu. Að flytja sömu ræðuna allt að 70 sinnum! Halda menn virkilega að þeir séu í uppmælingu: er kaupið kannski króna aukreitis fyrir hvert orð?

Kveðja

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 2.12.2009 kl. 18:28

8 Smámynd: Víðir Benediktsson

Við hérna fyrir norðan sitjum uppi með bæjarstjórnarmeiriluta (S+D) sem 70% bæjarbúa vill skipta út nú þegar samkvæmt nýasta þjóðarpúlsi Gallup

Víðir Benediktsson, 2.12.2009 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband